Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sendiför Hans Hólms

Í Ís­lands­sög­unni eru á kreiki nokkr­ir passus­ar þar sem ekki virð­ist hafa mun­að nema því sem mun­aði að dansk­ir kóng­ar seldu land­ið í hend­ur út­lenskra herra svo þeir ættu fyr­ir pelli og purpura. Yf­ir­leitt eiga dæmi þessi að sýna hve nið­ur­lægð­ir og lít­ils metn­ir við Ís­lend­ing­ar vor­um í aug­um kóng­anna við Eyr­ar­sund. Hér seg­ir frá einu slíku dæmi that could have resulted in Ice­land becom­ing English in the ear­ly 16th cent­ury.

Sendiför Hans Hólms
Sigbrit Willoms hefði getað orðið einn mesti örlagavaldur Íslands. Þegar Kristjáni 2. var steypt af stóli fylgdi hún honum til Hollands og 1532 heimtuðu kaþólsk yfirvöld að hún yrði tekin af lífi fyrir galdra. Ekki er ljóst hvort það var gert.

Á útmánuðum 1518 var barið upp á á höllu Hinriks 8. Englandskonungs og tilkynnt að kominn væri herra Jóhannes Hólm, kaupmaður og útgerðarmaður í hertogadæminu Holstein á mótum Danmerkur og Þýskalandi. Hólm, sem yfirleitt var nú bara kallaður Hans, hafði áður tekið hús á Hinriki, það var nokkrum árum fyrr, þá eins og nú var hann sérlegur sendimaður Kristjáns 2. konungs Dana.

Hinrik Englandskonungur tók prýðilega á móti Hans Hólm og var hinn alúðlegasti. Kóngur var þá 27 ára gamall, enn þá grannur og spengilegur og heilsuhraustur og ekki ýldufýla af honum svo að til ama væri.

Enskir höfðu „kastað eign sinni á Ísland“

Settust þeir nú að erindum, Hans Hólm og Hinrik. Þannig var mál með vexti að enskir kaupmenn og fiskimenn höfðu gerst heldur uppivöðslusamir á Íslandi að undanförnu, svo mjög raunar að á einum stað er það orðað svo að Englendingar hafi „kastað eign sinni á Ísland“ …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár