Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hlökkum meira til Reykjavík Bear en til jólanna“

Gunn­ar Ver­mund og Pilu Arnoldi voru á bangsa­há­tíð­inni á Ís­landi ár­ið 2015 þeg­ar þeir urðu ást­fangn­ir. Upp­haf­lega kynnt­ust þeir á stefnu­móta­app­inu Grindr en voru fyrst um sinn bara vin­ir. Báð­ir hafa þeir upp­lif­að for­dóma frá heit­trú­uð­um ætt­ingj­um en hafa það gott í Dan­mörku. Þeg­ar þeir giftu sig voru þeir íklædd­ir þjóð­bún­ing­um heimalanda sinna, Græn­lands og Fær­eyja.

„Hlökkum meira til Reykjavík Bear en til jólanna“
Gunnar og Pilu voru fyrst bara vinir. Síðan urðu þeir enn nánari. Mynd: Aðsend

Pilu Arnoldi Á Hvítanesi Ottosen var fjögurra ára þegar hann flutti frá Grænlandi til Danmerkur. Gunnar Vermund Arnason Á Hvítanesi Ottosen var sjö ára þegar hann flutti frá Færeyjum til Danmerkur. Árið 2012 kynntust þeir á Grindr, stefnumótaappi fyrir karlmenn sem vilja hitta aðra karlmenn. Raunar voru þeir bara vinir fyrst um sinn; fengu sér bjór saman og fóru á hommaklúbba, svona eins og gengur og gerist. 

Gunnar bauð Pilu til Íslands árið 2015 á árlegu hátíðina Bears on Ice, sem nú kallast Reykjavík Bear, og það var þá sem þeir vissu að þeir væru ástfangnir hvor af öðrum. Síðan þá koma þeir árlega á hátíðina og fagna sambandsafmæli sínu um leið. 

Örlagarík Íslandsferð

„Ég var í sambandi sem ég vissi að væri á lokametrunum þegar Gunnar bauð mér á Bears on Ice. Áður en við fórum til Íslands var ég hættur með kærastanum mínum og á Íslandi fundum við ástina,“ segir Pilu og brosir til Gunnars. „Við vorum lengi búnir að vera vinir en fundum að þetta var orðið eitthvað meira. Ég man að Gunnar spurði hvort ég vildi koma í 55 ára afmæli pabba hans. Ég sagði já og þá sagði Gunnar: „Ok, þá erum við kærustupar.““ Þeir hlæja báðir. 

Hátíðin Reykjavík Bear var síðast haldin dagana 31. ágúst til 3. september og létu þeir Gunnar og Pilu sig ekki vanta. Bangsapartí, ferðir í Bláa Lónið og Gullna hringinn voru meðal dagskrárliða. Það er Bangsafélagið sem stendur að hátíðinni en bangsar (e. bears) eru stórir og loðnir hinsegin karlmenn.

Hlutverk Bangsafélagsins er meðal annars að bæta sýnileika bangsa í samfélaginu, vekja athygli á málefnum eins og líkamsímynd og að halda bangsahátíðina Reykjavík Bear. Þar er á hverju ári sérstakt partí þar sem menn eru hvattir til að skemmta sér berir að ofan og fagna fjölbreytilegum líkömum. 

Gunnar og Pilu eru orðnir hluti af íslenska bangsasamfélaginu, eiga hér marga vini og tóku þátt í hátíðinni í ár sem sjálfboðaliðar. 

SjálfboðaliðarPilu og Gunnar á opnunarkvöldi Reykjavík Bear 2023.

Sitt hvort svefnherbergið 

Þeir segja báðir að enn ríki ákveðnir fordómar í garð hinsegin fólks þar sem þeir fæddust, í Færeyjum og Grænlandi. Pilu segir að þegar hann var lítill hafi frændi hans komið út úr skápnum og sá hafi síðan fljótlega flutt til Danmerkur.

„Þetta er samt mun betra núna og það er haldin Pride-hátíð í Grænlandi. Ég á stóra fjölskyldu á Grænlandi og allir tala enn við mig. Ég er heppinn. Það er bara einn frændi minn og konan hans sem eru á móti samkynhneigð. Þau eru heittrúuð, svipað og Vottar Jehóva. Þau bjóða mig velkominn inn á heimilið sitt og tala við mig en þau komu ekki í brúðkaupið okkar. Enginn í fjölskyldunni minni gagnrýnir að ég sé giftur manni. Þetta hefur ekki verið erfitt fyrir mig,“ segir Pilu. 

Gunnar kemur úr umhverfi tveggja kristinna hópa í Færeyjum þar sem mamma hans er mótmælendatrúar en pabbi hans baptisti. „Hugmyndin er svona þannig að þú átt ekki að deila rúmi með öðrum karlmanni,“ segir hann.

Pilu fær þarna hugljómun og hvetur Gunnar til að segja söguna af bróður hans. „Já, eldri bróðir minn er líka hommi. Hann og kærastinn hans heimsóttu ömmu einu sinni og gistu hjá henni. Hún sagði þá við þá: „Þið eruð ekki giftir. Þið verðið að sofa í sitthvoru herberginu.“ En það skondna við þetta var að þeir máttu gista hjá henni í sama herbergi þegar þeir voru búnir að gifta sig,“ segir Gunnar. 

ÁstfangnirGunnar og Pilu giftu sig í þjóðbúningum heimalanda sinna, Færeyja og Grænlands.

Óvænt bónorð

Þeir voru staddir í Færeyjum þegar Gunnar ákvað að biðja Pilu. „Við sátum inni í bíl. Það var snjór en sólin skein. Virkilega fallegt veður. Við sátum þarna og vorum að tala um framtíðina. Ég spurði Pilu hvernig hann sæi okkur fyrir sér í framtíðinni, hvernig þetta ætti að vera hjá okkur. Hann sagði bara að við yrðum saman en ég var að reyna að fá skýrara svar. Svo teygði ég mig í jakkavasann, sótti hringinn og spurði: „Viltu að við verðum saman svona?’“ segir Gunnar. Pilu: „Ég eiginlega táraðist.“ 

Hann bætir við: „Þegar við byrjuðum að deita spurði ég Gunnar hvað honum fyndist um hjónaband og hann sagði að hann vildi ekki gifta sig. Ég hugsaði þá með mér að það væri allt í lagi; ég væri alveg sáttur við að við værum alltaf kærustupar. En svo kom hann þarna með hringinn.“

„Ég má alveg koma í heimsókn til hennar en ég má ekki tala um að ég sé hommi“
Gunnar

Gunnar segir að daginn sem hann bað Pilu hafi þau verið heima hjá frænku hans. „Öll börnin hennar óskuðu okkur til hamingju en hún sagði ekkert. Þegar maðurinn hennar kom heim spurði hann bara: „Hver á eiginlega afmæli?“ en hann óskaði okkur ekki heldur til hamingju,“ segir hann æðrulaus. „Ég má alveg koma í heimsókn til hennar en ég má ekki tala um að ég sé hommi.“ Pabbi Gunnars tók því hins vegar vel þegar hann kom út úr skápnum. Móðir hans lést þegar hann var mjög ungur en hún hafði ekki verið hrifin þegar eldri bróðir hans sagðist vera samkynhneigður. „Mamma var samt ástrík,“ segir hann.

Eftirminnilegar ræður

Þeir giftu sig árið 2019 og Gunnar, sem er kokkur, sá um allan matinn í veislunni. Meðal þess sem var á boðstólum var ceviche, krókettur, hægeldaður kjúklingur, rifið svínakjöt, ostar og salöt, svo eitthvað sé nefnt. 

Pilu segist hafa sagt að hann vildi ekki gifta sig í kirkju. „Fjórtán dögum seinna sagðist Gunnar vera búinn að finna bæði prest og kirkju,“ segir hann og þeir hlæja báðir. „Ég vildi ekki hafa stórt brúðkaup, bara nánustu fjölskyldu og vini. Svo fór hann alltaf að bæta við fólki,“ segir Pilu á léttu nótunum og Gunnar svarar: „Hey, þú líka.“ 

„Amma mín sagði nýlega að þetta væri besta brúðkaup sem hún hefði farið í“
Pilu

Gunnar segist aldrei hafa upplifað áður að nokkur dagur hafi liðið jafn hratt og þessi dásamlegi brúðkaupsdagur. „Fólk er enn að tala um brúðkaupið. Amma mín sagði nýlega að þetta væri besta brúðkaup sem hún hefði farið í. Fólk er enn að tala um ræðuna sem pabbi þinn hélt,“ segir Pilu og Gunnar grípur hann á orðinu: „Og pabbi þinn og afi þinn.“

Við athöfnina klæddust þeir báðir þjóðbúningum heimalanda sinna. „Ég spurði Pilu hvort hann ætlaði að vera í grænlenska þjóðbúningnum og ákvað þá að kaupa þann færeyska, var kominn með ástæðu til þess. Við höfum notað þá mikið síðan, alltaf þegar við förum í kirkju eða á stóra viðburði, þá erum við í þeim,“ segir Gunnar. 

Vináttan varð sífellt sterkari

Pilu er ekki í vafa um af hverju hann varð ástfanginn af Gunnari. „Ég veit að þetta hljómar kannski eins og klisja en þegar ég gisti heima hjá honum í fyrsta skipti, á meðan við vorum enn bara vinir, þá kom hann heim úr vinnu meðan ég var enn sofandi og gerði geggjaðan brönsj handa mér. Ég held að þá hafi ég byrjað að taka eftir hans einstöku kostum og hversu umhyggjusamur hann er. Í gegn um árin varð vinátta okkar sterkari en ég byrjað líka að upplifa aðrar tilfinningar í hans garð, hann sýndu mér alltaf umhyggju og ástúð,“ segir hann. 

„Þegar kemur að vináttu og ást, af hverju ekki gera þinn besta vin að eiginmanni þínum?“
Pilu

Pilu segir Gunnar alltaf passa upp á að öllum líði vel, sér í lagi fjölskyldumeðlimum og vinum. „Hann er líka einstaklega góður gestgjafi sem passar upp á að enginn fari svangur heim. Þegar kemur að vináttu og ást, af hverju ekki gera þinn besta vin að eiginmanni þínum? Það hefur virkað vel fyrir okkur. Ég get ekki séð fyrir mér framtíðina án hans,“ segir Pilu. 

„Hvað ef?“

Gunnar er á sama máli. „Hann var besti vinur minn og ég sá í fyrstu aldrei fyrir mér að við yrðum par. Hann tók alltaf vel á mót mér þegar ég kom til Kaupmannahafnar. Einn daginn settist ég niður og hugsaði: Hvað ef? Síðan varð ég alltaf meira og meira spenntur fyrir því að hann yrði maðurinn minn. Sem betur fer var hann á saman máli. Við erum mjög líkir. Ég get á ákveðinn hátt speglað mig í honum jafnvel þó við komum frá sitthvoru landinu,“ segir hann. 

Gunnar segir Pilu hafa hjálpað sér að verða sáttari við sjálfan sig eins og hann er: við lífið og tilveruna. „Hann hefur gert mig jarðbundnari en nær mér líka út úr skelinni minni og hvetur mig til að upplífa nýja hluti. Hann er ævintýragjarn, dreyminn og það er það sem mér finnst svo heillandi við hann,“ segir Gunnar.

Þeir eru komnir aftur til Danmerkur en það er enginn vafi á að þeir mæta á Reykjavík Bear að ári. „Auðvitað. Það er hefð. Við hlökkum meira til Reykjavík Bear en til jólanna,“ segir Pilu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár