Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Ég hef verið kölluð súpukonan“

Rósa Björg Jóns­dótt­ir hef­ur bú­ið til yf­ir tvö þús­und lítra af súpu sem hún hef­ur gef­ið í frí­skápa fyr­ir aðra til að njóta. Þetta er eitt af fjór­um sjálf­boða­verk­efn­um sem Rósa sinn­ir en hún rek­ur einnig barna­bóka­safn með bók­um á fjölda tungu­mála, er ræð­is­mað­ur Ítal­íu og sinn­ir fata­við­gerð­um í frí­stund­um. Rósa fékk fálka­orð­una fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir störf í þágu sam­taka um tví­tyngi. Hún seg­ir þetta ekki vera neitt vesen, hún vilji bara vera virk­ur sam­fé­lags­þegn.

„Ég hef verið kölluð súpukonan“
Við pottinn Rósa Björg elskar súpu en hún elskar líka að búa til súpu fyrir aðra. Hér er hún með súpu sem er á leiðinni í frískápinn við Neskirkju. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mér líður bara vel að geta aðstoðað aðra,“ segir Rósa Björg Jónsdóttir, sem telur ekki eftir sér að sinna fjórum sjálfboðastörfum meðfram fullri vinnu. Hún fór ung í skiptinám til Ítalíu þar sem hún eignaðist síðar börn. Eftir að hún flutti aftur heim tók hún virkan þátt í foreldrafélögum barnanna, bæði í skóla og frístundum. „Fyrir mér er þetta bara hluti af því að búa í samfélagi.“ Það sama megi segja um sjálfboðastörfin. „Ég skil ekki þegar fólk segist vera of upptekið. Þetta snýst bara um að skipuleggja sig,“ segir hún.

Það er ilmur af kartöflusúpu með engifer sem mallar í stórum potti í eldhúsinu hjá Rósu í Vesturbænum. „Ég er að drukkna í krukkum,“ segir hún. Krukkurnar eru glerkrúsir sem hún notar undir súpu sem hún býr til og fer með í frískápa. Það eru krukkur við eldavélina, krukkur á eldhúsborðinu, krukkur í plastpokum í stofunni. Rósa getur þó …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Guðlaugur Jóhannsson skrifaði
  GOT MÁL.. ÞETAÐ. GÓÐVER .>3
  0
 • Guðlaugur Jóhannsson skrifaði
  <3. (y)
  0
 • Thordis Malmquist skrifaði
  Frabær kona, sannkallaður miskunnsami samverjinn.
  1
 • Geirþrúður Pálsdóttir skrifaði
  Aðdáunarverð kraftakona!
  2
 • Sigrun Hannesdottir skrifaði
  Rósa er engin venjuleg kona. Hún er kraftaverkakona og afrek hennar eru ekki öll talin í þessari grein. Ég er stolt af að þekkja hana og vona að henni endist orka til að halda áfram góðgerðarstarfi sínu.
  5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár