Þegar Grýlurnar komu fram á sjónarsviðið fyrir meira en fjörutíu árum urðu þær fyrir allnokkru aðkasti karlrokkara, sem settu stækkunarglerið á þær og fundu að öllu – hvað vildu þessar pjásur upp á dekk? Nú er sem betur fer öldin önnur og kvennabönd þykja engin sérstök nýmæli. Pönktríóið Sóðaskapur er nýjasta viðbótin. Rúmlega tvítugar stelpur. Það heyrist á hljóðfæraleiknum að hér er kvenfólk á ferð. Þetta er allt einhvern veginn mýkra en hjá körlunum, mun minna af hinum svokallaða rokkpung og hin kvenlega mýkt smýgur í gegnum pönkaðan ruddaskapinn.
Sóðaskapur
Rokk gegn feðraveldinu
Sóðaskapur er 9 laga plata sem tekur rúmlega 25 mínútur að spilast í gegn. Tríóið dúkkaði fyrst upp fyrir tæplega ári með fyrsta lagið, „Gellur borða pasta“, en hafa síðan hamast staðfastlega á pönkinu, bætt við lögum, spilað víða opinberlega og almennt reynt að hafa gaman, sem er þeirra helsta markmið, auk þess …
Athugasemdir