Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líklegast að verða ríkur ef þú ert karl, áttir í útgerð, heitir Jón og býrð á Nesinu

Líklegast að verða ríkur ef þú ert karl, áttir í útgerð, heitir Jón og býrð á Nesinu

Hér er birtur listi yfir það eina prósent Íslendinga sem hafði mestar tekjur á síðasta ári. Listinn byggir á greiningu Heimildarinnar á álagningarskrá Skattsins sem gerð er aðgengileg almenningi og fjölmiðlum í nokkra daga á ári í ágústmánuði. 

Það er ýmislegt sem vekur athygli þegar listi sem þessi er skoðaður. Eitt er að hann sýnir okkur allt aðra mynd en þau hefðbundnu tekjublöð, sem komið hafa út áratugum saman, gera. Ástæða þess er að hann telur líka með fjármagnstekjur, ekki einungis launatekjur. Því er myndin sem dregin er upp í Heimildinni mun raunsannari en sú sem birtist annars staðar og getur verið ansi villandi. 

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins, sem er systurmiðill Frjálsrar verslunar, var rétt með farið með niðurstöðu samantektar tímaritsins og Haraldur Ingi Þorleifsson sagður launahæsti Íslendingurinn. Í endursögn stærstu vefmiðla landsins, mbl.is, vísir.is og dv.is, var Haraldur hins vegar sagður tekjuhæstur landsmanna. Sem hann var ekki. 

Haraldur þénaði 558 milljónir króna í fyrra og greiddi 254 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt. Skattakóngur landsins, og sá sem var með hæstu tekjurnar, var hins vegar Pétur Hafsteinn Pálsson, sem seldi hlut sinn í útgerðinni Vísi í fyrra. Hann þénaði 4,1 milljarð króna á árinu 2022 og af þeirri upphæð voru 99,3 prósent fjármagnstekjur. Pétur greiddi samtals 903 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt, eða 651 milljón króna meira en Haraldur, sem er í 25. sæti á listanum yfir þá landsmenn sem var með mestar tekjur á síðasta ári. 

Karlar og Jónar fyrirferðarmiklir

Af þeim sem röðuðu sér í 50 efstu sætin voru 40 karlar en einungis tíu konur. Í einhverjum tilvikum var um að ræða karla sem fengu fjármagnstekjur sem urðu til vegna sölu eiginkvenna þeirra á fjölskyldufyrirtækjum á sig en það virkar líka í hina áttina. Þessi hlutföll endurspeglast líka á heildarlistanum, sem telur, líkt og áður sagði, 3.320 manns. Þar af eru 608 konur, eða tæplega fimmtungur. Karlar voru auk þess tekjuhæstir í átta af þeim tíu landsvæðum sem greining Heimildarinnar tók til. Í fréttum miðilsins af launatekjum landsmanna í síðustu viku kom fram að það væru jafnmargir karlar sem hétu Jón Sigurðsson á listanum yfir þrettán launahæstu forstjórana og konur, eða tveir. Og svo framvegis. 

Myndin er heilt yfir nokkuð skýr: karlar eru mun líklegri til að græða umtalsverða peninga á Íslandi en konur. Það rímar við fyrri greiningar Heimildarinnar á því hverjir stýra fjármagni á Íslandi, og þá ályktun að karllæg stýring leiði af sér karllæga menningu og það að karllægar hugmyndir fái frekari brautargengi í viðskiptum.

Það fær líka stuðning í því að algengustu nöfnin á hátekjulistanum í ár eru Jón (160), Sigurður (151), Guðmundur (101), Gunnar (97) og Magnús (88). 

Arðbærast að selja fyrirtæki

Það sem er líklegast til að skila fólki á lista sem þessa er sala á fyrirtækjum. Flestir sem raða sér í efstu sætin áttu, eða eiga, útgerðir og kvóta en þar er líka að finna fyrirtæki sem selja alls kyns iðnaðarvörur, stjórnendur hjá fyrirtækjum sem greiða háa kaupauka og einstaka þekkt nöfn úr efstu lögum íslensks viðskiptalífs. Raunar er fjarvera margra sem leika stór hlutverk í fjárfestingaleiknum á Íslandi af listanum athyglisverð í sjálfu sér, en það kemur til vegna þess að þeir taka ávinninginn af fjárfestingum sínum inn í félög og fresta með því skattgreiðslum þar til að þeir greiða hann út sem arð. Það breytir þó ekki að auður þeirra fer hratt vaxandi. 

Alls þénuðu þrettán einstaklingar meira en einn milljarð króna í heildartekjur á síðasta ári. Það er einum færri en það gerðu árið áður. Samanlagt voru tekjur þessara þrettán einstaklinga 29,3 milljarðar króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það litlu minni upphæð en öll heimili á Íslandi greiddu í vexti af lánum sínum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Meðaltalstekjur þessa hóps voru tæplega 2,3 milljarðar króna á árinu 2022 á meðan að meðaltal reglulegra heildarlauna allra Íslendinga, að þeim meðtöldum, var 808 þúsund krónur. 

Flestir sem rata á listann í ár búa í höfuðborginni Reykjavík, sem er langfjölmennasta sveitarfélag landsins. Alls eru 1.099, eða þriðjungur eina prósentsins, búsettir þar. Sá hópur er þó einungis 0,7 prósent íbúa Reykjavíkur. Til samanburðar eru 138 Seltirningar, eða tæp þrjú prósent íbúa þar, og 438 Garðbæingar þar, eða 2,3 prósent íbúa þess sveitarfélags í lok síðasta árs, á listanum. 

Hægt er að smella hér á hlekkinn hér að neðan til að fletta upp í listanum.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
1
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
4
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
9
Fréttir

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár