Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Líklegast að verða ríkur ef þú ert karl, áttir í útgerð, heitir Jón og býrð á Nesinu

Líklegast að verða ríkur ef þú ert karl, áttir í útgerð, heitir Jón og býrð á Nesinu

Hér er birtur listi yfir það eina prósent Íslendinga sem hafði mestar tekjur á síðasta ári. Listinn byggir á greiningu Heimildarinnar á álagningarskrá Skattsins sem gerð er aðgengileg almenningi og fjölmiðlum í nokkra daga á ári í ágústmánuði. 

Það er ýmislegt sem vekur athygli þegar listi sem þessi er skoðaður. Eitt er að hann sýnir okkur allt aðra mynd en þau hefðbundnu tekjublöð, sem komið hafa út áratugum saman, gera. Ástæða þess er að hann telur líka með fjármagnstekjur, ekki einungis launatekjur. Því er myndin sem dregin er upp í Heimildinni mun raunsannari en sú sem birtist annars staðar og getur verið ansi villandi. 

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins, sem er systurmiðill Frjálsrar verslunar, var rétt með farið með niðurstöðu samantektar tímaritsins og Haraldur Ingi Þorleifsson sagður launahæsti Íslendingurinn. Í endursögn stærstu vefmiðla landsins, mbl.is, vísir.is og dv.is, var Haraldur hins vegar sagður tekjuhæstur landsmanna. Sem hann var ekki. 

Haraldur þénaði 558 milljónir króna í fyrra og greiddi 254 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt. Skattakóngur landsins, og sá sem var með hæstu tekjurnar, var hins vegar Pétur Hafsteinn Pálsson, sem seldi hlut sinn í útgerðinni Vísi í fyrra. Hann þénaði 4,1 milljarð króna á árinu 2022 og af þeirri upphæð voru 99,3 prósent fjármagnstekjur. Pétur greiddi samtals 903 milljónir króna í tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt, eða 651 milljón króna meira en Haraldur, sem er í 25. sæti á listanum yfir þá landsmenn sem var með mestar tekjur á síðasta ári. 

Karlar og Jónar fyrirferðarmiklir

Af þeim sem röðuðu sér í 50 efstu sætin voru 40 karlar en einungis tíu konur. Í einhverjum tilvikum var um að ræða karla sem fengu fjármagnstekjur sem urðu til vegna sölu eiginkvenna þeirra á fjölskyldufyrirtækjum á sig en það virkar líka í hina áttina. Þessi hlutföll endurspeglast líka á heildarlistanum, sem telur, líkt og áður sagði, 3.320 manns. Þar af eru 608 konur, eða tæplega fimmtungur. Karlar voru auk þess tekjuhæstir í átta af þeim tíu landsvæðum sem greining Heimildarinnar tók til. Í fréttum miðilsins af launatekjum landsmanna í síðustu viku kom fram að það væru jafnmargir karlar sem hétu Jón Sigurðsson á listanum yfir þrettán launahæstu forstjórana og konur, eða tveir. Og svo framvegis. 

Myndin er heilt yfir nokkuð skýr: karlar eru mun líklegri til að græða umtalsverða peninga á Íslandi en konur. Það rímar við fyrri greiningar Heimildarinnar á því hverjir stýra fjármagni á Íslandi, og þá ályktun að karllæg stýring leiði af sér karllæga menningu og það að karllægar hugmyndir fái frekari brautargengi í viðskiptum.

Það fær líka stuðning í því að algengustu nöfnin á hátekjulistanum í ár eru Jón (160), Sigurður (151), Guðmundur (101), Gunnar (97) og Magnús (88). 

Arðbærast að selja fyrirtæki

Það sem er líklegast til að skila fólki á lista sem þessa er sala á fyrirtækjum. Flestir sem raða sér í efstu sætin áttu, eða eiga, útgerðir og kvóta en þar er líka að finna fyrirtæki sem selja alls kyns iðnaðarvörur, stjórnendur hjá fyrirtækjum sem greiða háa kaupauka og einstaka þekkt nöfn úr efstu lögum íslensks viðskiptalífs. Raunar er fjarvera margra sem leika stór hlutverk í fjárfestingaleiknum á Íslandi af listanum athyglisverð í sjálfu sér, en það kemur til vegna þess að þeir taka ávinninginn af fjárfestingum sínum inn í félög og fresta með því skattgreiðslum þar til að þeir greiða hann út sem arð. Það breytir þó ekki að auður þeirra fer hratt vaxandi. 

Alls þénuðu þrettán einstaklingar meira en einn milljarð króna í heildartekjur á síðasta ári. Það er einum færri en það gerðu árið áður. Samanlagt voru tekjur þessara þrettán einstaklinga 29,3 milljarðar króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það litlu minni upphæð en öll heimili á Íslandi greiddu í vexti af lánum sínum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Meðaltalstekjur þessa hóps voru tæplega 2,3 milljarðar króna á árinu 2022 á meðan að meðaltal reglulegra heildarlauna allra Íslendinga, að þeim meðtöldum, var 808 þúsund krónur. 

Flestir sem rata á listann í ár búa í höfuðborginni Reykjavík, sem er langfjölmennasta sveitarfélag landsins. Alls eru 1.099, eða þriðjungur eina prósentsins, búsettir þar. Sá hópur er þó einungis 0,7 prósent íbúa Reykjavíkur. Til samanburðar eru 138 Seltirningar, eða tæp þrjú prósent íbúa þar, og 438 Garðbæingar þar, eða 2,3 prósent íbúa þess sveitarfélags í lok síðasta árs, á listanum. 

Hægt er að smella hér á hlekkinn hér að neðan til að fletta upp í listanum.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
FréttirHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár