Achora Hallgrímskirkja
Föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Einsöngvari Bryndís Guðjónsdóttir . Kór Hallgrímskirkju kórstjóri Steinar Logi Helgason. Stjórnandi Eva Ollikainen. 6. október 2023.
Það var andaktugt að ganga inn í Hallgrímskirkju föstudagseftirmiðdaginn 6. október sl. Kirkjan var svo fallega lýst í bláum lit að það var engu nær en að sjálf María Guðsmóðir svifi um í hvelfingunni með faðminn alltumvefjandi. Andrúmsloftið var friðsælt og einhver hátíðleiki í loftinu. Það er orðið langt síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í kirkjunni en tilefnið að þessu sinni, sem oft áður, var Klais orgelið í kirkjunni, sem notað var í lokaverki tónleikanna ARCHORA eftir Önnu Þorvaldsdóttur en eins og alþjóð veit er engu slíku hljóðfæri fyrir að fara í Eldborg í Hörpu, a.m.k. ekki enn.
Fyrsta verkið á tónleikunum var METACOSMOS, verk sem samið var sem sameiginleg pöntun nokkurra hljómsveita og frumflutt af Fílharmóníusveitinni í New York 2018. Sinfóníuhljómsveit Íslands gjörþekkir verkið, hefur bæði hljóðritað það og lék það alls sjö sinnum á vel heppnaðri tónleikaför um Bretlandseyjar í apríl fyrr á þessu ári undir stjórn Ollikainen. …
Athugasemdir