Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í af­brota­fræði, seg­ir enga ástæðu til að ótt­ast breytt­an veru­leika við um­fjöll­un saka­mála en mik­il­vægt sé að að gera grein­ar­mun á saka­mál­um sem af­þrey­ingu og lög­reglu­rann­sókn.

Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Gabby Petito Mynd: Instagram

Gabrielle Ven­ora Petito var 22 ára banda­rísk kona sem þráði að skapa sér nafn á sam­fé­lags­miðl­um. Í sumar ákvað hún að láta draum­inn ræt­ast þegar hún lagði upp í ferða­lag um Banda­ríkin ásamt kærasta sín­um, Brian Laun­drie. Gabby, eins og hún var gjarnan köll­uð, deildi frá ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um, aðal­lega Instagram og Youtu­be.

Ferða­lagið hófst í júní. Gabby og Brian ferð­uð­ust á hvítum Ford sendi­ferða­bíl sem Gabby átti og ætl­aði parið að ferð­ast um ríki og þjóð­garða í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna. Gabby var í góðu sam­bandi við fjöl­skyldu sína á ferða­lag­inu en síð­ustu vik­una í ágúst heyra þau lítið sem ekk­ert frá henni og SMS-skila­boð sem hún sendi vöktu upp grun­semd­ir.

Fjöl­skyldan til­kynnti um hvarf Gabby 11. sept­em­ber. Fimm dögum síðar biðl­aði fjöl­skylda Gabby til fjöl­skyldu Bri­ans að aðstoða við leit­ina. Dag­inn eft­ir, 17. sept­em­ber, til­kynnti fjöl­skylda Bri­ans að hann væri einnig horf­inn. Lík Gabby finnst tveimur dögum síðar í skógi í Wyom­ing. Öll spjót bein­ast að Brian sem lög­regla leitar enn.

Frá þús­und fylgj­endum í 1,3 millj­ónir

Málið hefur vakið gríð­ar­lega mikla athygli, ekki síst þar sem Gabby og Brian höfðu leyft fylgj­endum að fylgj­ast með ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um. Gabby var með um 1.000 fylgj­endur á Instagram en þegar fregnir bár­ust af hvarfi hennar stækk­aði fylgj­enda­hóp­ur­inn ört. Mjög ört. Í dag, tæpum mán­uði eftir að lík hennar fann­st, eru fylgj­endur hennar 1,3 millj­ón­ir.

Þessi öra fjölgun er lík­lega skýrasta dæmið um breyttan veru­leika þegar kemur að rann­sókn saka­mála. Hlað­vörp þar sem fjallað er um sönn saka­mál, svokölluð „true cri­me“-hlað­vörp, njóta gríð­ar­legra vin­sælda og hlaupa á tug­um, ef ekki hund­ruð­um. Nú getur líka hver sem er sett sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu með auknu upp­lýs­inga­flæði og leiðum til að miðla efni, ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um.

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, segir þessa þróun ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Við ofmetum hætt­una eða lík­urnar á því að vera drepin af morð­ingja eða maka til dæm­is. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna. En fyrir marga er þetta bara spennu­saga en þetta gefur okkur meira af því þetta er að ger­ast núna og þetta er alvöru og því meira spenn­and­i.“

Margrét Valdimarsdóttirdoktor í afbrotafræði.

Mál Gabby, að mati Mar­grét­ar, upp­fyllir flest skil­yrði til að vekja athygli almenn­ings. „Þetta er fórn­ar­lamb sem er auð­velt að hafa samúð með, og ég tala nú ekki um að hún er ung, hún er hvít, hún er fal­leg. Þetta fal­lega unga hvíta par passar akkúrat inn í það sem fræðin hafa verið að fjalla um og benda á að sé til þess fallið að mál fái mikla athygli. Í þessa sögu vantar bara hetju og þá væri þetta full­kom­ið, í þeim skiln­ingi að vekja athygli almenn­ings.“

Ýmis gagn­rýni hefur komið upp í tengslum við mál Gabby, ekki síst vegna þeirrar miklu athygli sem það hefur feng­ið. Gagn­rýnin snýst m.a. um svo­kallað „hvítrar konu sakn­að“-heil­kenni þar sem fjöl­skyldur þeldökkra Banda­ríkja­manna gagn­rýna athygl­ina sem mál eins og mál Gabby fá á meðan mál þeldökkra Banda­ríkja­manna sem hverfa spor­laust fá litla sem enga athygli. Mar­grét segir þessa gagn­rýni eiga rétt á sér þar sem stað­reyndin er sú að þessi mál fá mun minni athygli. „Fatlað fólk, hinsegin og kynsegin fólk og fólk sem er ekki hvítt er lík­legra til að vera þolendur ofbeld­is­glæpa og heim­il­is­of­beld­is. En þau mál fá ekki eins mikla athygli því almenn­ingur hefur ekki áhuga.“

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Aukin athygli yfir­stand­andi morð­rann­sókna geta þó haft jákvæðar hlið­ar. „Lög­reglan fær upp­lýs­ingar sem hún myndi ann­ars aldrei fá en það verður miklu erf­ið­ara fyrir lög­reglu að greiða úr þeim þar sem meiri­hluta upp­lýs­ing­anna er ekki hjálp­leg­ur,“ segir Mar­grét. Flækju­stigið eykst hins vegar með auknum áhuga. „Það munu miklu fleiri stíga fram sem vitni þegar umfjöllun verður svona mikil en frá­sagnir vitn­anna verða á móti ómark­tæk­ari af því að öll umfjöllun sem er í gangi hefur áhrif á hvernig fólk man það sem það sá. Stöðug umfjöllun hefur áhrif á það hvernig við munum atburði sem við sjáum og teljum okkur þess vegna ekki vera að ljúga.“

En er þetta hættu­leg þró­un?

„Fyrir fjöl­skyldur þolenda og ger­enda held ég að þetta sé slæmt af því að frið­helgi einka­lífs þeirra er ekki virt,“ segir Mar­grét. Þá bendir hún á að það sé ekki gott fyrir fólk að ein­blína frekar á hættur og hið nei­kvæða í umhverf­inu frekar en hið jákvæða. Hvað umfjöllun fjöl­miðla um rann­sókn yfir­stand­andi morð­mála segir Mar­grét að það sé undir miðl­unum sjálfum komið hvernig fjallað er um mál­in. „Það fer eftir þeirra eigin siða­reglum hvert þeir vilja fara. En við verðum að gera okkur grein fyrir að í huga almenn­ings er þetta afþrey­ing.“

Saka­mála­hlað­vörp, heim­ilda­myndir og ýmsar frá­sagnir á sam­fé­lags­miðlum eru einmitt fyrst og fremst afþrey­ing og Mar­grét segir mik­il­vægt að gera skýran grein­ar­mun á afþr­ey­ing­unni og morð­rann­sókn­unum sjálfum og þau áhrif sem hún hefur á fjöl­skyldu þolenda. „Heim­ilda­þættir vekja oft athygli á ein­hverju sem þarf að laga í sam­bandi við rétt­ar­kerf­ið, sem er jákvætt, en ef fólk vill í alvöru læra eitt­hvað um saka­mál og af hverju ein­stak­lingur ákveður að fremja voða­verk þá mæli ég með því að fólk læri afbrota­fræð­i.“

Mar­grét segir þó ekki telj­andi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum aukna áhuga á morð­málum sem kemur skýr­ast fram á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég held að við þurfum ekki að hafa sér­stakar áhyggjur af þessu. Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing. Sem afbrota­fræð­ingur veit ég það vel að fólk hefur lít­inn áhuga á fréttum um að afbrotum sé að fækka en mik­inn áhuga ef þeim er að fjölga eða ef það er eitt­hvað sér­stakt mál. Það er ekk­ert skrít­ið, það er bara eins og það er, en rann­sóknir sýna að það er ekki endi­lega gott fyrir okkur sem neyt­endur að vera stöðugt að fók­usera á voða­verk.“

Haley Toumaian er ein af fjöl­mörgum TikT­ok-not­endum sem hafa fjallað um Gabby. Hún er með 650 þús­und fylgj­endur á TikTok og hefur fylgst með máli Gabby frá upp­hafi og deilt fréttum og eigin hug­renn­ingum um málið frá 16. sept­em­ber. Toumaian greinir frá því í sam­tali við BBC að fyrstu dag­ana eyddi hún um sex klukku­stundum á dag í að afla sér upp­lýs­inga um Gabby og rann­sókn máls­ins.

Mar­grét segir að svo lengi sem not­endur fari eftir fyr­ir­mælum lög­reglu sé ekk­ert athuga­vert við þessa frá­sagn­ar­að­ferð. „Ef þau virða fyr­ir­mæli lög­reglu um að fara ekki á ákveðið svæði eða nota ákveðnar upp­lýs­ing­ar, að fara eftir ákveðnum regl­um, þá þurfum við ekki að koma ákveðnum skila­boðum til þeirra.“

„Mér líður eins og ég þekki Gabby“

Áhug­inn á rann­sókn á morði Gabby er ekki ein­ungis bund­inn við Banda­rík­in, hann er einnig grein­an­legur hér á landi. Inga Krist­jáns­dótt­ir, rit­höf­undur og stjórn­andi hlað­varps­ins Ill­verks, fjall­aði um málið í þætti sínum 25. sept­em­ber. Inga segir að áhugi hennar á mál­inu hafi kviknað þar sem hún geti tengt við Gabby á marga vegu.

„Mér líður eins og ég þekki Gabby því málið var svo opið alheim­in­um. Sama má segja um Bri­an, þótt það sé orðið ansi ljóst að meira býr að baki hans karakt­ers. Það er hægt að tengja við þau á svo marga vegu og held ég að margir hafi sömu drauma og þau, langi að ferðast, vera stór á sam­fé­lags­miðlum og eiga þetta ævin­týra­líf,“ segir Inga.

Inga KristjánsdóttirHeldur úti hlaðvarpinu Illverk.

Inga hefur gefið út rúm­lega 100 þætti um hin ýmsu saka­mál. Í fyrstu voru 90% hlust­enda konur en í dag er hlut­fallið jafnt og segir Inga hafa fundið fyrir auknum áhuga und­an­far­ið. Þátt­ur­inn um Gabby hefur til að mynda fengið þrefalt meiri hlustun en meðal þáttur Ill­verka.

Aðspurð hvort það sé mik­ill munur á að fjalla um mál þar sem rann­sókn stendur enn yfir, líkt og í máli Gabby, og málum sem eru upp­lýst segir hún að svo sé. „Vana­lega get ég hlustað á bækur og aflað mér upp­lýs­inga á net­inu í nokkra daga áður en ég sem hand­rit­ið. Þegar ég rann­saka svona nýleg mál eru alltaf að bæt­ast við upp­lýs­ingar svo ég er stans­laust að bæta við hand­rit­ið.“ Þá segir Inga að alls konar get­gátur sem upp koma á sam­fé­lags­miðlum geti flækt málin þar sem þær eru mis­gáfu­leg­ar. „Það er vissu­lega meira krefj­andi að skrifa svona þátt, því þú vilt ekki fara með fleip­ur, en mun líf­legra og skemmti­legra.“

TikTok eigi þátt í að varpa ljósi á sann­leik­ann

Inga er sann­færð um ágæti TikTok við rann­sókn saka­mála. „Sann­leik­ur­inn er sá að TikTok á stóran part í að koma sann­leik­anum upp á yfir­borð­ið. Ég er ekki viss um að málið væri komið jafn langt ef ekki væri fyrir for­rit­ið. En öllu má nú ofgera. Per­sónu­lega finnst mér slæmt þegar fólk er farið út fyrir ákveðin mörk og mögu­lega farið að traðka á vinnu lög­reglu. Ég skil vel að fólk vilji að málið gangi hraðar og það vill hjálpa. En það hefur gerst ítrekað að upp­lýs­ingar hafa lekið sem gætu skemmt fyr­ir. Sem er ekki gott.“

Rann­sókn­ar­vinna Ingu heldur áfram en hún er hætt að nýta sér TikTok og Instagram. „Þetta er komið út fyrir öll mörk og leið­inda „get­gátupés­ar“ komnir af stað. Ég fylgist með spjall­síðu á Face­book þar sem rúm­lega 50.000 manns fylgj­ast með og skoða reglu­lega frétta­síð­ur. Mitt plan er svo að gera fljót­lega annan þátt þar sem ég mun fara yfir allt sem er búið að stað­festa.“

Brian Laundrie og Gabby Petito.

Inga telur að draga megi ýmsan lær­dóm af máli Gabby, meðal ann­ars að ekki er allt sem sýn­ist á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég vona að vit­und­ar­vakn­ing verði um bæði allt sem þú sérð á net­inu, að þú ættir að taka því með fyr­ir­vara, og að við pössum upp á hvort ann­að. Vinir okkar og vanda­menn gætu verið í hræði­legum sam­bönd­um. Það er okkar verk­efni að spyrja og hunsa ekki rauð flögg sem við sjá­um.“

Morðið á Gabby Petito er fyrst og fremst harm­leik­ur. Stað­reyndin er hins vegar sú að málið vekur athygli og lög­regla jafnt sem sam­fé­lags­miðla­not­endur kepp­ast við að kom­ast að sann­leik­anum um lát henn­ar. Krufn­ing­ar­skýrsla Gabby var gerð opin­ber á mið­viku­dag og þar kemur fram að dán­ar­or­sök hennar var kyrk­ing og að hún hefði verið látin í þrjár til fjórar vikur þegar líkið fannst 19. sept­em­ber. Leit stendur enn yfir af Bri­an, kærasta Gabby, sem er sá eini sem hefur rétt­ar­stöðu grun­aðs í mál­inu. En þá er bara spurn­ing hvort hetj­an, sem Mar­grét minnt­ist á hér að ofan, verði sá eða sú sem nær að leysa mál­ið. Og ætli það verði lög­reglan eða jafn­vel TikT­ok-­stjarna?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár