Á næstu dögum verður tilkynnt hvort hvalveiðibanni, sem sett var á í sumar, verði aflétt eða því haldið til streitu. Málið er mjög umdeilt innan ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína eftir að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögum um velferð dýra.
Bjarni Benediktsson brást við með því að segja að þetta væri ekki til þess fallið að þétta raðirnar í stjórnarliðinu. ,,Ef þú ert að vísa til þess hvort þetta setji stjórnarsamstarfið allt í loft upp þá myndi ég segja að það hefði gert það nú þegar,“ sagði Bjarni í viðtali við Þjóðmál.
„Ríkisstjórnin getur sprungið af stóru og smáu“
Blk: Mikil gremja, mikil reiði er vegna hvalveiðibannsins innan raða Sjálfstæðisflokksins. Telurðu að samstarfið gæti verið í hættu ef ákveðið verður að halda því til streitu …
Athugasemdir