Það er helst í þungarokkinu að karlmannlegar áherslur í tónlist eru yfir og allt um kring. Þar rymja og rokka sveittir karlar fyrir sveitta karla og sárafáar konur stíga á svið eða eru djúpt sokknar í þungarokkið – svo ég alhæfi nú aðeins gegn betri vitund. Þungarokkið ætti ekki breik á Bechdel-prófi, en skítt með það, tæplega helmingur erum við menn.
Hnausþykkt og sjarmerandi
Uppgangur Skálmaldar hefur verið næsta ævintýralegur. Sexmenningarnir gerðu sér enga hugmynd um hversu mikið þeir ættu inni þegar þeir birtust með fyrstu plötuna sína 2010, en eiga nú aðdáendur um allan heim og fylla stóra sali bæði hér og erlendis. Ýdalir er sjötta platan þeirra – og hvílík plata! Þessir viðkunnanlegu strákar vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og eru orðnir gríðarlega sjóaðir í víkingarokkinu. Í rúmlega þrjú korter böðlast þeir undursamlega ofurþéttir í gegnum níu lög og hamast eins og hundar Satans séu blóðþyrstir …
Athugasemdir