Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þeir sem eiga innstæður hafa aukið vaxtatekjur um 60 prósent á einu ári

Eigna­tekj­ur heim­ila hafa aldrei ver­ið hærri krónu­tala en þær voru á öðr­um árs­fjórð­ungi 2023. Það borg­ar sig vel að eiga sparn­að á bók í verð­bólgu­ástandi eins og nú rík­ir. Næst­um helm­ing­ur allra inn­lána er í eigu þeirra tíu pró­senta sem hafa hæstu tekj­urn­ar.

Þeir sem eiga innstæður hafa aukið vaxtatekjur um 60 prósent á einu ári
Bankaútibú Það þarf að leita aftur til tímans fyrir bankahrun til að finna álíka hækkun á vaxtatekjum vegna innstæðna, sem geymdar eru í banka, á einu ári.

Eignatekjur heimila landsins voru 81 milljarður króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2023. Það er 31 prósent meira en þeir sem þéna tekjur af eignum sínum höfðu í slíkar á sama ársfjórðungi í fyrra. Helsta ástæðan fyrir því var rúmlega 60 prósent aukning á vaxtatekjum sem skýrast af auknu vaxtastigi, en stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu úr því að vera 2,75 prósent í byrjun annars ársfjórðungs í fyrra og í 8,75 prósent í lok sama ársfjórðungs í ár. 

Þetta má lesa út úr tekjuskiptingaruppgjöri heimila landsins sem Hagstofa Íslands birti í vikunni. Eignatekjur hafa aldrei verið hærri krónutala en þær voru á þriggja mánaða tímabilinu sem hófst í byrjun apríl og lauk í lok júní síðastliðins. 

 Þeir sem eru með hæstu tekjurnar eiga mest af innlánum

Eignatekjur eru, líkt og nafni gefur til kynna, tekjur sem heimilin hafa af eignum sínum. Þar er um að ræða vexti, arð, söluhagnað og leigutekjur. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Næst­um helm­ing­ur allra inn­lána er í eigu þeirra tíu pró­senta sem hafa hæstu tekj­urn­ar."

    Þetta eru þau sem seðlabankafólk segist vera að hvetja til að "spara" með því að hækka vexti. Þ.e.a.s. fólk sem hefur nægar tekjur til að leggja til hliðar í sparnað og hagnast nú gríðarlega á kostnað þeirra sem hafa ekki getað byggt upp sparnað heldur þurft að fjármagna húsnæðiskaup með lántöku eða eru föst á leigumarkaði með enga útgönguleið þaðan.

    Enginn í seðlabankanum virðist hafa neinar áhyggjur af þeim auknu fjármagnstekjum sem þetta annars upp til hópa ágæta fólk fær nú í bílförmum og getur notað til að fjármagna aukna einkaneyslu sína með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.

    Nei, samkvæmt kenningum seðlabankans eru það bara auknar launatekjur sem geta valdið verðbólgu en ekki auknar fjármagnstekjur... (takið smá stund til að láta það sökkva inn).
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár