Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásgeir Brynjar tekur við ritstjórn Vísbendingar

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í fjár­mál­um, tek­ur við rit­stjórn viku­rits­ins Vís­bend­ing­ar af Em­il Dags­syni. Hann seg­ir markmið sitt í starfi verða að efla gagn­rýna og vand­aða um­ræðu um efna­hags­mál og við­skipti.

Ásgeir Brynjar tekur við ritstjórn Vísbendingar
Ritstjóri Ásgeir Brynjar Torfason hefur ritað greinar í Vísbendingu um árabil og komið fram sem greinandi efnahagsmála í hinum ýmsum fjölmiðlum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Sameinaða útgáfufélagið, útgefandi Vísbendingar, hefur ráðið Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, sem nýjan ritstjóra Vísbendingar. Ásgeir hefur skrifað greinar í Vísbendingu árum saman. Hann tekur við ritstjórninni af Emil Dagssyni, sem flutti til Bandaríkjanna í haust þar sem hann dvelur við rannsóknir og lét samhliða af störfum. 

Ásgeir Brynjar segir að hann sé ákaflega spenntur að taka við ritstjórn Vísbendingar. „Ritið las ég fyrst þegar ég lærði hagfræði og heimspeki undir lok síðustu aldar, og skrifaði fyrstu tvær greinar mínar í það upp úr doktorsritgerð minni fyrir hartnær áratug. Nú þegar ég hef skrifað samtals fimmtíu greinar í Vísbendingu þykir mér mikill heiður að taka við ritstjórn þess.“ 

Hann segir markmið sitt verða að efla gagnrýna og vandaða umræðu um efnahagsmál og viðskipti auk þess sem honum þyki spennandi að útvíkka efnistök þannig að þau nái yfir nýsköpun, ferðamál og skapandi greinar. „Vikuritið Vísbending hefur mikilvægu hlutverki að gegna á þeim miklu efnahagslegu umbrotatímum sem við lifum nú um stundir við að stuðla að vönduðum skrifum í tengslum við endursköpun sem á sér stað á sviði heimsvipskipta og alþjóðlegra fjármála samhliða uppbyggingu efnahagslegrar umgjarðar þjóðfélagsins eftir heimsfaraldur á tímum loftslagsbreytinga og togstreitu á alþjóðavísu. Það verður ritstjórnarlegt markmið mitt að gera grein fyrir og greina það til gagns fyrir áskrifendur.“

Ásgeir Brynjar er með doktorspróf í fjármálum frá Gautaborg árið 2014 og MBA frá Ósló 2001 en upphaflega lærði hann heimspeki og hagfræði á síðasta áratug síðustu aldar við Háskóla Íslands. Þar hefur hann bæði starfað sem skrifstofustjóri rekstrar og framkvæmda en einnig sem lektor í viðskiptafræðideild. Þá hefur Ásgeir Brynjar einnig starfað sem framkvæmdastjóri norðurlandaskrifstofu alþjóðlega fasteignafjárfestingafyrirtækið Prologis um þriggja ára skeið og setið sex ár í fjármálaráði kosinn af Alþingi til að sinna eftirlitshlutverki yfir stefnumörkun opinberra fjármála.

Langhlaupari sem siglir milli landa

Ásgeir Brynjar er 50 ára gamall, býr í Reykjavík en alinn upp á Seltjarnarnesi og í Borgarfirði. Hann bjó í meira en áratug í Skandinavíu og er tveggja barna faðir og nýorðinn, mjög stoltur, afi. Hann er mikill hlaupari og hefur lokið Gautaborgar-hálfmaraþonið tíu sinnum, Óslóar-maraþonið einu sinni og Laugarveginn-Ultra fimm sinnum. Auk þess hefur Ásgeir Brynjar hlaupið tvö 50 kílómetra löng og eitt 100 kílómetra langt fjallahlaup í ítölsku, svissnesku og frönsku ölpunum ásamt því að hafa siglt til Íslands á skútum bæði frá Noregi og Færeyjum.

Þórður Snær Júlíusson, ábyrgðarmaður Vísbendingar, sinnti ritstjórn ritsins frá því að Emil lét af störfum og þar til að Ásgeir Brynjar tók við í liðinni viku. Þórður Snær segir mikinn feng í að fá Ásgeir Brynjar til liðs við Vísbendingu. Hann búi yfir mikilli og víðfeðmri þekkingu á efnahagsmálum, hafi aflað sér fjölbreyttrar reynslu og verið árum saman í greiningarhlutverki hjá ýmsum fjölmiðlum. „Í ár varð Vísbending 40 ára sem fagnað var með veglegri afmælisútgáfu, málþingi og veitingu Vísbendingarverðlauna sem veitt voru fyrir framúrskarandi lokaritgerð á sviði viðskipta- og hagfræði. Sömuleiðis fékk Vísbending löngu tímabæra útlitsútfærslu og sérstök heimasiða var sett í loftið. Með þessu stigum við fyrstu skrefin í átt að því að auka þjónustu við lesendur Vísbendingar og innreið ritsins inn í hinn stafræna veruleika. Um leið og ég þakka Emil góð störf býð ég Ásgeir Brynjar hjartanlega velkominn til starfa.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár