Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðgátan um holurnar í Geirþjófsfirði upplýst

Nátt­úru­leg öfl eru tal­in hafa mynd­að hol­urn­ar djúpu og dul­ar­fullu í Geir­þjófs­firði inn af Arnar­firði. En höf­und­ar nýrr­ar rann­sókn­ar á til­urð þeirra úti­loka hins veg­ar ekki með al­gjörri vissu að skrímsli hafi kom­ið þar við sögu.

Ráðgátan um holurnar í Geirþjófsfirði upplýst
Dularfullt Á dýptarkorti sem Köfunarþjónustan vann eftir leiðangur sinn í fyrra má sjá holurnar djúpu í Geirþjófsfirði vel. Mynd: Náttúrufræðingurinn

Rækjusjómenn höfðu lengi tekið eftir misdýpi innarlega í Geirþjófsfirði sem er einn af suðurfjörðum Arnarfjarðar. Í reglubundnum dýptarmælingum Árna Friðrikssonar, rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar, í upphafi aldarinnar var ákveðið að undirlagi Guðmundar Bjarnasonar skipstjóra rannsóknarskipsins að mæla langt inn eftir Geirþjófsfirðinum. Í ljós kom að um miðbik fjarðarins var að finna holur í botnsetinu.

Þetta eru engar smávegis holur, sú stærsta er 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Þessar niðurstöður hafa vakið áhuga margra og ýmsar kenningar verið settar fram um uppruna þeirra. Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því,“ sagði Árni Kópsson kafari sem fór sumarið 2011 í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Með í för var skrímslafræðingurinn Þorvaldur Friðriksson en hann safnar skrímslasögum og sagði í samtali við Fréttablaðið eftir leiðangurinn, sem Skrímslasetrið á Bíldudal stóð að, að margar þeirra væru tengdar svæðum í námunda við holurnar.

Fjörður í fjallasalGeirþjófsfjörður er einn af Suðurfjörðum í Arnarfirði, langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir Trostansfirði. Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó.

Árni sagði að afrakstur ferðarinnar renndi stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Í frétt Vísis voru raktar nokkrar skrímaslögur. Meðal slíkra sagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld.

Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar, sem kortlagði holurnar í upphafi aldarinnar, nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum,” sagði nafni hans Kópsson við Fréttablaðið.

Og nú hefur svæðið verið rannsakað enn frekar og niðurstöður þeirrar rannsóknar eru birtar í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins.

Ná niður á 97 metra dýpi

Köfunarþjónustan ehf., fyrirtæki í eigu Árna Kópssonar, kannaði holurnar nánar síðasta haust. Á dýptarkorti sem unnið var með fjölgeislamæli og setþykktarmæli, má sjá þrjár stórar holur og þrjár minni. Allt eru þetta holur sem Hafrannsóknarstofnun hafði einnig séð í sínum leiðangri fyrir tæpum aldarfjórðungi.

Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi. Myndirnar gefa til kynna að hliðar holanna séu brattar og háar. Þegar kort Hafrannsóknarstofnunar og kort Köfunarþjónustunnar eru borin saman, segir í grein Náttúrufræðingsins, virðist ljóst að hrun hafi orðið eftir að Árni Friðriksson fór um svæðið árið 2002.

Hér varð hrunHola 4 árið 2002 til vinstri og árið 2022 til hægri. Ljóst virðist að efni úr hrygg í suðurjaðri stóru holunnar hefur flætt til norðurs inn í holuna og skilið eftir sig nokkurn veginn hringlaga brotsár.

Setlögin á botni Geirþjófsfjarðar eru einkum talin hafa myndast við upphleðslu fínkornaðs framburðar frá landi eftir ísöld. Setið hefur, að því er segir í grein Náttúrufræðingsins, sléttað það landslag sem fyrir var og myndað flatan og tiltölulega sléttan botn í dýpri hluta fjarðarins. Holurnar dularfullu hafa síðan myndast í þessari setsléttu.

Vökvi, en hvaða vökvi?

„Hvað veldur því að holur grafast í stafla af setlögum á 70 metra dýpi í þröngum og kyrrum firði? Og hvað veldur því að gröfturinn virðist hafa átt sér stað eftir að setið hafði hlaðist upp á botninum? Spyrja höfundar greinarinnar, jarðfræðingarnir Kjartan Thors og Guðbjörn Margeirsson.

Ljóst virðist að vökvaflæði af einhverju tagi komi við sögu. En hvers kyns vökva? Þeir segja í grein sinni að erfitt sé að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi á einhverjum tíma, seint á nútíma, byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins, svo öfluga að þeir gætu borað sig niður í gegnum setið. Slíkir hvirflar hefðu að auki þurft að vera staðbundnir um langt skeið og á mörgum stöðum.

„Miklu líklegra er að vökvastreymi hafi borist upp í gegnum setið,“ skrifa þeir í niðurstöðum sínum. Slíkt streymi hefði komið fínkorna botnsetinu í sviflausn sem hefði borist burt með straumum, aðallega sjávarfallastraumum. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt. „Hér verður ekki ráðist í hugsanlegar skýringar á vatnsuppsprettu á mörgum stöðum í miðjum Geirþjófsfirði,“ halda þeir áfram. Þess megi þó geta að heitt vatn finnst á nokkrum stöðum í nágrenninu. Til dæmis finnst það í Dufansdal, og einnig í Reykjarfirði, þar sem það er meðal annars notað í sundlaug. Þá nefna þeir einnig að við rannsóknarboranir í kalkþörungasetlög árið 2000 fékkst volgur kjarni af botni í vestanverðum Trostansfirði.

Helsta búsvæði skrímsla

Sú staðreynd að umtalsvert magn efnis hefur færst til í einni holunni bendi til þess að kerfið sé virkt. Ástæða hrunsins í og við holuna gæti hafa verið sú að ný uppspretta vökva hafi myndast við brún holunnar sem fyrir var. Hringlaga jaðar hrunsvæðisins gæti hafa orsakast af uppsprettu í miðjum „hringnum“.

„Hér að framan er leitað að þekktum náttúrulegum öflum sem gætu skýrt myndun holnanna í Geirþjófsfirði,“ skrifa þeir Kjartan og Guðbjörn að endingu. „Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu (Þorvaldur Friðriksson, munnl. uppl.), og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Haraldur Sigurdsson skrifaði
    Merkilegt er að höfundar taka ekki til greina þá skýringu, sem er sennilegust til að túlka þessa pytti. Sú skýring er að þetta séu katlar sem eftir verða þegar mjög stórir borgarísjakar festast í mjúku sjávarseti á botni í firðinum, bráðna og hverfa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár