Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur brátt hægt að lækka vexti

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra við­ur­kenn­ir að vaxta­hækk­an­ir Seðla­banka Ís­lands séu farn­ar að bíta og séu íþyngj­andi fyr­ir stór­an hóp. Hún seg­ir þó vís­bend­ing­ar um að brátt verði mögu­legt að lækka vexti. Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir erf­iða stöðu í efna­hags­mál­um á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Telur brátt hægt að lækka vexti
Vextir „Seðlabankinn tók þá mikilvægu ákvörðun í síðustu viku að hækka ekki vexti, þvert á spár flestra markaðsaðila, með þeim rökstuðningi að undirliggjandi verðbólga, þrátt fyrir nýjustu ársmælingu,“ sagði Katrín. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það eru allar vísbendingar í kringum okkur um að verðbólgan fari nú niður á við og það skapist forsendur fyrir að lækka vexti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún viðurkenndi að vaxtahækkanir síðustu mánaða væru farnar að bíta í og væru íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks. 

Kristrún Frostadóttir, þingkona og formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina hafa beðið átekta síðan verðbólgan fór að láta á sér kræla og að þannig hafi hún kallað hærri vexti yfir bæði heimilin og fyrirtækin í landinu.

„Þess vegna erum við þar sem við erum,“ sagði Kristrún.  „Við höfum bent á að þegar ríkisstjórnin gerir minna til að taka á verðbólgunni þá þarf seðlabankinn að gera meira.“

„Þess vegna erum við þar sem við erum“Kristrún segir ljóst að erfið staða í efnahagsmálum sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ljóst að margir séu í vanda

Katrín sagði í sínu andsvari að ríkisstjórnin hafi gert sitt til að „styðja mjög markvisst við Seðlabankann.“

„Seðlabankinn tók þá mikilvægu ákvörðun í síðustu viku að hækka ekki vexti, þvert á spár flestra markaðsaðila, með þeim rökstuðningi að undirliggjandi verðbólga, þrátt fyrir nýjustu ársmælingu, hafi hjaðnað og vísbendingar séu um að dregið hafi úr tíðni verðhækkana sem séu ekki á jafnbreiðum grunni og áður.“

Kristrún benti aftur á móti á að kaupmáttur hafi rýrnað það sem af er ári.

„Við erum að sjá mjög hraða aukningu á yfirdrætti og við erum líka að sjá merki um að það sé mikið um fyrirframgreiðslu arfs í hagkerfinu okkar í dag. Allt er þetta til marks um að ungt fólk og fólk víða á við vanda að stríða.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ef það væri eitthvað mark á Katrín takandi þá væru ráðandi þættirnir í húsnæðisskorti, vaxtahækkunum og sliku þekktir og viðurkenndir . Engin slík alvöru greining er til og óskhyggjustjórnun ræður... líkan seðlabankans er eitthvað huldudæmi sem virðist erfitt að leggja fram... væntanlega vegna þess að það er svo auðvelt að sanna að vaxtahækkanir hafa takmörkuð áhrif því ráðandi þættirnir í verðbólgu eru ekki einungis fjármagn í umferð... stór hluti lántakenda VERÐUR að taka okurlánin og meðan yfirvöld og markaðurinn geta velt kostnaðinum áfram á neytendur... þá hiksta þeir ekki við það.

    Svo nei... verðbólgan mun ekki lækka nema tekið sé á þeim þáttum sem valda henni... sem er fyrst og fremst vaxtahækkanir. Sorglegi hlutinn er að vaxtalækkanir skila sér lítið til baka... nokkurra prósenta íbúðarverðslækkun hefur öngva þýðingu... því frumorsökin er skortur... og í dag er staðan sú að jafnvel þó 15000 nýjar íbúðir kæmu á markaðinn á morgun... yrði engin breyting... því hækkanirnar ganga takmarkað til baka og launhækkanir ná aldrei í skottið á vítisvélinni.

    Þetta vissu Ásgeir og félagar þegar þeir ræstu hana enn einu sinni af stað. Verðbólga minnkar bara þegar hrun er við hornið... eða ekki einu sinni þá... og málarmyndaraðgerðir mun ekki færa þetta til baka. Þeir stoppa núna af því við erum á bjargbrúninni... ef ekki komin fram af henni.

    Ef ekki fyrir túristann, auknar veiðar og lottóvinninga væri staðan verri...en hvað á að bjarga okkur næst ?

    Fleiri dagraumar eða óskhyggjustjórnun valdfíkla ? Eða kennsla í hvort komi á undan eggið eða hænan ? Að vísu þarf kennarinn að standa yfir liðinu með stóran lurk því eftiráskýringarnar eru vægast sagt skrautlegar.

    Spítalinn er rekinn með hagnaði... því allir sjúklingarnir eru dauðir ? Er það takmarkið ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár