Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðgátan um holurnar í Geirþjófsfirði upplýst

Nátt­úru­leg öfl eru tal­in hafa mynd­að hol­urn­ar djúpu og dul­ar­fullu í Geir­þjófs­firði inn af Arnar­firði. En höf­und­ar nýrr­ar rann­sókn­ar á til­urð þeirra úti­loka hins veg­ar ekki með al­gjörri vissu að skrímsli hafi kom­ið þar við sögu.

Ráðgátan um holurnar í Geirþjófsfirði upplýst
Dularfullt Á dýptarkorti sem Köfunarþjónustan vann eftir leiðangur sinn í fyrra má sjá holurnar djúpu í Geirþjófsfirði vel. Mynd: Náttúrufræðingurinn

Rækjusjómenn höfðu lengi tekið eftir misdýpi innarlega í Geirþjófsfirði sem er einn af suðurfjörðum Arnarfjarðar. Í reglubundnum dýptarmælingum Árna Friðrikssonar, rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar, í upphafi aldarinnar var ákveðið að undirlagi Guðmundar Bjarnasonar skipstjóra rannsóknarskipsins að mæla langt inn eftir Geirþjófsfirðinum. Í ljós kom að um miðbik fjarðarins var að finna holur í botnsetinu.

Þetta eru engar smávegis holur, sú stærsta er 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Þessar niðurstöður hafa vakið áhuga margra og ýmsar kenningar verið settar fram um uppruna þeirra. Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því,“ sagði Árni Kópsson kafari sem fór sumarið 2011 í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Með í för var skrímslafræðingurinn Þorvaldur Friðriksson en hann safnar skrímslasögum og sagði í samtali við Fréttablaðið eftir leiðangurinn, sem Skrímslasetrið á Bíldudal stóð að, að margar þeirra væru tengdar svæðum í námunda við holurnar.

Fjörður í fjallasalGeirþjófsfjörður er einn af Suðurfjörðum í Arnarfirði, langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir Trostansfirði. Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó.

Árni sagði að afrakstur ferðarinnar renndi stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Í frétt Vísis voru raktar nokkrar skrímaslögur. Meðal slíkra sagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld.

Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar, sem kortlagði holurnar í upphafi aldarinnar, nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum,” sagði nafni hans Kópsson við Fréttablaðið.

Og nú hefur svæðið verið rannsakað enn frekar og niðurstöður þeirrar rannsóknar eru birtar í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins.

Ná niður á 97 metra dýpi

Köfunarþjónustan ehf., fyrirtæki í eigu Árna Kópssonar, kannaði holurnar nánar síðasta haust. Á dýptarkorti sem unnið var með fjölgeislamæli og setþykktarmæli, má sjá þrjár stórar holur og þrjár minni. Allt eru þetta holur sem Hafrannsóknarstofnun hafði einnig séð í sínum leiðangri fyrir tæpum aldarfjórðungi.

Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi. Myndirnar gefa til kynna að hliðar holanna séu brattar og háar. Þegar kort Hafrannsóknarstofnunar og kort Köfunarþjónustunnar eru borin saman, segir í grein Náttúrufræðingsins, virðist ljóst að hrun hafi orðið eftir að Árni Friðriksson fór um svæðið árið 2002.

Hér varð hrunHola 4 árið 2002 til vinstri og árið 2022 til hægri. Ljóst virðist að efni úr hrygg í suðurjaðri stóru holunnar hefur flætt til norðurs inn í holuna og skilið eftir sig nokkurn veginn hringlaga brotsár.

Setlögin á botni Geirþjófsfjarðar eru einkum talin hafa myndast við upphleðslu fínkornaðs framburðar frá landi eftir ísöld. Setið hefur, að því er segir í grein Náttúrufræðingsins, sléttað það landslag sem fyrir var og myndað flatan og tiltölulega sléttan botn í dýpri hluta fjarðarins. Holurnar dularfullu hafa síðan myndast í þessari setsléttu.

Vökvi, en hvaða vökvi?

„Hvað veldur því að holur grafast í stafla af setlögum á 70 metra dýpi í þröngum og kyrrum firði? Og hvað veldur því að gröfturinn virðist hafa átt sér stað eftir að setið hafði hlaðist upp á botninum? Spyrja höfundar greinarinnar, jarðfræðingarnir Kjartan Thors og Guðbjörn Margeirsson.

Ljóst virðist að vökvaflæði af einhverju tagi komi við sögu. En hvers kyns vökva? Þeir segja í grein sinni að erfitt sé að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi á einhverjum tíma, seint á nútíma, byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins, svo öfluga að þeir gætu borað sig niður í gegnum setið. Slíkir hvirflar hefðu að auki þurft að vera staðbundnir um langt skeið og á mörgum stöðum.

„Miklu líklegra er að vökvastreymi hafi borist upp í gegnum setið,“ skrifa þeir í niðurstöðum sínum. Slíkt streymi hefði komið fínkorna botnsetinu í sviflausn sem hefði borist burt með straumum, aðallega sjávarfallastraumum. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt. „Hér verður ekki ráðist í hugsanlegar skýringar á vatnsuppsprettu á mörgum stöðum í miðjum Geirþjófsfirði,“ halda þeir áfram. Þess megi þó geta að heitt vatn finnst á nokkrum stöðum í nágrenninu. Til dæmis finnst það í Dufansdal, og einnig í Reykjarfirði, þar sem það er meðal annars notað í sundlaug. Þá nefna þeir einnig að við rannsóknarboranir í kalkþörungasetlög árið 2000 fékkst volgur kjarni af botni í vestanverðum Trostansfirði.

Helsta búsvæði skrímsla

Sú staðreynd að umtalsvert magn efnis hefur færst til í einni holunni bendi til þess að kerfið sé virkt. Ástæða hrunsins í og við holuna gæti hafa verið sú að ný uppspretta vökva hafi myndast við brún holunnar sem fyrir var. Hringlaga jaðar hrunsvæðisins gæti hafa orsakast af uppsprettu í miðjum „hringnum“.

„Hér að framan er leitað að þekktum náttúrulegum öflum sem gætu skýrt myndun holnanna í Geirþjófsfirði,“ skrifa þeir Kjartan og Guðbjörn að endingu. „Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu (Þorvaldur Friðriksson, munnl. uppl.), og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Haraldur Sigurdsson skrifaði
    Merkilegt er að höfundar taka ekki til greina þá skýringu, sem er sennilegust til að túlka þessa pytti. Sú skýring er að þetta séu katlar sem eftir verða þegar mjög stórir borgarísjakar festast í mjúku sjávarseti á botni í firðinum, bráðna og hverfa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár