Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásgeir Brynjar tekur við ritstjórn Vísbendingar

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í fjár­mál­um, tek­ur við rit­stjórn viku­rits­ins Vís­bend­ing­ar af Em­il Dags­syni. Hann seg­ir markmið sitt í starfi verða að efla gagn­rýna og vand­aða um­ræðu um efna­hags­mál og við­skipti.

Ásgeir Brynjar tekur við ritstjórn Vísbendingar
Ritstjóri Ásgeir Brynjar Torfason hefur ritað greinar í Vísbendingu um árabil og komið fram sem greinandi efnahagsmála í hinum ýmsum fjölmiðlum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Sameinaða útgáfufélagið, útgefandi Vísbendingar, hefur ráðið Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, sem nýjan ritstjóra Vísbendingar. Ásgeir hefur skrifað greinar í Vísbendingu árum saman. Hann tekur við ritstjórninni af Emil Dagssyni, sem flutti til Bandaríkjanna í haust þar sem hann dvelur við rannsóknir og lét samhliða af störfum. 

Ásgeir Brynjar segir að hann sé ákaflega spenntur að taka við ritstjórn Vísbendingar. „Ritið las ég fyrst þegar ég lærði hagfræði og heimspeki undir lok síðustu aldar, og skrifaði fyrstu tvær greinar mínar í það upp úr doktorsritgerð minni fyrir hartnær áratug. Nú þegar ég hef skrifað samtals fimmtíu greinar í Vísbendingu þykir mér mikill heiður að taka við ritstjórn þess.“ 

Hann segir markmið sitt verða að efla gagnrýna og vandaða umræðu um efnahagsmál og viðskipti auk þess sem honum þyki spennandi að útvíkka efnistök þannig að þau nái yfir nýsköpun, ferðamál og skapandi greinar. „Vikuritið Vísbending hefur mikilvægu hlutverki að gegna á þeim miklu efnahagslegu umbrotatímum sem við lifum nú um stundir við að stuðla að vönduðum skrifum í tengslum við endursköpun sem á sér stað á sviði heimsvipskipta og alþjóðlegra fjármála samhliða uppbyggingu efnahagslegrar umgjarðar þjóðfélagsins eftir heimsfaraldur á tímum loftslagsbreytinga og togstreitu á alþjóðavísu. Það verður ritstjórnarlegt markmið mitt að gera grein fyrir og greina það til gagns fyrir áskrifendur.“

Ásgeir Brynjar er með doktorspróf í fjármálum frá Gautaborg árið 2014 og MBA frá Ósló 2001 en upphaflega lærði hann heimspeki og hagfræði á síðasta áratug síðustu aldar við Háskóla Íslands. Þar hefur hann bæði starfað sem skrifstofustjóri rekstrar og framkvæmda en einnig sem lektor í viðskiptafræðideild. Þá hefur Ásgeir Brynjar einnig starfað sem framkvæmdastjóri norðurlandaskrifstofu alþjóðlega fasteignafjárfestingafyrirtækið Prologis um þriggja ára skeið og setið sex ár í fjármálaráði kosinn af Alþingi til að sinna eftirlitshlutverki yfir stefnumörkun opinberra fjármála.

Langhlaupari sem siglir milli landa

Ásgeir Brynjar er 50 ára gamall, býr í Reykjavík en alinn upp á Seltjarnarnesi og í Borgarfirði. Hann bjó í meira en áratug í Skandinavíu og er tveggja barna faðir og nýorðinn, mjög stoltur, afi. Hann er mikill hlaupari og hefur lokið Gautaborgar-hálfmaraþonið tíu sinnum, Óslóar-maraþonið einu sinni og Laugarveginn-Ultra fimm sinnum. Auk þess hefur Ásgeir Brynjar hlaupið tvö 50 kílómetra löng og eitt 100 kílómetra langt fjallahlaup í ítölsku, svissnesku og frönsku ölpunum ásamt því að hafa siglt til Íslands á skútum bæði frá Noregi og Færeyjum.

Þórður Snær Júlíusson, ábyrgðarmaður Vísbendingar, sinnti ritstjórn ritsins frá því að Emil lét af störfum og þar til að Ásgeir Brynjar tók við í liðinni viku. Þórður Snær segir mikinn feng í að fá Ásgeir Brynjar til liðs við Vísbendingu. Hann búi yfir mikilli og víðfeðmri þekkingu á efnahagsmálum, hafi aflað sér fjölbreyttrar reynslu og verið árum saman í greiningarhlutverki hjá ýmsum fjölmiðlum. „Í ár varð Vísbending 40 ára sem fagnað var með veglegri afmælisútgáfu, málþingi og veitingu Vísbendingarverðlauna sem veitt voru fyrir framúrskarandi lokaritgerð á sviði viðskipta- og hagfræði. Sömuleiðis fékk Vísbending löngu tímabæra útlitsútfærslu og sérstök heimasiða var sett í loftið. Með þessu stigum við fyrstu skrefin í átt að því að auka þjónustu við lesendur Vísbendingar og innreið ritsins inn í hinn stafræna veruleika. Um leið og ég þakka Emil góð störf býð ég Ásgeir Brynjar hjartanlega velkominn til starfa.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár