Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Engin stýrivaxtahækkun – Vextir áfram 9,25 prósent

Það varð ekki að fimmtándu stýri­vaxta­hækk­un­inni í röð. Í fyrsta sinn síð­an á vor­mán­uð­um 2021 ákvað Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands að hækka ekki vexti.

Engin stýrivaxtahækkun – Vextir áfram 9,25 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og þeir verða því áfram 9,25 prósent. Fyrir vaxtaákvörðun nefndarinnar í morgun hafði hún hækkað vexti fjórtán sinnum í röð. Stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009, eða í næstum 14 ár. 

Ákvörðun nefndarinnar var í andstöðu við spá greiningaraðila bankanna, sem höfðu spáð 0,25 til 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun. 

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar, þar sem hún rökstyður ákvörðun sína, segir að á heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi, sem fram fór í ágúst. Verðbólga hafi aukist á ný og mældist átta prósent í september. Verðbólga án húsnæðis hafi einnig aukist en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega. „Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða.“

Það hafi einnig hægt á vexti efnahagsumsvifa. Það sjáist á því að hagvöxtur hafi verið 5,8 prósent á fyrri hluta ársins 2023 en var ríflega sjö prósent í fyrra. Auk þess séu til staðar vísbendingar um að það hafi hægt enn frekar á eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins. „Aftur á móti er enn nokkur spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hins vegar hækkað það sem af er ári og áhrif vaxtahækkana bankans eru farin að koma fram í meira mæli.“

Á þessum tímapunkti sé nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Sá fundur fer fram 22. nóvember næstkomandi.

Vaxtagreiðslur aukist um 62 prósent milli ára

Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast svona háir í janúar 2010, rúmlega einu  ári eftir bankahrunið. 

Nefndin hækkaði síðast vexti í ágúst, þá um 0,5 prósentustig, og alls hafa þeir hækkað um, 3,25 prósentustig frá áramótum. Ástæða þessa er einföld: verðbólga hefur verið gríðarhá í lengri tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið hækkaðir skarpt til að berjast við hana.

Hækkanirnar, sem eru til þess gerðar að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, hafa mikil áhrif á lánakjör margra íslenskra heimila. Þannig borguðu þau um 58,8 milljarða króna í vaxtagjöld á fyrri hluta árs 2023. Á sama tímabili í fyrra greiddu þau 36,3 milljarða króna. Þar skeikar 22,5 milljörðum króna sem heimili landsins hafa þurft að reiða fram í vexti af lánum sem þau hafa tekið sem þau þurftu ekki að greiða á fyrri hluta árs í fyrra, en vextir á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum hjá bönkum eru nú í kringum ellefu prósent. 

Þessar miklu hækkanir á vaxtagjöldum – 62 prósent á milli ára –er lykilbreyta í þvík að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann dróst saman um 5,2 prósent á öðrum ársfjórðungi ársins 2023, þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi hækkað umtalsvert. Það þýðir að hann hefur lækkað fjóra ársfjórðunga í röð samkvæmt endurskoðum tölum Hagstofunnar. Kaupmátturinn hefur ekki lækkað svona mikið innan ársfjórðungs síðan undir lok árs 2010, þegar hann lækkaði um sjö prósent.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár