Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fengu bara að sjá börnin sín í gegnum gler

For­eld­ar barna á vöggu­stof­um fengu al­mennt hvorki að halda á börn­un­um sín­um né snerta þau með öðr­um hætti. Um­gengn­in var lít­il sem eng­in og for­eldr­arn­ir sáu börn­in ein­ung­is í gegn­um gler. Tengsl þeirra við börn­in voru rof­in í lang­an tíma og börn­in fengu gjarn­an ekk­ert ann­að í stað­inn.

Fengu bara að sjá börnin sín í gegnum gler
Vöggustofa Börnin voru vanrækt og fengu litla sem enga umgengni við foreldra sína á vöggustofunum. Mynd: Bragi Guðmundsson

Foreldrum barna á Vöggustofunni Hlíðarenda var um tíma almennt meinað að umgangast börn sín á meðan þau voru á vöggustofunni. Þannig var þeim bannað að halda á börnunum eða snerta þeim með öðrum hætti, sama af hvaða ástæðum börnin voru á vöggustofunni. 

Ástæðurnar fyrir því voru fjölþættar en gjarnan voru börn vistuð á vöggustofum í Reykjavík á árunum 1949 til 1973 vegna fátæktar foreldra, húsnæðisvanda eða skorts á dagvistunarúrræðum. Í mörgum tilvikum var þó engin ástæða skráð. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndar sem skipuð var til þess að rannsókna starfsemi vöggustofa. 1.083 börn voru vistuð á vöggustofunum sem til rannsóknar voru á þessu tímabili. 

Takmörkuð umgengni foreldra og barna sem voru á vöggustofunum leiddi til þess að tengsl þeirra voru að miklu leyti rofin, oft á mjög löngum tímabilum. Nefndin telur að um hafi verið að ræða illa meðferð á börnum. 

„Mikilvægi persónulegra tengsla barns við foreldra, eftir atvikum aðra umönnunaraðila, á fyrstu þremur árum ævinnar var vel þekkt meðal fagfólks í málefnum barna á þeim tíma sem vöggustofurnar störfuðu,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Sama gildir um þann skaða sem skortur á slíkum tengslum gat haft á þroska barns til framtíðar.“

Hefðu getað dregið úr áhrifunum en gerðu það ekki

Nefndin telur að hægt hefði verið að draga úr skaðlegu áhrifunum sem urðu af tengslarofi barns og foreldris með því að stuðla að sterkum og góðum félagslegum tengslum barnsins við þau sem önnuðust það á vöggustofunni. 

„Með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um fjölda starfsmanna, fyrirkomulag vaktaskipta og þess annríkis í störfum sem allir fyrrverandi starfsmenn greindu frá telur nefndin hins vegar afar ólíklegt að starfsfólk vöggustofurnar hafi verið í aðstöðu til að veita börnunum persónulega umönnun sem gat einhverju marki vegið upp á móti því áfalli sem hlaust af því að tengsl við foreldri voru alfarið rofin,“ segir í skýrslunni. 

Þegar börnin sneru aftur til foreldra sinna eftir vistun á vöggustofunni á Hlíðarenda voru þau, að sögn mæðra þeirra, oft eftir á í þroska. 

Í skýrslunni er sögð svipuð saga af Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, þó ekki sé alveg skýrt hvort foreldrar hafi einungis fengið að sjá börnin sín í gegnum gler þar eða hvort þeir hafi fengið eitthvað meiri umgengni við börnin sín. Slík umgengni virðist hafa aukist eftir að Ragnheiður Jónsdóttir tók við starfi forstöðukonu í maí árið 1967. Starfsmenn sögðu nefndinni að þá hefðu foreldrar mátt vera með börn sín í fanginu í heimsóknum. Fyrir þann tíma virðist börnunum almennt hafa verið meinað að umgangast börn sín.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár