Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 13. október 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 13. októ­ber.

Spurningaþraut Illuga 13. október 2023
Mynd 1 Hvað heitir konan með þennan glæsilega hatt? Núverandi eftirnafn hennar nægir.

1.  Hvaða íslenski rithöfundur hefur meðal annars skrifað skáldsögurnar Yosoy, Skegg Raspútíns, Allt með kossi vekur og Ástin Texas?

2.  Hve margir Bandaríkjaforsetar hafa fallið fyrir morðingjahendi í embætti?

3.  Tveir af þeim varaforsetum sem þá tóku við báru sama eftirnafnið þótt þeir væru alveg óskyldir. Hvaða nafn var það?

4.  Hvað er „epli frá Kína“?

5.  Við hvað fæst Jenni Hermoso í lífinu?

6.  Við hvað starfaði Múhameð áður en guð kallaði hann til spámanns?

7.  Ríkarður 3. Englandskóngur lauk ævinni með að bjóða hverjum sem hafa vildi „konungsríki mitt fyrir ...“ hvað?

8.  Hvað heitir þinghúsið í London?

9.  Hvaða fjall má sjá frá Reykjavík milli Akrafjalls og Esju?

10.  Í frægri skáldsögu segir frá skipinu Pequod sem fór í leiðangur til að ... gera hvað?

11.  Fagott, klarinett, óbó og trompet. Hvað af þessum hljóðfærum sker sig í grundvallaratriðum frá hinum þrem?

12.  Hve margir eru hæstaréttardómarar á Íslandi eftir nýlegar breytingar?

13.  Hvað heitir höfuðborgin í Grikklandi?

14.  Í hvaða ríki er áfengistegundin sake framleidd?

15.  Stúlka með ættarnafnið Roberts er aðalpersóna í kvikmynd sem vinsæl er um þessar mundir. Hvað heitir hún fullu nafni? 

Mynd 2Útlínur hvaða ríkis má sjá hér?

***

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Carrie Johnson en Johnson dugar. Lengst til hægri má sjá nef og hárlokk eiginmanns hennar, Borisar. Á seinni myndinni er Japan en hefur verið snúið öfugt.
Svör við almennum spurningum:
1.  Guðrún Eva.  –  2.  Fjórir.  –  3.  Johnson.  –  4.  Appelsínur.  –  5.  Fótbolta.  –  6.  Kaupmaður.  –  7.  Hest.  –  8.  Westminster.  –  9.  Skarðsheiði.  –  10.  Veiða hvíta hvalinn Moby Dick.  –  11.  Trompet er málmblásturshljóðfæri, ekki tréblásturshljóðfæri.  –  12.  Sjö.  –  13.  Aþena.  –  14.  Japan.  –  Barbie Millicent Roberts.
Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár