„Já, þakka þér fyrir það, en annars hefur mér aldrei þótt það neitt sérstakt tiltökumál að skila til samfélagsins aftur því sem ber,“ segir Herluf Clausen, tæplega áttræður fyrrverandi heildsali og fjárfestir, sem er í 81. sæti á hátekjulista ársins 2023.
Herluf segist lítið hafa viljað ræða eða gera mál úr skattgreiðslum sínum og lítið viljað sækja í sviðsljósið eða fjölmiðla. Þannig var það líka árið 1990 þegar Herluf var til skamms tíma útnefndur skattakóngur Reykjavíkur. Hann baðst undan því að ræða það við fjölmiðla og var haft eftir kunnugum að það stafaði miklu fremur af hlédrægni og feimni en hroka.
„Það hefur alltaf farið mjög lítið fyrir Lúffa,“ hafði DV eftir samferðamanni hans í ágúst 1990 af þessu tilefni. „Hann ferðast lítið og tekur sér sjaldan frí. Hann hefur til dæmis aldrei farið á sólarströnd. Ætli sé ekki hægt að telja frídagana hans á ári á fingrum annarrar …
Athugasemdir