Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Herluf Clausen lýkur keppni í 81. sæti og fer í langþráð frí

Her­luf Clausen er tæp­lega átt­ræð­ur og í 81. sæti há­tekju­list­ans. Heild­sal­inn, sem byggði veldi sitt á steikt­um lauk og ógn­aði stöðu sjálfs pylsu­gerð­ar­manns­ins, varð síð­ar gjald­þrota en reis aft­ur upp, lauk við­skipta­sögu sinni og lét af störf­um í fyrra. Kvart­millj­arð­ur í tekj­ur og far­inn í lang­þráð frí.

Herluf Clausen lýkur keppni í 81. sæti og fer í langþráð frí
Steiktur laukur Eftir útskrift í MR fór Herluf að flytja inn steiktan lauk.

„Já, þakka þér fyrir það, en annars hefur mér aldrei þótt það neitt sérstakt tiltökumál að skila til samfélagsins aftur því sem ber,“ segir Herluf Clausen, tæplega áttræður fyrrverandi heildsali og fjárfestir, sem er í 81. sæti á hátekjulista ársins 2023.

Herluf segist lítið hafa viljað ræða eða gera mál úr skattgreiðslum sínum og lítið viljað sækja í sviðsljósið eða fjölmiðla. Þannig var það líka árið 1990 þegar Herluf var til skamms tíma útnefndur skattakóngur Reykjavíkur. Hann baðst undan því að ræða það við fjölmiðla og var haft eftir kunnugum að það stafaði miklu fremur af hlédrægni og feimni en hroka.

„Það hefur alltaf farið mjög lítið fyrir Lúffa,“ hafði DV eftir samferðamanni hans í ágúst 1990 af þessu tilefni. „Hann ferðast lítið og tekur sér sjaldan frí. Hann hefur til dæmis aldrei farið á sólarströnd. Ætli sé ekki hægt að telja frídagana hans á ári á fingrum annarrar …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár