Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvalveiðiskipin haldin til veiða

Síð­deg­is í gær héldu skip Hvals hf., Hval­ur 8 og Hval­ur 9, til veiða frá hval­stöð­inni í Hval­firði. „Von­brigði,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­vernd­un­ar­sam­tak­anna Hard to Port. Ljós­mynd­ari frá þeim fylgd­ist með brott­för skip­anna hand­an raf­magns­girð­ing­ar.

Hvalveiðiskipin haldin til veiða
Út á miðin Hvalveiðiskipin tvö á leið til veiða síðdegis í gær. Auk áhafna eru eftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð sem munu taka upp veiðarnar. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Skip Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða frá hvalstöðinni síðdegis í gær. Þau sigldu lygnan sjó út Hvalfjörðinn, hlaðin sprengjuskutlum til veiða á langreyðum undan ströndum Íslands. Fyrirtækið hefur leyfi til veiða á 161 dýri í ár.

Á förumKristján Loftsson, forstjóri Hvals, ekur frá hvalstöðinni skömmu áður en skip hans tvö héldu til veiða.

Til stóð að vertíð Hvals hf. hæfist í júní en degi áður en skipin héldu út á miðin ákvað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að stöðva veiðar tímabundið. Tímann til hausts átti að nýta til að ganga úr skugga um að hægt væri að veiða langreyðar í samræmi við lög um dýravelferð. Fagráð um dýravelferð hafði nokkru áður komist að því að slíkt væri ómögulegt með þeim aðferðum og við þær aðstæður sem veiðarnar eru stundaðar.

Starfshópur sem Svandís skipaði skilaði skýrslu í lok ágúst og taldi „ekki unnt að útiloka“ að tillögur Hvals hf. að umbótum við veiðarnar „verði betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum“. Umbæturnar, sem tilteknar eru í nýrri reglugerð, felast m.a. í að nota ljós við mið, að skjóta aðeins á dýrin ef færið er innan við 25 metrar, að stunda veiðar eingöngu í dagsbirtu, að skima eftir kálfum í fylgd dýra sem skyttur hafa í sigtinu og í hertara eftirliti og skráningu frávika við veiðarnar.

Svandís ákvað, í ljósi niðurstöðu starfshópsins, að heimila veiðar á ný. Var sú ákvörðun harðlega gagnrýnd og komu tvær konur í veg fyrir brottför skipa Hvals hf. frá Reykjavíkurhöfn í byrjun viku með því að koma sér fyrir í tunnum í möstrum skipanna. Þar dvöldu þær í 33 klukkustundir.

Við ReykjavíkurhöfnTvær konur stöðvuðu brottför hvalveiðibátanna tveggja frá Reykjavíkurhöfn með því að koma sér fyrir í möstrum þeirra í 33 klukkustundir.

Er þær höfðu komið niður, eftir að lögregla hafði ítrekað reynt að fá þær til þess, voru vélar skipanna ræstar og þeim siglt að hvalstöðinni í Hvalfirði þar sem veiðarfæri og vistir voru teknar um borð. Um klukkan 17 í gær héldu þau svo út á miðin. Auk áhafnar er einnig eftirlitsmaður frá Fiskistofu um borð sem mun líkt og á seinni hluta síðustu vertíðar taka upp veiðarnar.

Í fyrrasumar fylgdust félagar í Hard to Port náið með í hvert skipti sem langreyður var dregin á land í hvalstöðinni. Þeir mynduðu m.a. þegar fóstur voru skorin úr kúm, dýr með marga sprengjuskutla í sér og þegar ósprungnir skutlar voru fjarlægðir úr skrokkum þeirra.

Sprungu ekkiÁ síðustu vertíð voru dæmi um að skutlar sprungu ekki og að skjóta hafi þurft dýr ítrekað.

Nú hefur Hvalur hf. komið upp sterkbyggðum rafmagnsgirðingum umhverfis hvalstöðina og ber óviðkomandi, þ.e. þeim sem ekki vinna hjá fyrirtækinu, að halda sig utan hennar – í meiri fjarlægð frá hvalskurðarplaninu en áður.

„Það eru mikil vonbrigði og veldur áhyggjum að sjá að tvö eldgömul skip Hvals hf. hafa fengið leyfi til að veiða hvali á ný eftir allt það sem dregið hefur verið fram í dagsljósið um starfsemi þeirra undanfarið ár,“ segir Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri Hard to Port, við Heimildina. „Við getum ekkert gert nema vonað að óhagstætt veður muni vernda hvalina á komandi vikum.“

Leyfi í gildi út árið

Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, endurnýjaði leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum árið 2019. Fyrstu þrjú árin var ekkert veitt en í fyrra voru veiddar 148 langreyðar á 100 daga vertíð sem lauk 28. september. Leyfið gildir út árið 2023.

RafmagnaðÍ vor var komið upp rammgerðri rafmagnsgirðingu umhverfis hvalstöðina í Hvalfirði.

Svandís setti í fyrrasumar reglugerð um hert eftirlit með veiðunum. Var það gert í kjölfar þess að Hard to Port upplýsti um mörg frávik líkt og hér að framan er rakið. Við myndavélaeftirlit það sem hófst síðari hluta vertíðarinnar kom í ljós að veiðar stóðu í einhverjum tilvikum fram í myrkur, að dýr voru skotin margsinnis og að dauðastríð þeirra gat staðið klukkustundum saman. Í að minnsta kosti einu tilviki sleit dýr sem skotið hafði verið línu og hvarf sært veiðimönnunum sjónum.

Ef vel ber í veiði fyrir áhafnirnar á Hval 8 og Hval 9, má gera ráð fyrir að fyrstu langreyðarnar verði dregnar á land í hvalstöðinni í Hvalfirði í kvöld eða nótt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár