Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara

Isaac Rodrígu­ez átti erfitt upp­drátt­ar í Venesúela. Hann er sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur og seg­ir rétt­indi hinseg­in fólks gleymd í heima­land­inu. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni Isaacs um vernd hér á landi. Það hef­ur hún gert í 550 öðr­um mál­um sem flest bíða nú fyr­ir­töku kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara
Regnboginn „Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði Isaac Rodríguez. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mætti ég fá að segja nokkur orð um stöðu hinsegin fólks í Venesúela?“ það var mjúkróma kurteis maður sem ávarpaði mig. Hann hafði séð hljóðnema Heimildarinnar á lofti á mótmælum Venesúelabúa fyrir framan Hallgrímskirkju og vildi vekja athygli á því að það væri ekki bara skortur á mat og viðeigandi heilbrigðisþjónustu og há glæpatíðni sem legðist þungt á fólk í Venesúela. Það væri til fólk eins og hann – samkynhneigt fólk, tvíkynhneigt fólk, trans fólk; allur regnboginn – í Venesúela. Og staða þess væri mjög aum. 

„Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði maðurinn. Hann heitir Isaac Rodríguez og er samkynhneigður. 

„Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“
Isaac Rodríguez

Í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála segir að þrátt fyrir að stjórnarskrá Venesúela leggi bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar verði hinsegin fólk fyrir mismunun á atvinnu- og leigumarkaði og í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jafnframt veigri fólk sem verður fyrir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar sér við því að leita sér aðstoðar vegna vantrausts í garð lögregluyfirvalda.

„Við höfum engin réttindi. Við getum ekki gift okkur, við getum ekki lifað lífinu sem við viljum,“ sagði Isaac um stöðu hinsegin fólks í Venesúela.

„Við erum til, við erum hér og við viljum bara fá að vera við í okkar sönnu litum.“

Á Íslandi hefur hann fengið að taka virkan þátt í hinsegin samfélaginu. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“ sagði Isaac. 

Hann kom hingað til lands fyrir þremur mánuðum síðan og hefur honum þegar verið neitað um vernd. 

Isaac RodríguezKom hingað fyrir þremur mánuðum og hefur verið neitað um vernd.

Málið hans bíður nú kærunefndar útlendingamála en nefndin sagði í síðustu viku að ástandið í Venesúela hefði batnað og því væri verjanlegt að senda fólk þangað aftur. 

Isaac sagði það ekki rétt, hann hafði sjálfur bara yfirgefið landið sitt fyrir nokkrum mánuðum og staðan var þá mjög slæm hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mat, svo ekki sé minnst á fjölda glæpa og aðgerðir stjórnvalda gegn borgurum sínum. 

Blaðamenn sem hurfu mánuðum saman

Isaac starfaði sem blaðamaður í Venesúela og sagði ritskoðunina í Venesúela verulega sem og afskipti stjórnvalda af fjölmiðlum. 

„Ég á vini sem hafa verið pyntaðir, horfið mánuðum saman bara vegna þess að þau reyndu að fordæma harkalega meðferð og pyndingar sem eru enn í gangi,“ sagði Isaac. „Að segja að Venesúela sé öruggur staður – mér finnst það vera langt frá raunveruleikanum.“

Óháð nefnd á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst nýverið að því að alvarleg mannréttindabrot gegn raunverulegum og ætluðum andstæðingum ríkisstjórnarinnar í Venesúela á síðastliðnu ári hafi meðal annars beinst að blaðamönnum og baráttufólki fyrir mannréttindum.

Yaniser Silano„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur,“ sagði Yaniser.Heimildin / Davíð Þór

Tannlæknir sem vill að tölvunarfræðingur fái að vera

Mótmælin við Hallgrímskirkju voru haldin á miðvikudag og komu þar saman um 50 Venesúelabúar, vinir þeirra, íslenskukennarar og samstarfsfólk. 

Yaniser Silano var ein þeirra venesúelsku ríkisborgara sem mættu á mótmælin. Hún sagði mér sína sögu á íslensku, tungumáli sem hún talar reiprennandi. Hún hefur verið hér í fimm ár ásamt móður sinni og unnið sem tanntæknir, en hún er menntaður tannlæknir. Hún mætti á mótmælin fyrir bróður sinn sem er 26 ára gamall og er að sækja hér um hæli. Hann er tölvunarfræðingur og hefur fengið neitun frá Útlendingastofnun. Mál hans er í kæruferli hjá kærunefnd útlendingamála. 

„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur. Það var svo erfitt að búa [í Venesúela],“ sagði Yaniser um venesúelsk stjórnvöld.

„Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“
Yaniser Silano
tannlæknir sem býr hér og vill að bróðir hennar fái að gera það líka

Yaniser, eins og hver einasti Venesúelabúi sem Heimildin ræddi við, segir það af og frá að ástandið í Venesúela fari batnandi.

„Ég á enn fjölskyldu þar og þau segja mér að það sé ekki betra, það sé bara verra,“ sagði Yaniser sem hefur miklar áhyggjur af bróður sínum.

„Það er svo erfitt að sjá fjölskylduna þína fara svona langt í burtu. Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“

Þar sem Útlendingastofnun er hætt að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í landinu mun kærunefndin þurfa að fara í gegnum hverja einustu kæru frá Venesúelabúum. Neitanir Útlendingastofnunar sem Venesúelabúar hafa kært hlaupa á hundruðum en félagsmálaráðherra sagði við fjölmiðla á dögunum að úrskurðir kærunefndarinnar sem segja verjanlegt að senda fólk aftur til Venesúela líklega vera fordæmisgefandi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár