Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Takk Anna

Tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk fór í Hall­gríms­kirkju að hlusta á verk eft­ir Önnu Þor­valds­dótt­ur og upp­lifði tæra feg­urð.

Takk Anna
Tónleikar

Achora Hall­gríms­kirkja

Niðurstaða:

Föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Einsöngvari Bryndís Guðjónsdóttir . Kór Hallgrímskirkju kórstjóri Steinar Logi Helgason. Stjórnandi Eva Ollikainen. 6. október 2023.

Gefðu umsögn

Það var andaktugt að ganga inn í Hallgrímskirkju föstudagseftirmiðdaginn 6. október sl. Kirkjan var svo fallega lýst í bláum lit að það var engu nær en að sjálf María Guðsmóðir svifi um í hvelfingunni með faðminn alltumvefjandi. Andrúmsloftið var friðsælt og einhver hátíðleiki í loftinu. Það er orðið langt síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í kirkjunni en tilefnið að þessu sinni, sem oft áður, var Klais orgelið í kirkjunni, sem notað var í lokaverki tónleikanna ARCHORA eftir Önnu Þorvaldsdóttur en eins og alþjóð veit er engu slíku hljóðfæri fyrir að fara í Eldborg í Hörpu, a.m.k. ekki enn.

Fyrsta verkið á tónleikunum var METACOSMOS, verk sem samið var sem sameiginleg pöntun nokkurra hljómsveita og frumflutt af Fílharmóníusveitinni í New York 2018. Sinfóníuhljómsveit Íslands gjörþekkir verkið, hefur bæði hljóðritað það og lék það alls sjö sinnum á vel heppnaðri tónleikaför um Bretlandseyjar í apríl fyrr á þessu ári undir stjórn Ollikainen. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár