Þegar botnlanginn kippist út

Vanda­mál vina minna er langt frá því að vera strætóljóða­bók. Í sum­um ljóð­um er skot­ið fram hjá, ef svo má segja, en engu að síð­ur er bók­in sterk og strætó­skáld­in mættu taka hana til fyr­ir­mynd­ar.

Þegar botnlanginn kippist út
Höfundurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir
Bók

Vanda­mál vina minna

Höfundur Harpa Rún Kristjáns­dótt­ir
Bjartur
80 blaðsíður
Niðurstaða:

Öflug, femínísk ljóðabók sem hverfist um áföll og erfðir. Mörg ljóðin eru afar sterk en þó mætti brjóta oftar upp grunnþemað.

Gefðu umsögn

Stundum er talað um strætóljóðabækur: látlausar, tilfinningasamar og svo knappar að kilirnir eru ekki nógu breiðir til að prenta titilinn á. Strætóljóð hverfast um smáa atburði í innra lífi ljóðskáldsins (svo sem fólkið sem það horfir á, en talar ekki við, í strætó) og hafa áru viðkvæmni og örlítillar sjálfhverfu. Þetta er andstæðan við Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Þessi önnur ljóðabók höfundar er heilar 76 blaðsíður að lengd og horfir, eins og hinn vel sýnilegi titill á kilinum bendir til, út á við. Ekki einn einasti strætó kemur við sögu, enda er sögusviðið í sveitum landsins – óvenjulegt í hinni afar Reykjavíkurmiðuðu íslensku ljóðasenu.

Umfjöllunarefnin hafa nokkra breidd en þó má finna nokkur einkennandi þemu. Ljóðin eru femínísk, þau einblína á líf og hlutskipti kvenna, og fjalla mörg hver um áföll og erfðir þeirra. Þetta síðastnefnda er raunar orðið eitt helsta umfjöllunarefni íslenskra bókmennta á síðustu árum og því er hér ekki farin ótroðin slóð. Þó er nálgunin að mörgu leyti frumleg. Til dæmis eru gamlar goð- og þjóðsögur endurtekið stef. Í ljóðinu „Mistök“ læsir ljóðmælandinn „tönnum / gegnum börkinn“ og tyggur eplið af skilningstrénu; hún finnur „bragð af losta / barnsfararsótt / og kúgun // í næsta bita / blæðingar / brjóstagjöf / og brotið rif“. Snákurinn horfir á ljóðmælandann „úr kjarnahúsi … sjáöldrin sá / í mig fræjum“. En ljóðmælandinn spýtir þeim út og „niður hökuna rennur / nýfenginn skilningur“. Ljóðmælandinn mælir svo „fyrir munn okkar allra: // Myndi gera allt / aftur“. Harpa Rún tengir þannig saman áföll og erfðir þeirra við Evu og eplið, en snýr upp á hina kunnuglegu sögu. Skilningurinn er þess virði, að éta eplið var meðvituð ákvörðun; þótt áföll fylgi á eftir, þá eru þau hluti þess lífs sem við höfum kosið okkur. Þannig erum við meira en valdalaus fórnarlömb áfalla fortíðarinnar, dæmd til að endurtaka erfðasyndina.

Þá birtast prinsessurnar Þyrnirós og Mjallhvít á femínískan máta. Í ljóðinu „Einu sinni var …“ ætlaði Þyrnirós „alls ekki að sofna / það var / byrlun“; Mjallhvít „hefði frekar þurft / fyrstu hjálp / en blautar varir / að kúgast yfir“. Ljóðmælandinn var „sjálf … komin með / upp í kok / af kossablautum froskum / sem kölluðu mig /prinsessu // Þegar gert var heyrinkunnugt / að þögn var aldrei / sama / og samþykki“. Nauðganir, sársaukafullar fæðingar, tíðaverkir og ömurlegar karlrembur fylla síður bókarinnar, en líka stuðningur og vinátta. Í ljóðinu „Kaffi“ rekur ljóðmælandinn „úr þér garnirnar … rykki ákveðið / þegar botnlanginn kippist út … vind upp / í snyrtilegan hnykil … og bý þér værðarvoð / til að hjúfra þig í / þar sem þú liggur … Og sefur ekki / Svefni hinna réttlátu“. Hlutverk vinarins er að taka áföll fortíðarinnar og snúa þeim upp í hlýju.

Ljóðin eru flest í þessum femíníska baráttuanda. Stundum finnst manni þó skotið fram hjá, eins og í ljóði sem vísar í nýleg mótmæli íranskra kvenna gegn kúgun klerkastjórnarinnar; hér vakna efasemdir um að ljóðabók um áföll og erfðir á Íslandi sé góður vettvangur fyrir þetta umfjöllunarefni. Þá virka ljóðin sem eru húmorísk eins og ferskur andblær (ljóðið „Brunagat“ hefst á orðunum „Alltaf þegar Johnny Cash / syngur „Ring of fire“ / langar mig / að fá mér að ríða“) og mættu vera fleiri til að brjóta upp framvinduna. Engu að síður er þetta sterk bók höfundar sem veigrar sér ekki að tala fyrir munn margra og segja það sem þarf að heyrast. Strætóskáldin mega taka sér hana til fyrirmyndar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
5
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
7
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár