Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Af hverju er ekki sniðugt að vera listamaður?

Lista­menn blómstra og rétt skrimta. Einn dag­inn á lista­mað­ur­inn heim­inn, þann næsta er hann dauð­ans djöf­uls­ins lúser. Er í al­vöru góð hug­mynd að starfa sem lista­mað­ur? Hvað þá sjálf­stætt starf­andi lista­mað­ur! Bara eitt­hvað að túlka pík­una á sér, alltaf að reyna að redda sér pen­ing­um og geta aldrei horft á Gísla Martein – eins og við­mæl­end­ur hér nefna.

Af hverju er ekki sniðugt að vera listamaður?

Samningurinn í leikhúsinu var ekki endurnýjaður, útgefandi vill ekki gefa út bók því bara 57 hræður og nokkur bókasöfn keyptu þá síðustu; einsöngvarinn finnur hvergi öruggt skjól í list sinni; kvikmyndagerðarmaðurinn er hrokkinn í kulnun eftir að hafa skrifað hvert handritið á fætur öðru upp á von og óvon með fjármögnun; uppistandarinn fær ekkert að gera eftir að hafa stigið skrefi of langt í síðasta brandara; dansarinn finnur ekki vettvang eftir að hafa dottið úr dansflokknum; fiðluleikari í Sinfó fer í verkfall og myndlistarmaðurinn er orðinn leiður á að taka yfirdrátt.

Atvinnuöryggi listamannsins – líka þeirra sem burðast með námslán, eru með tímabundinn samning og skólaða meðvitund um að það sé búið að gera flest undir sólinni – er á pari við nektardansmey. Svo lengi sem listamaðurinn fær áheyrn með verk sitt og rödd, þá heldur hann hlutverki sínu og getur þénað, þó að auðvitað sé allur gangurinn á því. …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár