Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð

Ný­lið­inn sept­em­ber sló öll met. Á heimsvísu var hann hálfri gráðu heit­ari en sá sem áð­ur hafði mælst heit­ast­ur. Slík hækk­un milli met­mán­aða er án for­dæma. Júlí, ág­úst og sept­em­ber í ár hafa all­ir reynst þeir heit­ustu frá upp­hafi mæl­inga.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð
Hitabylgja Hollendingar flykktust á ströndina í september er hitabylgja gekk yfir. Mynd: AFP

Heitasti september frá upphafi mælinga. Heitasti ágúst frá upphafi mælinga. Heitasti júlí frá upphafi mælinga. Þrjá mánuði í röð hafa hitamet verið slegin. Þessi staðreynd veldur mörgum vísindamönnum óhug, ekki síst sú að september í ár var 0,5 gráðum hlýrri en sá sem áður hafði mælst heitastur í sögunni. Og slíkt hefur ekki áður sést í mælingum á hitastigi á Jörðinni. Gróðureldar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn tíðir á norðurhveli jarðar og síðustu mánuði. Og eldatíðinni er ekki lokið því enn á ný er nú barist við gróðurelda á Tenerife.

Í samantekt The Guardian á hitametum síðustu mánaða segir að nýliðinn september hafi verið 1,8 gráðum heitari en meðalhiti sama mánaðar fyrir iðnbyltingu samkvæmt rannsókn evrópskra og japanskra vísindamanna.

Losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast og er helsti drifkraftur hitanna nú en að auki hefur veðurfyrirbærið El Nino tekið við af La Nina í Kyrrahafinu. Líkt og gerist reglulega við þessi umskipti þýðir myndun El Nino að mikil varmalosun verður úr hafinu. Andrúmsloftið hlýnar þá enn frekar og telja vísindamenn nær óhætt að fullyrða að árið 2023 verði það heitasta frá upphafi mælinga en vara við að árið 2024 gæti orðið enn heitara enda reynslan sýnt að áhrif El Nino koma mest fram árið eftir að fyrirbærið myndast.

Út úr öllu korti

„September var, samkvæmt mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamanns, algjörlega galið,“ segir Zeke Hausfather, sem starfar að öflun gagna um veðurfar við Berkeley-háskóla.

„Ég er enn að reyna að ná utan um þá staðreynd hversu mikið hiti getur hækkað eitt árið miðað við þau fyrri,“ segir Mika Rantanen, loftslagssérfræðingur við finnsku veðurstofuna. Og fleiri vísindamenn hafa lýst undrun sinni. Ed Hawkins, sem starfar við háskólann í Reading, segir að hitastig síðustu mánaða hafi verið „með ólíkindum“.

Ef fram heldur sem horfir stefnir allt í að árið 2023 verði 1,4 gráðum heitara en árin fyrir iðnbyltingu að meðaltali.

Það er hins vegar ekki aðeins á norðurhveli jarðar sem hitinn hefur verið óvenjulega hár miðað við árstíma. September hefur líka slegið öll met í Ástralíu þar sem hann er vormánuður. Þar var 3-5 gráðum heitara á mörgum stöðum en nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár