„Það er svo ömurlegt að sjá hvernig þessir menn hafa verið hlunnfarnir og svo algjörlega skildir eftir einir og afskiptir,“ segir Norman Tjombe, lögmaður 23 fyrrverandi skipverja Samherjatogarans Heinaste, sem beðið hafa í tvö ár eftir því að fá greiddar bætur sem þeim voru dæmdar vegna ólöglegrar uppsagnar fyrir að verða fimm árum síðan.
Þrátt fyrir yfirlýst loforð og heitstrengingar forstjóra Samherja, þegar fyrirtækið dró sig út úr úrgerð í Namibíu árið 2020, skuldar það mönnunum enn milljónir króna. Eftir að lögmaður sjómannanna stefndi Samherja og stjórnenda þess persónulega vegna skuldarinnar fyrir viku, segist hann hafa fengið símtal frá lögmanni Samherja, sem hafi sagt fyrirtækinu ókunnugt um málið. Það segir Norman að standist enga skoðun.
„Borgið það sem þið skuldið þessum mönnum,“ segir lögmaður mannannna að séu skilaboð hans til Samherja. „Peningarnir sem þið skuldið þessum mönnum skipta ykkur litlu …
Athugasemdir (1)