Á útmánuðum 1518 var barið upp á á höllu Hinriks 8. Englandskonungs og tilkynnt að kominn væri herra Jóhannes Hólm, kaupmaður og útgerðarmaður í hertogadæminu Holstein á mótum Danmerkur og Þýskalandi. Hólm, sem yfirleitt var nú bara kallaður Hans, hafði áður tekið hús á Hinriki, það var nokkrum árum fyrr, þá eins og nú var hann sérlegur sendimaður Kristjáns 2. konungs Dana.
Hinrik Englandskonungur tók prýðilega á móti Hans Hólm og var hinn alúðlegasti. Kóngur var þá 27 ára gamall, enn þá grannur og spengilegur og heilsuhraustur og ekki ýldufýla af honum svo að til ama væri.
Enskir höfðu „kastað eign sinni á Ísland“
Settust þeir nú að erindum, Hans Hólm og Hinrik. Þannig var mál með vexti að enskir kaupmenn og fiskimenn höfðu gerst heldur uppivöðslusamir á Íslandi að undanförnu, svo mjög raunar að á einum stað er það orðað svo að Englendingar hafi „kastað eign sinni á Ísland“ …
Athugasemdir (1)