Árið 2019 bauð Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, best í listaverk af veiðiflugu á fjölmennu uppboði á fjáröflunarkvöldi hjá umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Þessi samtök hafa síðastliðin ár fyrst og fremst einbeitt sér að því að berjast gegn laxeldi í opnum sjókvíum á Íslandi og eru þau meðal annars fjármögnuð af hagsmunaaðilum í laxveiði hér á landi. Samtökin stunda því aðallega lobbíisma gegn laxeldi.
Samkoman fór fram á veitingastaðnum Messanum, sem á þeim tíma var staðsettur á Grandanum í Reykjavík, árið 2019. Yfirlýst markmið kvöldsins var að sækja peninga til að stunda þessa baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum. Gunnlaugur Sævar hefur ítrekað verið gestur á þessum fjáröflunarkvöldum og látið til sín taka.
„Ég er algjörlega á móti því að þetta sé undir hatti SFS, algjörlega á móti því“
Árlega halda samtökin fjáraflanir þar sem meðal annars listaverk, eins og …
Athugasemdir