Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fengu bara að sjá börnin sín í gegnum gler

For­eld­ar barna á vöggu­stof­um fengu al­mennt hvorki að halda á börn­un­um sín­um né snerta þau með öðr­um hætti. Um­gengn­in var lít­il sem eng­in og for­eldr­arn­ir sáu börn­in ein­ung­is í gegn­um gler. Tengsl þeirra við börn­in voru rof­in í lang­an tíma og börn­in fengu gjarn­an ekk­ert ann­að í stað­inn.

Fengu bara að sjá börnin sín í gegnum gler
Vöggustofa Börnin voru vanrækt og fengu litla sem enga umgengni við foreldra sína á vöggustofunum. Mynd: Bragi Guðmundsson

Foreldrum barna á Vöggustofunni Hlíðarenda var um tíma almennt meinað að umgangast börn sín á meðan þau voru á vöggustofunni. Þannig var þeim bannað að halda á börnunum eða snerta þeim með öðrum hætti, sama af hvaða ástæðum börnin voru á vöggustofunni. 

Ástæðurnar fyrir því voru fjölþættar en gjarnan voru börn vistuð á vöggustofum í Reykjavík á árunum 1949 til 1973 vegna fátæktar foreldra, húsnæðisvanda eða skorts á dagvistunarúrræðum. Í mörgum tilvikum var þó engin ástæða skráð. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndar sem skipuð var til þess að rannsókna starfsemi vöggustofa. 1.083 börn voru vistuð á vöggustofunum sem til rannsóknar voru á þessu tímabili. 

Takmörkuð umgengni foreldra og barna sem voru á vöggustofunum leiddi til þess að tengsl þeirra voru að miklu leyti rofin, oft á mjög löngum tímabilum. Nefndin telur að um hafi verið að ræða illa meðferð á börnum. 

„Mikilvægi persónulegra tengsla barns við foreldra, eftir atvikum aðra umönnunaraðila, á fyrstu þremur árum ævinnar var vel þekkt meðal fagfólks í málefnum barna á þeim tíma sem vöggustofurnar störfuðu,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Sama gildir um þann skaða sem skortur á slíkum tengslum gat haft á þroska barns til framtíðar.“

Hefðu getað dregið úr áhrifunum en gerðu það ekki

Nefndin telur að hægt hefði verið að draga úr skaðlegu áhrifunum sem urðu af tengslarofi barns og foreldris með því að stuðla að sterkum og góðum félagslegum tengslum barnsins við þau sem önnuðust það á vöggustofunni. 

„Með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um fjölda starfsmanna, fyrirkomulag vaktaskipta og þess annríkis í störfum sem allir fyrrverandi starfsmenn greindu frá telur nefndin hins vegar afar ólíklegt að starfsfólk vöggustofurnar hafi verið í aðstöðu til að veita börnunum persónulega umönnun sem gat einhverju marki vegið upp á móti því áfalli sem hlaust af því að tengsl við foreldri voru alfarið rofin,“ segir í skýrslunni. 

Þegar börnin sneru aftur til foreldra sinna eftir vistun á vöggustofunni á Hlíðarenda voru þau, að sögn mæðra þeirra, oft eftir á í þroska. 

Í skýrslunni er sögð svipuð saga af Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, þó ekki sé alveg skýrt hvort foreldrar hafi einungis fengið að sjá börnin sín í gegnum gler þar eða hvort þeir hafi fengið eitthvað meiri umgengni við börnin sín. Slík umgengni virðist hafa aukist eftir að Ragnheiður Jónsdóttir tók við starfi forstöðukonu í maí árið 1967. Starfsmenn sögðu nefndinni að þá hefðu foreldrar mátt vera með börn sín í fanginu í heimsóknum. Fyrir þann tíma virðist börnunum almennt hafa verið meinað að umgangast börn sín.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár