Kostnaður við tíu starfshópa og nefndir sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað á kjörtímabilinu nemur rúmum tuttugu milljónum króna. Alls hefur ráðherra skipað 16 starfshópa frá því að annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók til starfa í árslok 2021 en kostnaðurinn nær einungis til þeirra hópa sem lokið hafa störfum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um kostnað umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við skipan starfshópa, stjórna og stýrihópa. Óskað var eftir upplýsingunum í apríl í kjölfar úttektar Heimildarinnar um starfshópa sem Guðlaugur Þór hefur skipað í embættistíð sinni sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í úttektinni kom m.a. fram að ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem Guðlaugur Þór hafði á þeim tímapunkti skipað í embættistíð sinni eru hvítir, miðaldra karlmenn sem tengjast Sjálfstæðisflokknum eða Samtökum atvinnulífsins.
Eftir fimm ítrekanir til …
Athugasemdir