Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Engin stýrivaxtahækkun – Vextir áfram 9,25 prósent

Það varð ekki að fimmtándu stýri­vaxta­hækk­un­inni í röð. Í fyrsta sinn síð­an á vor­mán­uð­um 2021 ákvað Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands að hækka ekki vexti.

Engin stýrivaxtahækkun – Vextir áfram 9,25 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og þeir verða því áfram 9,25 prósent. Fyrir vaxtaákvörðun nefndarinnar í morgun hafði hún hækkað vexti fjórtán sinnum í röð. Stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009, eða í næstum 14 ár. 

Ákvörðun nefndarinnar var í andstöðu við spá greiningaraðila bankanna, sem höfðu spáð 0,25 til 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun. 

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar, þar sem hún rökstyður ákvörðun sína, segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi, sem fram fór í ágúst. Verðbólga hafi aukist á ný og mældist átta prósent í september. Verðbólga án húsnæðis hafi einnig aukist en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. „Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða.“

Það hafi einnig hægt á vexti efnahagsumsvifa. Það sjáist á því að hagvöxtur hafi verið 5,8 prósent á fyrri hluta ársins 2023 en var ríflega sjö prósent í fyrra. Auk þess séu til staðar vísbendingar um að það hafi hægt enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. „Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli.“

Á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Sá fundur fer fram 22. nóvember næstkomandi.

Vaxtagreiðslur aukist um 62 prósent milli ára

Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast svona háir í janúar 2010, rúmlega einu  ári eftir bankahrunið. 

Nefndin hækkaði síðast vexti í ágúst, þá um 0,5 prósentustig, og alls hafa þeir hækkað um, 3,25 prósentustig frá áramótum. Ástæða þessa er einföld: verðbólga hefur verið gríðarhá í lengri tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið hækkaðir skarpt til að berjast við hana.

Hækkanirnar, sem eru til þess gerðar að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, hafa mikil áhrif á lánakjör margra íslenskra heimila. Þannig borguðu þau um 58,8 milljarða króna í vaxtagjöld á fyrri hluta árs 2023. Á sama tímabili í fyrra greiddu þau 36,3 milljarða króna. Þar skeikar 22,5 milljörðum króna sem heimili landsins hafa þurft að reiða fram í vexti af lánum sem þau hafa tekið sem þau þurftu ekki að greiða á fyrri hluta árs í fyrra, en vextir á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum hjá bönkum eru nú í kringum ellefu prósent. 

Þessar miklu hækkanir á vaxtagjöldum – 62 prósent á milli ára –er lykilbreyta í þvík að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann dróst saman um 5,2 prósent á öðrum ársfjórðungi ársins 2023, þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi hækkað umtalsvert. Það þýðir að hann hefur lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samkvæmt endurskoðum tölum Hagstofunnar. Kaupmátturinn hefur ekki lækkað svona mikið innan ársfjórðungs síðan undir lok árs 2010, þegar hann lækkaði um sjö prósent.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár