Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara

Isaac Rodrígu­ez átti erfitt upp­drátt­ar í Venesúela. Hann er sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur og seg­ir rétt­indi hinseg­in fólks gleymd í heima­land­inu. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni Isaacs um vernd hér á landi. Það hef­ur hún gert í 550 öðr­um mál­um sem flest bíða nú fyr­ir­töku kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara
Regnboginn „Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði Isaac Rodríguez. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mætti ég fá að segja nokkur orð um stöðu hinsegin fólks í Venesúela?“ það var mjúkróma kurteis maður sem ávarpaði mig. Hann hafði séð hljóðnema Heimildarinnar á lofti á mótmælum Venesúelabúa fyrir framan Hallgrímskirkju og vildi vekja athygli á því að það væri ekki bara skortur á mat og viðeigandi heilbrigðisþjónustu og há glæpatíðni sem legðist þungt á fólk í Venesúela. Það væri til fólk eins og hann – samkynhneigt fólk, tvíkynhneigt fólk, trans fólk; allur regnboginn – í Venesúela. Og staða þess væri mjög aum. 

„Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði maðurinn. Hann heitir Isaac Rodríguez og er samkynhneigður. 

„Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“
Isaac Rodríguez

Í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála segir að þrátt fyrir að stjórnarskrá Venesúela leggi bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar verði hinsegin fólk fyrir mismunun á atvinnu- og leigumarkaði og í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jafnframt veigri fólk sem verður fyrir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar sér við því að leita sér aðstoðar vegna vantrausts í garð lögregluyfirvalda.

„Við höfum engin réttindi. Við getum ekki gift okkur, við getum ekki lifað lífinu sem við viljum,“ sagði Isaac um stöðu hinsegin fólks í Venesúela.

„Við erum til, við erum hér og við viljum bara fá að vera við í okkar sönnu litum.“

Á Íslandi hefur hann fengið að taka virkan þátt í hinsegin samfélaginu. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“ sagði Isaac. 

Hann kom hingað til lands fyrir þremur mánuðum síðan og hefur honum þegar verið neitað um vernd. 

Isaac RodríguezKom hingað fyrir þremur mánuðum og hefur verið neitað um vernd.

Málið hans bíður nú kærunefndar útlendingamála en nefndin sagði í síðustu viku að ástandið í Venesúela hefði batnað og því væri verjanlegt að senda fólk þangað aftur. 

Isaac sagði það ekki rétt, hann hafði sjálfur bara yfirgefið landið sitt fyrir nokkrum mánuðum og staðan var þá mjög slæm hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mat, svo ekki sé minnst á fjölda glæpa og aðgerðir stjórnvalda gegn borgurum sínum. 

Blaðamenn sem hurfu mánuðum saman

Isaac starfaði sem blaðamaður í Venesúela og sagði ritskoðunina í Venesúela verulega sem og afskipti stjórnvalda af fjölmiðlum. 

„Ég á vini sem hafa verið pyntaðir, horfið mánuðum saman bara vegna þess að þau reyndu að fordæma harkalega meðferð og pyndingar sem eru enn í gangi,“ sagði Isaac. „Að segja að Venesúela sé öruggur staður – mér finnst það vera langt frá raunveruleikanum.“

Óháð nefnd á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst nýverið að því að alvarleg mannréttindabrot gegn raunverulegum og ætluðum andstæðingum ríkisstjórnarinnar í Venesúela á síðastliðnu ári hafi meðal annars beinst að blaðamönnum og baráttufólki fyrir mannréttindum.

Yaniser Silano„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur,“ sagði Yaniser.Heimildin / Davíð Þór

Tannlæknir sem vill að tölvunarfræðingur fái að vera

Mótmælin við Hallgrímskirkju voru haldin á miðvikudag og komu þar saman um 50 Venesúelabúar, vinir þeirra, íslenskukennarar og samstarfsfólk. 

Yaniser Silano var ein þeirra venesúelsku ríkisborgara sem mættu á mótmælin. Hún sagði mér sína sögu á íslensku, tungumáli sem hún talar reiprennandi. Hún hefur verið hér í fimm ár ásamt móður sinni og unnið sem tanntæknir, en hún er menntaður tannlæknir. Hún mætti á mótmælin fyrir bróður sinn sem er 26 ára gamall og er að sækja hér um hæli. Hann er tölvunarfræðingur og hefur fengið neitun frá Útlendingastofnun. Mál hans er í kæruferli hjá kærunefnd útlendingamála. 

„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur. Það var svo erfitt að búa [í Venesúela],“ sagði Yaniser um venesúelsk stjórnvöld.

„Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“
Yaniser Silano
tannlæknir sem býr hér og vill að bróðir hennar fái að gera það líka

Yaniser, eins og hver einasti Venesúelabúi sem Heimildin ræddi við, segir það af og frá að ástandið í Venesúela fari batnandi.

„Ég á enn fjölskyldu þar og þau segja mér að það sé ekki betra, það sé bara verra,“ sagði Yaniser sem hefur miklar áhyggjur af bróður sínum.

„Það er svo erfitt að sjá fjölskylduna þína fara svona langt í burtu. Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“

Þar sem Útlendingastofnun er hætt að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í landinu mun kærunefndin þurfa að fara í gegnum hverja einustu kæru frá Venesúelabúum. Neitanir Útlendingastofnunar sem Venesúelabúar hafa kært hlaupa á hundruðum en félagsmálaráðherra sagði við fjölmiðla á dögunum að úrskurðir kærunefndarinnar sem segja verjanlegt að senda fólk aftur til Venesúela líklega vera fordæmisgefandi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Trúnaðartraust“ á milli íslenskra og venesúelskra stjórnvalda
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Trún­að­ar­traust“ á milli ís­lenskra og venesú­elskra stjórn­valda

Ís­lensk út­lend­inga­yf­ir­völd neita að op­in­bera sam­skipti sín og venesú­elskra stjórn­valda í að­drag­anda leiguflugs frá Ís­landi til Caracas sem end­aði með því að far­þeg­arn­ir voru flutt­ir í sól­ar­hrings varð­hald. „Trún­að­ar­traust“ á milli ríkj­anna myndi glat­ast við slíka op­in­ber­un, segja ís­lensku yf­ir­völd­in.

Mest lesið

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
2
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
5
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
6
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár