Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég verð að lifa þetta af“

Fimm manns söfn­uð­ust sam­an í and­dyri mat­væla­ráðu­neyt­is­ins í Borg­ar­túni klukk­an átta í morg­un með kerti, hátal­ara og sjón­varps­skjá. Skjár­inn sýndi blóð­uga dauð­daga næst­stærstu spen­dýra jarð­ar. Fyr­ir ut­an skvamp­hljóð­in frá mynd­skeið­un­um var al­gjör þögn í and­dyr­inu. Það var sorg í aug­um við­staddra.

Alls sjö langreyðar hafa verið drepnar síðan Anahita Babaei og Elissa Bijou stigu niður úr möstrum hvalveiðiskipa við Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Skipin fóru af stað sólarhring eftir að Anahita og Elissa voru keyrðar af vettvangi í lögreglubíl. 

Þær voru við hvalstöðina í Hvalfirði þegar þrjár langreyðar voru dregnar þar á land á föstudag. Anahita sagðist hafa fundið til sársauka þegar hún sá dýrin líflaus. Sá sársauki var greinilegur í andliti hennar þar sem hún stóð og hélt á kerti í anddyri matvælaráðuneytisins í morgun. „Ég finn til á sama hátt og hvalirnir,“ sagði Anahita. 

Heimildin / Davíð Þór

Á tólfta degi hungurverkfalls

Í anddyrinu var einnig dýravelferðarsinninn Samuel Rostøl. Hann fór í hungurverkfall sama dag og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað að aflétta banni á hvalveiðar fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Samuel leið ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki smakkað mat 12 daga. Spurður um það hversu lengi hann ætlaði sér að halda út sagðist hann helst vilja hætta verkfallinu í dag, ef Svandís myndi ákveða að banna hvalveiðar að nýju. En hann ætlar að halda eitthvað áfram, á meðan heilsan leyfði. 

„Ég verð að lifa þetta af vegna þess að vandamálið með hvalveiðar mun halda áfram á Íslandi og í öðrum löndum,“ sagði Samuel sem var einnig staddur við hvalstöðina í Hvalfirði á föstudag þegar langreyðarnar voru dregnar þangað. 

„Þetta er hræðilegur atburður til þess að verða vitni að og vita fyrir hvaða sársauka þeir urðu fyrir.“

Telur lög um dýravelferð brotin

Við hlið Samuels stóð Micah Garen kvikmyndagerðarmaður sem hefur mótmælt hvalveiðum hér á landi og sér fram á að gera það áfram. Hann telur gefið mál að stöðva eigi hvalveiðar þar sem lög um dýravelferð hafi verið brotin með drápum á tveimur langreyðum sem skotnar voru í tvígang. 

„Það þarf að gera hlé á veiðum strax því reglurnar hafa verið brotnar,“ sagði Micah.

Heimildin / Davíð Þór

Það að dýrin hafi verið með sár eftir tvo skutla þýðir að þau hafi ekki drepist við fyrsta skot. 

Undanfari þess að Svandís ákvað að gera hlé á hvalveiðum í júní var sá að fagráð um velferð dýra komst að því að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela og að hvalveiðarnar samræmdust ekki lögum um dýravelferð. Henry Alexander Henrysson, fulltrúi siðfræðistofnunar HÍ í ráðinu, sagði í samtali við Heimildina eftir að hvalveiðar höfðu verið heimilaðar að nýju að það hefði ekki breyst – enn væri ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

Micah telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin með aflífun langreyðanna sem skotnar voru í tvígang og það í slæmu veðri.

Mótmælendurnir hafa ekkert heyrt frá stjórnvöldum en Anahitu og Elissu bíða kærur fyrir húsbrot frá Hvali hf. fyrir að hafa klifrað upp í möstur skipanna í mótmælaskyni í byrjun síðustu viku og setið þar í 33 klukkustundir. Fyrirtækið hefur farið fram á að þær greiði sekt sem nemur 500.000 krónum.

Áfram verða langreyðar veiddar hér á landi en í fyrra stóð vertíðin til 28. september. Hvalur hf. hefur heimild til þess að veiða 161 dýr í ár, þó ólíklegt megi teljast að svo margir hvalir falli í valinn á þessu stutta tímabili. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár