Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hin varkára gagnsókn Úkraínu

Gagn­sókn Úkraínu gegn Rúss­um hófst ekki sem skyldi. Áhlaup á varn­ar­lín­ur Rússa mis­fórst og mik­ið af bún­aði tap­að­ist. Í kjöl­far­ið var grip­ið til vara­áætl­un­ar, sem er var­færn­ari. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar í Úkraínu hef­ur þrætt sig með­fram víg­lín­unni und­an­far­ið.

Um þrír mánuðir eru liðnir frá því að Úkraína hóf allsherjar gagnárás gegn Rússum. Á Vesturlöndum vonuðust margir til þess að sóknin myndi að einhverju leyti endurspegla fyrri hernaðaraðgerðir. Aðgerðir á borð við þá sem fór fram í ágúst 2022 þegar hersveitir Úkraínu frelsuðu um 12.000 ferkílómetra svæði í Kharkiv-héraði.

Þetta hefur ekki raungerst. Helsta ástæðan fyrir því er að á síðastliðnum 18 mánuðum hafa Rússar byggt upp marglaga og sterkar varnarlínur eftir allri framlínu stríðsins. Á fyrstu dögum gagnárásarinnar réðust Úkraínumenn af krafti að varnarlínum Rússa. Það áhlaup misfórst hrapallega og samkvæmt greiningu New York Times er talið að Úkraínumenn hafi á fyrstu vikunni tapað allt að 20 prósent þess búnaðar sem þeir höfðu fengið sendan frá Vesturveldunum í því áhlaupi. 

Þegar ljóst var að þessi aðferðarfræði skilaði ekki árangri, heldur þvert á móti, var ákveðið að setja af stað varaáætlun sem einnig hafði verið undirbúin. Sú áætlun …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Það var ekkert "varkárt" við þessa svokölluðu gagnsókn. Þetta var glapræði og sjálfsmorðsárás þar sem 43 þúsund úkraínskum hermönnum var fórnað fyrir ekki neitt (fallnir eða særðir)
    -3
    • Soffia Reynisdottir skrifaði
      Lastu ekki alla greinina eða..? Ég sé að þú ert ekki eins fjölorður um þessa grein eins og þegar þú varst að tjá þig um að Azov væru nasistar, af hverju ætli það sé? Er ekki talað um neitt slíkt í þessari grein, getur verið að þú sért örlítið upptekinn af að réttlæta innrás rússa með því að leggja áherslu á að það séu til nasistar í Úkraínu. Ég get upplýst að nú þegar ég hef verið í nánu sambandi við fjölda manns í Úkraínu í 1 1/2 ár, Úkraínskt fólk sem og fólk sem býr þar eða hefur verið þar og farið þangað. Ekki í eitt einasta skipti, ekki í einu einasta samtali, ekki í einu einasta commenti eða samskiptum af öðru tagi hef ég rekist á neitt sem er öfga hægri skoðun eða minnir á slíkan málflutning. Hefur þú spurt einhvern Úkraínumann hvort þeim finnist þeim vera fórnað fyrir ekki neitt? Hefur þú spurt þá hvað þeir berjast fyrir? Ég hef gert það.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár