Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda

Hags­muna­gæsla fólks sem hing­að kem­ur í leit að al­þjóð­legri vernd verð­ur frá og með byrj­un maí hjá ein­stök­um lög­fræð­ing­um en ekki Rauða kross­in­um eins og ver­ið hef­ur. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um.

„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fara þá leið að bjóða „hæfum aðilum“, líkt og það er orðað í auglýsingu Útlendingastofnunar, að skila inn umsóknum til að sinna hlutverki talsmanna þeirra sem hingað leita alþjóðlegrar verndar. Talsmannaþjónustan var áður á hendi Rauða kross Íslands samkvæmt samningi við ráðuneytið og Útlendingastofnun, samningi sem undirritaður var í kjölfar útboðs, en sá samningur var ekki endurnýjaður og aðeins framlengdur um tvo mánuði og rennur því út í lok næsta mánaðar.

16.500 kr. á tímann

Lögfræðingar, hvort sem þeir starfa sjálfstætt eða á lögmannsstofum geta sótt um og er greitt samkvæmt fyrirfram ákveðinni verðskrá úr ríkissjóði, 16.500 krónur fyrir hverja „byrjaða klukkustund“, líkt og segir í auglýsingunni, að viðbættum virðisaukaskatti. Hámarksfjöldi tíma er áætlaður í hvert mál. Sem dæmi þá er forgangsmeðferð fullorðins einstaklings hjá Útlendingastofnun áætluð sjö klukkustundir og efnismeðferð fimmtán klukkustundir. Ef um fylgdarlaust barn er að ræða eru áætlaðir fimmtán klukkutímar fyrir forgangsmeðferð og jafn margir tímar fyrir efnismeðferð.

[links]Samkvæmt útlendingalögum ber Útlendingastofnun að tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd talsmann við meðferð máls hjá stjórnvöldum. Talsmaður er sá sem talar máli umsækjanda um alþjóðlega vernd hér á landi og gætir hagsmuna hans við meðferð máls gagnvart íslenskum stjórnvöldum á meðan mál hans er til meðferðar hjá Útlendingastofnun og eftir atvikum kærunefnd útlendingamála. Talsmaður sinnir réttaraðstoð og talsmannaþjónustu vegna umsóknar um alþjóðlega vernd á lægra og æðra stjórnsýslustigi í samræmi við vilja umsækjanda. Hlutverk talsmanns hefst við skipun hans og lýkur við endanlega ákvörðun á stjórnsýslustigi.

Ljóst varð í febrúar að dómsmálaráðuneytið ætlaði ekki að bjóða lögfræðiþjónustu við hælisleitendur út líkt og það hafði í samtölum við Rauða krossinn fram að því ítrekað sagt að stæði til. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá ákvörðuninni í fjölmiðlaviðtali og sagði jafnframt að talsmannaþjónustan væri ekki útboðsskyld. Þar sem samningurinn við Rauða krossinn var aðeins framlengdur um tvo mánuði varð að segja upp öllum fimmtán lögfræðingunum sem þar höfðu unnið að talsmannaþjónustunni.

Aftur á svipaðar slóðir

Með þessu breytta fyrirkomulagi, að þjónustan verði hjá einstökum lögfræðingum, er hún komin á svipaðan stað og hún var fyrir árið 2014. Það fyrirkomulag hefur Rauði krossinn gagnrýnt, m.a. í viðtölum við Kjarnann, og sagt að sjálfstætt starfandi lögmenn með mismikla þekkingu á málefnum flóttafólks hafi séð um þjónustuna sem Útlendingastofnun greiddi fyrir ákveðið marga klukkutíma – oft án samhengis við eðli og umfang máls.

Í auglýsingu Útlendingastofnunar kemur fram að umsækjendur skulu vera lögfræðingar með þekkingu á málum er lúta að alþjóðlegri vernd og flóttafólki. Þeir þurfa auk þess að hafa reynslu og haldbæra þekkingu af stjórnsýslurétti og þegar um er að ræða fylgdarlaust barn skulu talsmenn hafa sérþekkingu á málefnum barna.

Uppfylli lögfræðingur hæfisskilyrði er honum raðað á lista með öðrum talsmönnum sem verður aðgengilegur á heimasíðu Útlendingastofnunar.

Tryggja verði órofna þjónustu

Rauði krossinn hefur einnig gagnrýnt hversu stuttur tími á tilfærslu þjónustunnar sé til stefnu. Hundruð einstaklinga nýti sér talsmannaþjónustu Rauða krossins núna.

„Við verðum að vona að dómsmálaráðuneytið og ríkisstjórnin hafi undirbúið þetta vel þótt okkur sé algjörlega ókunnugt um það,“ sagði Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri á alþjóðasviði Rauða krossins, við Kjarnann nýverið „og að umsækjendur um vernd, fólk sem oft er berskjaldað og þolir ekki mikið rask, fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.“

Hverjir eiga rétt á alþjóðlegri vernd?

Þeir sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eiga rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi, segir á vef Útlendingastofnunar.

Ríkisfangslausir einstaklingar eiga rétt á alþjóðlegri vernd á grundvelli ríkisfangsleysis.

Að auki er heimilt að veita umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem ekki telst flóttamaður eða ríkisfangslaus, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða standi til þess ríkar ástæður á borð við alvarleg veikindi eða erfiðar aðstæður í heimalandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár