Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Þegar botnlanginn kippist út

Vanda­mál vina minna er langt frá því að vera strætóljóða­bók. Í sum­um ljóð­um er skot­ið fram hjá, ef svo má segja, en engu að síð­ur er bók­in sterk og strætó­skáld­in mættu taka hana til fyr­ir­mynd­ar.

Þegar botnlanginn kippist út
Höfundurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir
Bók

Vanda­mál vina minna

Höfundur Harpa Rún Kristjáns­dótt­ir
Bjartur
80 blaðsíður
Niðurstaða:

Öflug, femínísk ljóðabók sem hverfist um áföll og erfðir. Mörg ljóðin eru afar sterk en þó mætti brjóta oftar upp grunnþemað.

Gefðu umsögn

Stundum er talað um strætóljóðabækur: látlausar, tilfinningasamar og svo knappar að kilirnir eru ekki nógu breiðir til að prenta titilinn á. Strætóljóð hverfast um smáa atburði í innra lífi ljóðskáldsins (svo sem fólkið sem það horfir á, en talar ekki við, í strætó) og hafa áru viðkvæmni og örlítillar sjálfhverfu. Þetta er andstæðan við Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Þessi önnur ljóðabók höfundar er heilar 76 blaðsíður að lengd og horfir, eins og hinn vel sýnilegi titill á kilinum bendir til, út á við. Ekki einn einasti strætó kemur við sögu, enda er sögusviðið í sveitum landsins – óvenjulegt í hinni afar Reykjavíkurmiðuðu íslensku ljóðasenu.

Umfjöllunarefnin hafa nokkra breidd en þó má finna nokkur einkennandi þemu. Ljóðin eru femínísk, þau einblína á líf og hlutskipti kvenna, og fjalla mörg hver um áföll og erfðir þeirra. Þetta síðastnefnda er raunar orðið eitt helsta umfjöllunarefni íslenskra bókmennta á síðustu árum og því er hér ekki farin ótroðin slóð. Þó er nálgunin að mörgu leyti frumleg. Til dæmis eru gamlar goð- og þjóðsögur endurtekið stef. Í ljóðinu „Mistök“ læsir ljóðmælandinn „tönnum / gegnum börkinn“ og tyggur eplið af skilningstrénu; hún finnur „bragð af losta / barnsfararsótt / og kúgun // í næsta bita / blæðingar / brjóstagjöf / og brotið rif“. Snákurinn horfir á ljóðmælandann „úr kjarnahúsi … sjáöldrin sá / í mig fræjum“. En ljóðmælandinn spýtir þeim út og „niður hökuna rennur / nýfenginn skilningur“. Ljóðmælandinn mælir svo „fyrir munn okkar allra: // Myndi gera allt / aftur“. Harpa Rún tengir þannig saman áföll og erfðir þeirra við Evu og eplið, en snýr upp á hina kunnuglegu sögu. Skilningurinn er þess virði, að éta eplið var meðvituð ákvörðun; þótt áföll fylgi á eftir, þá eru þau hluti þess lífs sem við höfum kosið okkur. Þannig erum við meira en valdalaus fórnarlömb áfalla fortíðarinnar, dæmd til að endurtaka erfðasyndina.

Þá birtast prinsessurnar Þyrnirós og Mjallhvít á femínískan máta. Í ljóðinu „Einu sinni var …“ ætlaði Þyrnirós „alls ekki að sofna / það var / byrlun“; Mjallhvít „hefði frekar þurft / fyrstu hjálp / en blautar varir / að kúgast yfir“. Ljóðmælandinn var „sjálf … komin með / upp í kok / af kossablautum froskum / sem kölluðu mig /prinsessu // Þegar gert var heyrinkunnugt / að þögn var aldrei / sama / og samþykki“. Nauðganir, sársaukafullar fæðingar, tíðaverkir og ömurlegar karlrembur fylla síður bókarinnar, en líka stuðningur og vinátta. Í ljóðinu „Kaffi“ rekur ljóðmælandinn „úr þér garnirnar … rykki ákveðið / þegar botnlanginn kippist út … vind upp / í snyrtilegan hnykil … og bý þér værðarvoð / til að hjúfra þig í / þar sem þú liggur … Og sefur ekki / Svefni hinna réttlátu“. Hlutverk vinarins er að taka áföll fortíðarinnar og snúa þeim upp í hlýju.

Ljóðin eru flest í þessum femíníska baráttuanda. Stundum finnst manni þó skotið fram hjá, eins og í ljóði sem vísar í nýleg mótmæli íranskra kvenna gegn kúgun klerkastjórnarinnar; hér vakna efasemdir um að ljóðabók um áföll og erfðir á Íslandi sé góður vettvangur fyrir þetta umfjöllunarefni. Þá virka ljóðin sem eru húmorísk eins og ferskur andblær (ljóðið „Brunagat“ hefst á orðunum „Alltaf þegar Johnny Cash / syngur „Ring of fire“ / langar mig / að fá mér að ríða“) og mættu vera fleiri til að brjóta upp framvinduna. Engu að síður er þetta sterk bók höfundar sem veigrar sér ekki að tala fyrir munn margra og segja það sem þarf að heyrast. Strætóskáldin mega taka sér hana til fyrirmyndar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár