Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sendiför Hans Hólms

Í Ís­lands­sög­unni eru á kreiki nokkr­ir passus­ar þar sem ekki virð­ist hafa mun­að nema því sem mun­aði að dansk­ir kóng­ar seldu land­ið í hend­ur út­lenskra herra svo þeir ættu fyr­ir pelli og purpura. Yf­ir­leitt eiga dæmi þessi að sýna hve nið­ur­lægð­ir og lít­ils metn­ir við Ís­lend­ing­ar vor­um í aug­um kóng­anna við Eyr­ar­sund. Hér seg­ir frá einu slíku dæmi that could have resulted in Ice­land becom­ing English in the ear­ly 16th cent­ury.

Sendiför Hans Hólms
Sigbrit Willoms hefði getað orðið einn mesti örlagavaldur Íslands. Þegar Kristjáni 2. var steypt af stóli fylgdi hún honum til Hollands og 1532 heimtuðu kaþólsk yfirvöld að hún yrði tekin af lífi fyrir galdra. Ekki er ljóst hvort það var gert.

Á útmánuðum 1518 var barið upp á á höllu Hinriks 8. Englandskonungs og tilkynnt að kominn væri herra Jóhannes Hólm, kaupmaður og útgerðarmaður í hertogadæminu Holstein á mótum Danmerkur og Þýskalandi. Hólm, sem yfirleitt var nú bara kallaður Hans, hafði áður tekið hús á Hinriki, það var nokkrum árum fyrr, þá eins og nú var hann sérlegur sendimaður Kristjáns 2. konungs Dana.

Hinrik Englandskonungur tók prýðilega á móti Hans Hólm og var hinn alúðlegasti. Kóngur var þá 27 ára gamall, enn þá grannur og spengilegur og heilsuhraustur og ekki ýldufýla af honum svo að til ama væri.

Enskir höfðu „kastað eign sinni á Ísland“

Settust þeir nú að erindum, Hans Hólm og Hinrik. Þannig var mál með vexti að enskir kaupmenn og fiskimenn höfðu gerst heldur uppivöðslusamir á Íslandi að undanförnu, svo mjög raunar að á einum stað er það orðað svo að Englendingar hafi „kastað eign sinni á Ísland“ …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár