Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíu starfshópar umhverfisráðherra kostuðu 20 milljónir

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son hef­ur skip­að 16 starfs­hópa og nefnd­ir á kjör­tíma­bil­inu. Tíu hafa lok­ið störf­um og er kostn­að­ur við þá rúm­ar 20 millj­ón­ir króna og felst hann mest­megn­is í nefnd­ar­laun­um og þókn­un­um. Alls 154 manns hafa set­ið í hóp­un­um 16.

Tíu starfshópar umhverfisráðherra kostuðu 20 milljónir
Ráðherra umhverfismála Guðlaugur Þór Þórðarson hefur skipað 16 starfshópa og nefndir síðan hann tók við sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í nóvember 2021. 10 hópanna hafa lokið störfum og nemur kostnaður vegna þeirra rúmum 20 milljónum króna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kostnaður við tíu starfshópa og nefndir sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað á kjörtímabilinu nemur rúmum tuttugu milljónum króna. Alls hefur ráðherra skipað 16 starfshópa frá því að annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók til starfa í árslok 2021 en kostnaðurinn nær einungis til þeirra hópa sem lokið hafa störfum. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um kostnað umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við skipan starfshópa, stjórna og stýrihópa. Óskað var eftir upplýsingunum í apríl í kjölfar úttektar Heimildarinnar um starfshópa sem Guðlaugur Þór hefur skipað í embættistíð sinni sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í úttektinni kom m.a. fram að ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem Guðlaugur Þór hafði á þeim tímapunkti skipað í embættistíð sinni eru hvítir, miðaldra karlmenn sem tengjast Sjálfstæðisflokknum eða Samtökum atvinnulífsins.

Eftir fimm ítrekanir til …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár