Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlög til stjórnmálaflokka standa í stað milli ára og verða 692 milljónir

Fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði voru hækk­uð um­tals­vert með ákvörð­un sem tek­in var síðla árs 2017. Sú ákvörð­un hef­ur gjör­breytt fjár­hags­stöðu flokk­anna. Fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni hef­ur sett Sjálf­stæð­is­flokk­inn í allt aðra fjár­hags­stöðu en aðra flokka. Eig­ið fé hans er tíu sinn­um meira en fram­lag­ið sem hann fær úr rík­is­sjóði.

Framlög til stjórnmálaflokka standa í stað milli ára og verða 692 milljónir
Þingsetning Alþingi var sett í síðustu viku og þingstörfin eru nú hafin af alvöru eftir langt sumarfrí. Mynd: Heiða Helgadóttir

Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru hækkuð umtalsvert með ákvörðun sem tekin var síðla árs 2017. Sú ákvörðun hefur gjörbreytt fjárhagsstöðu flokkanna. Fasteignaþróunarverkefni hefur sett Sjálfstæðisflokkinn í allt aðra fjárhagsstöðu en aðra flokka. Eigið fé hans er tíu sinnum meira en framlagið sem hann fær úr ríkissjóði.

Þeir stjórnmálaflokkar sem fá fé úr ríkissjóði á næsta ári til að standa undir starfsemi sinni munu skipta á milli sín 692,2 milljónum króna, sem er sama krónutala og flokkarnir fengu í sinn hlut í ár. Því lækkar framlagið að raunvirði milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem lagt var fram í síðustu viku. 

Allir flokkar sem fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða í þingkosningum eiga rétt á framlaginu í samræmi við það atkvæðamagn sem þeir fengu. Því fær Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk flest atkvæði, hæsta framlagið en Sósíalistaflokkur Íslands, sem fékk fæst atkvæði, það lægsta. 

Staða flokka gjörbreyttist með ríkisfé

Fram­lög til stjórn­­­­­mála­­­flokka úr rík­­­is­­­sjóði voru hækkuð veru­­­lega í byrjun síð­­­asta kjör­­­tíma­bils. Til­­­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­­­sent var sam­­­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­­­ónir króna. Fram­lögin hækk­­uðu síðan jafnt og þétt og voru 728,2 millj­­ónir króna á árunum 2020 til 2022. 

Framlagið var lækkað lítillega, um 36 milljónir króna, í fjárlögum yfirstandandi árs. Með því var verið að sýna lit þess efnis að stjórnmálaflokkarnir væru að leggja sín lóð á vogarskálar þess að draga úr þensluhvetjandi útgjöldum ríkissjóðs. 

Fjárhagur stjórnmálaflokkanna hefur kúvenst eftir að þeir voru settir á fjárlög. Eigið fé þeirra jókst sam­tals um 748,5 millj­­arða króna frá árs­lokum 2017 og til loka árs 2020, fyrst og síðast vegna þessara framlaga. 

Þessu til staðfestingar má benda á að þorri allra tekna þeirra flokka sem áttu sæti á Alþingi árið 2020 kom úr sameiginlegum sjóðum. Í til­­­­­felli Flokks fólks­ins og Pírata komu 98 pró­­­sent tekna úr rík­­­is­­­sjóði eða frá Alþingi eða sveit­­ar­­fé­lög­um, í til­­­­­felli Mið­­­flokks­ins var hlut­­­fall tekna úr opin­berum sjóðum tæp­­­lega 94 pró­­­sent, hjá Vinstri grænum 92 pró­­­sent og rúm­­­lega 91 pró­­­sent tekna Við­reisnar komu úr opin­berum sjóð­­­um.

Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn sótti 87 pró­­­sent tekna sinna á árinu 2020 í opin­bera sjóði, Sam­­­fylk­ingin 75 pró­­­sent og Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn 66 pró­­­sent. 

Töpuðu allir á kosningaári nema Sjálfstæðisflokkur

Þessi staða breyttist aðeins á árinu 2021, sem er síðasta árið sem ársreikningar stjórnmálaflokkanna liggja fyrir vegna, en þá aðallega vegna breytinga á fjármálum Sjálfstæðisflokksins. Hann hagnaðist um 227 milljónir króna á því ári þrátt fyrir að fram færu þingkosningar, sem eru flokkunum afar kostnaðarsamar. Ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 340 milljónir króna greiddar fyrir sölu byggingaréttar á lóðinni í kringum Valhöll, þar sem unnið er að því að reisa fimm hæða skrifstofubyggingu og fjölbýlishús með 47 íbúðum. Vegna þessa rúmlega tvöfölduðust tekjur flokksins milli ára og voru 708 milljónir króna. Auk þess jókst virði fasteigna í hans eigu úr 647 milljónum króna í rúmlega 1,2 milljarða króna. Þessi tekjuaukning og virðismatsbreyting gerði það að verkum að eigið fé Sjálfstæðisflokksins, sem fær um 160 milljónir króna úr ríkissjóði árlega, var komið upp í rúmlega 1,2 milljarða króna í lok árs 2021 og hafði aukist um 770 milljónir króna á einu ári. 

Allir aðrir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi skiluðu tapi á árinu 2021, enda stórjukust útgjöld þeirra vegna kosninganna sem fram fóru það ár. Þeim hafði þó tekist að safna í ansi digra kosningasjóði með ríkisframlögum áranna á undan.

Tveir flokkar voru með neikvætt eigið fé í lok árs 2021, Framsóknarflokkurinn, sem skuldaði 26,2 milljónum krónum meira en hann átti, og Viðreisn, sem var með neikvætt eigið fé upp á 35 milljónir króna. Báðir hafa þó getað rétt við stöðuna í fyrra, en þá fékk Framsókn, eftir mikla fylgisaukningu í kosningunum 2021, tæplega 122 milljónir króna í ríkisstyrk og Viðreisn um 65 milljónir króna.  

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það er nú frekar grátbroslegt að það sé talað um eigið fé stjórnmálaflokkana.
    Því ekki voru eigendur (þjóðin), þess fé spurðir um hvort það væri í samræmi við vilja eigendan að gefa þetta fé til stjórnmálaflokkana.
    Eigum við ekki heldur að tala um stolið fé í höndum stjórnmálaflokkana ?
    0
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    "Eigið fé þeirra jókst sam­tals um 748,5 millj­­arða króna frá árs­lokum 2017 og til loka árs 2020..." Vona að hér sé talað um miljónir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár