Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“

Eg­ill Helga­son seg­ir að hóf­sömu öfl­um hafi al­gjör­lega mistek­ist að halda í sína kjós­end­ur. „Heim­ur­inn hef­ur ekki versn­að mik­ið, held ég. Það er bara um­ræð­an sem hef­ur súrn­að svo svaka­lega.“

„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“

Egill Helgason, sem hefur haft dagskrárvald í pólitískri umræðu hér á landi í yfir tvo áratugi, segist ekki vera jafnspenntur fyrir pólitík og hann var áður. „Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík. Ég kem ekkert úr pólitík. Ég byrjaði ekki að hafa áhuga á pólitík fyrr en ég var þrítugur. Ég var meira í bókmenntum og listum. Um þrítugt fór ég að lesa ævisögur stjórnmálamanna og fékk þá áhugann, og fór meira út í fréttamennsku sem tengdist pólitík. Það má segja að ég sé farinn aftur í mitt gamla sjálf sem hafði meiri áhuga á bókmenntum og listum en stjórnmálum.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsíðuviðtali Heimildarinnar við Egil. 

Hann segir að þess beri að gæta að pólitík í heiminum sé auðvitað eilíf vonbrigði fyrir fólk á hans stað á hinu pólitíska litrófi. „Ég er frjálslyndur miðjumaður. Sósíalistarnir uppnefna okkur libba, með vísun í liberal, og telja okkur afskaplega vont fólk. Heimurinn hefur auðvitað þróast í átt sem okkur finnst alveg skelfilegur. Við erum með Pútín, Orban, Trump og allar þessar popúlísku hreyfingar. Það er út í hött að maður skuli þurfa að standa í því að verjast einhverjum fáránlegum samsæriskenningum um bólusetningar, barnaníð og QAnon. Það er ansi þungt að umræðan sé farin að snúast um einhverja svona vitleysu. Þessum hófsömu öflum hefur algjörlega mistekist að halda í sína kjósendur. Heimurinn hefur ekki versnað mikið, held ég. Það er bara umræðan sem hefur súrnað svo svakalega,“ segir Egill, þungt hugsi. 

Þetta er hluti þess sem hefur gert hann þreyttan á pólitíkinni, en líka allar endurtekningarnar sem hann upplifir óhjákvæmilega eftir öll þessi ár í fjölmiðlum. „Það kemur nýtt fólk en umræðan er sú sama. Við Íslendingar erum ekkert rosalega duglegir í að breyta hlutum. Við búum til kerfi eins og kvótakerfið og landbúnaðarkerfið og erum svo að þrasa um þau árum saman. Það verður líka svolítið lýjandi.“

Hann með ákveðnar kenningar um ástæður þess að hann upplifir þessa þreytu. „Er hugsanlegt að fólkið sem var í stjórnmálunum hafi verið litríkara þegar ég var að byrja? Eða var ég bara yngri og móttækilegri? Mér finnst fólkið í framlínunni þá hafa verið dálítið stærra í sniðum. Þarna vorum við með Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta er aðeins flatneskjulegra núna. Sem er allt í lagi. Það er gott að venjulegt fólk sé í pólitík. Við þurfum ekki alltaf einhver ofurmenni eða stórkostlega leiðtoga. En það er mikil þreyta í stjórnmálunum hér og lítið að gerast inni í flokkunum. Kannski er ég bara orðinn eldri, því ekki jafn hrifnæmur og þykist sjá meira í gegnum hlutina en áður.“

Áskrifendur geta lesið viðtalið við Egil í heild sinni hér. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár