„Mér líður bara vel að geta aðstoðað aðra,“ segir Rósa Björg Jónsdóttir, sem telur ekki eftir sér að sinna fjórum sjálfboðastörfum meðfram fullri vinnu. Hún fór ung í skiptinám til Ítalíu þar sem hún eignaðist síðar börn. Eftir að hún flutti aftur heim tók hún virkan þátt í foreldrafélögum barnanna, bæði í skóla og frístundum. „Fyrir mér er þetta bara hluti af því að búa í samfélagi.“ Það sama megi segja um sjálfboðastörfin. „Ég skil ekki þegar fólk segist vera of upptekið. Þetta snýst bara um að skipuleggja sig,“ segir hún.
Það er ilmur af kartöflusúpu með engifer sem mallar í stórum potti í eldhúsinu hjá Rósu í Vesturbænum. „Ég er að drukkna í krukkum,“ segir hún. Krukkurnar eru glerkrúsir sem hún notar undir súpu sem hún býr til og fer með í frískápa. Það eru krukkur við eldavélina, krukkur á eldhúsborðinu, krukkur í plastpokum í stofunni. Rósa getur þó …
Athugasemdir (5)