Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.

Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Gervigreindin ChatGPT 4 Samdi óperutexta á einni og hálfri mínútu. Mynd: Karolina Fund

Hrólfur Sæmundsson, óperusöngvari og tónskáld, semur um þessar mundir tónlist við óperutexta skrifaðan af gervigreind. „Hugmyndin kviknaði eiginlega í búningsherbergi þegar við vorum nokkrir strákar saman í Madama Butterfly núna í vetur í Íslensku óperunni.“ Í gríni báðu þeir gervigreindina að semja alls konar óperutexta. Það kom þeim á óvart að textinn var alls ekki svo slæmur. 

Hrólfur hefur fyrst og fremst verið söngvari hingað til, en langaði nú að helga sig tónsmíðum og varð að láta sér detta spennandi verkefni í hug. „Eftir þetta, þegar við vorum að leika okkur þarna í búningsherberginu með þessa gervigreind, þá datt mér í hug hvort þetta væri ekki svolítið aktúal og spennandi að sjá að hvaða leyti gervigreind gæti gert þetta.“

Hrólfur SæmundssonSemur tónlist við leiktexta gervigreindar fyrir óperusýningu.

Hrólfur hafði samband við vin sinn og heimspeking, Sævar Finnbogason. „Sævar hefur stúderað áhrif gervigreindar og kennir kúrs um þetta í háskólanum.“ Þeir félagar höfðu einnig samband við Ramonu Bartsch óperuleikstjóra. Saman ákváðu þau að hrinda hugmyndinni í framkvæmd með styrk frá Tónskáldasjóði og frjálsum framlögum á Karolina fund

Fjallar um áhrifavalda

Tilgangurinn er að sjá hversu langt gervigreindin, ChatGPT 4, getur gengið í að skapa list. „Í þessu tilfelli er það leiktexti fyrir nútímaóperu,“ segir Hrólfur. Þríeykið setti strangar reglur um það hve miklum upplýsingum Hrólfur mætti mata gervigreindina með þegar hún væri að semja textann. Hann fékk hálftíma til þess að mata hana með upplýsingum.

Fyrst bað Hrólfur gervigreindina um fimm ólíka söguþræði sem gætu virkað fyrir nútímaóperu. „Svo valdi ég einn og bað hana að gera leiktexta út frá honum og ég hafði hálftíma til að hafa áhrif á textann með því að biðja hana að gera hann ljóðrænni, setja meira drama eða bæta við kvartetti.“ 

Hrólfur reyndi þó að hafa sem minnst áhrif á sköpunarferlið sjálft til þess að öll hugmyndavinnan kæmi frá gervigreindinni, sem var aðeins eina og hálfa mínútu að skrifa heila óperu. 

Verkið fjallar um hóp áhrifavalda og lýsir Hrólfur því þannig að aðalpersónan sé milli steins og sleggju með að skilja á milli veruleikans og þess sem er gervi. Þessi hugsmíð gervigreindarinnar er því nokkuð viðeigandi þar sem hún er sjálf gervi, þrátt fyrir að geta búið til eitthvað raunverulegt með hjálp Hrólfs. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Hrólfur vinnur með vélmenni og segir hann samstarfið hafa gengið vel. „Það kom mér á óvart hversu vel saminn textinn var bragfræðilega og svoleiðis.“

„Það kom mér á óvart hversu vel saminn textinn var bragfræðilega og svoleiðis“
Hrólfur Sæmundsson

Nú veltur óperan hins vegar alfarið á honum sjálfum en Hrólfur vinnur hörðum höndum að því að semja tónlist við texta gervigreindarinnar. „Ég var einmitt að klára fyrsta atriði í fyrsta þætti núna áðan,“ segir unga tónskáldið glaður í símann. 

Ekki er búið að negla niður sýningarstaði fyrir óperuna sem stendur en spenntir lesendur geta hlustað á og séð hana einhvern tímann á næsta ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár