Hipsumhaps er Fannar Ingi Friðþjófsson og það fólk sem hann tekur með sér í það og það skiptið. Hipsumhapsið kom inn með öryggi þegar fyrst heyrðist í því. Lagið „Lífið sem mig langar í“ sló í gegn enda auðvelt að tengja við bæði lag og texta um einfalt líf og kapítalískar grunnþarfir. Fannar sló með laginu tón sem hefur ómað í verkum hans síðan og ekki síst á þessari glænýju plötu (vínylplata og streymi), þar sem jarðbundnar lífsspekipælingar og ástarhjal eru í aðalhlutverki í bland við dannað og, að mestu leyti, þægilegt vellíðunar-snekkjupopp.
Ferskar gulrætur
Í textum sínum er Fannar að uppskera af sama akri og menn eins og Magnús Eiríksson og Svavar Pétur (Prinspóló) hafa áður tekið upp ferskar íslenskar gulrætur. Hér er fjallað um hversdagsleikann í allri sinni dýrð (rýrð?). Atli Bollason stígur úr Sprengjuhöllinni og leggur hönd á textaplóg og það er sennilegt að sumt sé beint …
Athugasemdir