Súkkulaðikaka beið á borðum þegar hún kom heim af æfingu. Hún átti tólf ára afmæli og fjölskyldan var samankomin til að fagna því. En henni var illt í maganum og var búið að líða illa allan daginn. Í morgunmat hafði stjúpmóðir hennar pínt ofan í hana heilum lauk, hráum. Og chili-pipar. Þótt það væri ekkert óvanalegt að vakna upp við ofbeldi, var aðeins verra en vanalega að vera vakin upp við það á afmælisdaginn, og nú átti hún að gleðjast yfir tímamótunum.
Daglegt líf í Taílandi
Linda Biu Kjartansdóttir fæddist á Íslandi árið 2002 og bjó hér fyrstu tvö æviárin áður en foreldrar hennar fluttu aftur til Taílands. Hún er dóttir Kjartans Adolfssonar, sem hlaut árið 1991 tíu mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gagnvart elstu dóttur sinni, Guðrúnu. Yngri börn Kjartans ólust engu að síður upp á heimili hans, dæmds barnaníðings, án þess að nokkurt eftirlit væri með framgöngu föðurins. Á …
Nú vil ég sjá að verklagsreglum verði breytt hjá barnayfirvöldum og á börnin verði alltaf hlustað og þau tekin út úr aðstæðum sem þarf að kanna. Þau eiga alltaf að njóta vafans og þeirra öruggi alltaf að vera það fyrsta sem er tryggt.