Prentsmiðjur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins eru meðal fjölmargra stórra íslenskra innflytjenda sem sögð eru hafa orðið fyrir ólöglegu samráði Eimskips og Samskipa, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna í síðustu viku. Áður hafði Eimskip gengist við brotum sínum og undirgengist sátt og greiðslu 1,5 milljarða sektar fyrir hið ólöglega samráð og villandi og ranga upplýsingagjöf til Samkeppniseftirlitsins.
Í atvikalýsingum af þeim hluta samráðsins sem beindist gegn íslensku dagblaðaprentsmiðjunum, vekur Samkeppniseftirlitið líka athygli á því sem kallaðar eru mútugreiðslur í tengslum við þau viðskipti og hvernig lögð var áhersla á að leyna þeim fyrir viðskiptavinum hér á Íslandi.
Þúsundir tonna af pappír
Umræddar mútugreiðslur eru sagðar hafa átt sér stað á árunum 2009–2011. Í miðju málsins er framkvæmdastjóri kanadísks flutningsmiðlunarfyrirtækis, sem miðlar kaupum og flutningum á dagblaðapappír. Landsprent, sem prentaði Morgunblaðið, og Ísafoldarprentsmiðja, sem prentaði Fréttablaðið, nýttu sér þjónustu miðlarans í viðskiptum við pappíraframleiðandann Abitibi í Montreal í …
Athugasemdir (1)