Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fengu bara að sjá börnin sín í gegnum gler

For­eld­ar barna á vöggu­stof­um fengu al­mennt hvorki að halda á börn­un­um sín­um né snerta þau með öðr­um hætti. Um­gengn­in var lít­il sem eng­in og for­eldr­arn­ir sáu börn­in ein­ung­is í gegn­um gler. Tengsl þeirra við börn­in voru rof­in í lang­an tíma og börn­in fengu gjarn­an ekk­ert ann­að í stað­inn.

Fengu bara að sjá börnin sín í gegnum gler
Vöggustofa Börnin voru vanrækt og fengu litla sem enga umgengni við foreldra sína á vöggustofunum. Mynd: Bragi Guðmundsson

Foreldrum barna á Vöggustofunni Hlíðarenda var um tíma almennt meinað að umgangast börn sín á meðan þau voru á vöggustofunni. Þannig var þeim bannað að halda á börnunum eða snerta þeim með öðrum hætti, sama af hvaða ástæðum börnin voru á vöggustofunni. 

Ástæðurnar fyrir því voru fjölþættar en gjarnan voru börn vistuð á vöggustofum í Reykjavík á árunum 1949 til 1973 vegna fátæktar foreldra, húsnæðisvanda eða skorts á dagvistunarúrræðum. Í mörgum tilvikum var þó engin ástæða skráð. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndar sem skipuð var til þess að rannsókna starfsemi vöggustofa. 1.083 börn voru vistuð á vöggustofunum sem til rannsóknar voru á þessu tímabili. 

Takmörkuð umgengni foreldra og barna sem voru á vöggustofunum leiddi til þess að tengsl þeirra voru að miklu leyti rofin, oft á mjög löngum tímabilum. Nefndin telur að um hafi verið að ræða illa meðferð á börnum. 

„Mikilvægi persónulegra tengsla barns við foreldra, eftir atvikum aðra umönnunaraðila, á fyrstu þremur árum ævinnar var vel þekkt meðal fagfólks í málefnum barna á þeim tíma sem vöggustofurnar störfuðu,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Sama gildir um þann skaða sem skortur á slíkum tengslum gat haft á þroska barns til framtíðar.“

Hefðu getað dregið úr áhrifunum en gerðu það ekki

Nefndin telur að hægt hefði verið að draga úr skaðlegu áhrifunum sem urðu af tengslarofi barns og foreldris með því að stuðla að sterkum og góðum félagslegum tengslum barnsins við þau sem önnuðust það á vöggustofunni. 

„Með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um fjölda starfsmanna, fyrirkomulag vaktaskipta og þess annríkis í störfum sem allir fyrrverandi starfsmenn greindu frá telur nefndin hins vegar afar ólíklegt að starfsfólk vöggustofurnar hafi verið í aðstöðu til að veita börnunum persónulega umönnun sem gat einhverju marki vegið upp á móti því áfalli sem hlaust af því að tengsl við foreldri voru alfarið rofin,“ segir í skýrslunni. 

Þegar börnin sneru aftur til foreldra sinna eftir vistun á vöggustofunni á Hlíðarenda voru þau, að sögn mæðra þeirra, oft eftir á í þroska. 

Í skýrslunni er sögð svipuð saga af Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, þó ekki sé alveg skýrt hvort foreldrar hafi einungis fengið að sjá börnin sín í gegnum gler þar eða hvort þeir hafi fengið eitthvað meiri umgengni við börnin sín. Slík umgengni virðist hafa aukist eftir að Ragnheiður Jónsdóttir tók við starfi forstöðukonu í maí árið 1967. Starfsmenn sögðu nefndinni að þá hefðu foreldrar mátt vera með börn sín í fanginu í heimsóknum. Fyrir þann tíma virðist börnunum almennt hafa verið meinað að umgangast börn sín.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu