Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem haldinn var síðustu helgi var ítrekað að vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu verði flýtt eins og hægt er. Og bent á að ríkisstjórnin sem nú sitji sé hálfnuð með kjörtímabilið og því mikilvægt að stofnun þjóðgarðsins komist á dagskrá næsta þingvetrar. Sama ályktun var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í febrúar síðastliðnum.
„Okkur hefur ekki auðnast að ná þar saman um ákvæði um umhverfi og auðlindir“
„Það er eitt mál sem er alveg ótrúlega mikilvægt. Það var lagt fram en mætti gríðarlegri andstöðu hjá sveitarfélögum hringinn í kringum landið, sem kom mér á óvart. Ég hélt að það yrði meiri áhugi á þessu. Að einhverju leyti snerist þessi umræða um hálendisþjóðgarð mjög mikið bara um orkuvinnslu, en það er svo margt annað sem þarf að taka tillit til.
Núna erum við …
Athugasemdir (1)