Þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að sveitarfélögum sé skylt að láta smala sauðfé sem gengur í annarra manna löndum en eigenda þess, hafa landeigendur í Stöðvarfirði gengið bónleiðir til búðar síðustu fimm ár en kröfum þeirra um smölun hefur ekki verið sinnt. Ívar Ingimarsson, eigandi jarðarinnar Óseyrar í Stöðvarfirði, ásamt Hrefnu Arnardóttur, eiginkonu sinni, hefur þá sætt hótunum um líkamsmeiðingar á samfélagsmiðlum, uppnefnum og hrakyrðum einnig, vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja friða sitt land fyrir ágangi sauðfjár. Þau hjón er fráleitt einu landeigendurnir sem svo háttar um á landinu.
Ívar er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára, spilaði meðal annars í átta ár með enska knattspyrnuliðinu Reading, bæði í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu deildinni. Hann er frá Stöðvarfirði og keypti árið 2005 jörðina Óseyri í firðinum. „Ég tengist í raun ekkert Óseyri, jörðinni sem slíkri, en þetta eru mínir heimahagar. Ég er niðri á Stöðvarfirði núna, …
Athugasemdir