Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki benda á mig, það voru undirmennirnir

Það get­ur reynst dýrt spaug að ljúga, ekki síst ef það er gert til að bjarga eig­in skinni. Því fékk ráðu­neyt­is­stjóri danska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins að kynn­ast eft­ir að hann reyndi að gera und­ir­menn sína ábyrga fyr­ir al­var­leg­um mis­tök­um sem hann bar sjálf­ur ábyrgð á.

Ekki benda á mig, það voru undirmennirnir
Klúður Nokkur hneyklsismál hafa umleikið danska herinn og varnarmál Danmerkur undanfarin misseri. Mynd: AFP

Jakob Ellemann-Jensen varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre flokksins kom aftur til starfa í ráðuneytinu 1. ágúst eftir hálfs árs veikindaleyfi. Í ráðuneytinu biðu hans mörg mikilvæg verkefni, en eitt  þó sínu alvarlegast: vopnakaupamálið svonefnda.

Vopnakaupamálið, Våbensagen eins og Danir kalla það, snýst um kaup á  hertólum. Í janúar á þessu ári samdi innkaupadeild danska varnarmálaráðuneytisins, FMI, um kaup á langdrægum fallbyssum og fleiri tækjum frá ísraelska fyrirtækinu ELBIT.

AfsökunarbeiðniJakob Ellemann-Jensen varnarmálaráðherra greindi frá því á fréttamannafundi 8. ágúst í að hann hefði beðið þingið afsökunar á að hafa sagt þinginu ósatt, hann væri sá sem bæri ábyrgðina.

Varnarmálaráðuneytið hafði áður átt samskipti við þetta fyrirtæki en árið 2015 komu nokkrir flokkar á danska þinginu í veg fyrir að keypt yrðu þaðan vopn eftir útboð. Þess í stað keyptu Danir vopn frá franska framleiðandanum Nexter.

Ástæða andstöðu danskra þingmanna við kaupin frá ELBIT var sú að vopn frá þessu fyrirtæki voru þá (og kannski  enn) notuð í átökum Ísraela og Palestínumanna. ELBIT fór í framhaldinu í mál við danska ríkið og þau málaferli stóðu árum saman.

Frönsku vopnin til Úkraínu og danskir þingmenn til Ísraels

Vopnin frá Frökkum komu á tilsettum tíma árið 2020, 15 Caesar langdrægar fallbyssur ásamt tilheyrandi flutningavögnum. Síðar pöntuðu Danir 4 samskonar fallbyssur til viðbótar, þær voru afhentar í byrjun þessa árs. 19. janúar á þessu ári ákvað danska ríkisstjórnin að allar 19 Caesar fallbyssurnar yrðu afhentar Úkraínumönnum til að aðstoða þá í baráttunni gegn Rússum.

En áður en þessi ákvörðun um að senda Caesar vopnin til Úkraínu var tekin höfðu nokkrir yfirmenn FMI, ásamt litlum hópi þingmanna, farið til Ísraels. Sú ferð var farin í desember í fyrra. Opinbert tilefni ferðarinnar var að ná samkomulagi við ELBIT varðandi vopnakaupin sem ekki varð af árið 2015 og ljúka því máli án afskipta dómstóla. Tveimur dögum fyrir jól 2022 var staðfest að samkomulag um þetta mál hefði náðst og ELBIT staðfesti samkomulagið með bréfi til varnarmálaráðuneytisins skömmu síðar.

Það sem ekki var upplýst í kjölfar þessarar heimsóknar Dananna til Ísraels var að í heimsókninni höfðu þeir rætt við ELBIT um hugsanleg kaup á vopnum, þar á meðal langdrægum fallbyssum, samskonar og samið hafði verið um 2015, í samningnum sem síðar hafði verið rift. Nú um stundir er langur afgreiðslufrestur á slíkum tækjum og tólum en FMI hópurinn fékk um það upplýsingar í Ísraelsheimsókninni að hefðu Danir áhuga á slíkum kaupum væri hægt að afhenda vopnin með skömmum fyrirvara.

Óskað eftir tilboði, svar barst sólarhring síðar

8. janúar sl. óskaði FMI eftir tilboði frá ELBIT um kaup á tilteknum vopnabúnaði. ELBIT svaraði um hæl, nánar tiltekið daginn eftir, tiboðið hljóðaði upp á 1.7 milljarð danskra króna (33 milljarðar íslenskir). Sama dag sendi FMI minnisblað til ráðuneytisins þar sem mælt er með að tilboði ELBIT verði tekið.

SkotÁ myndinni, sem tekin er í nóvember árið 2021, sýnir danski herinn virkni Caesar langdrægrar fallbyssu.

Hraðferð

25. janúar fór Jakob Ellemann-Jensen varnarmálaráðherra fram á það við flokkana sem stutt höfðu nýlegt samkomulag um varnarmál að þeir samþykktu áðurnefnd vopnakaup frá Ísrael. Fresturinn til að segja af eða á var mjög skammur, um þrír sólarhringar. Margir þingmenn voru ósáttir við þessa „hraðferð“ eins og einn þeirra komst að orði en samþykktu vopnakaupin. Nokkrum dögum síðar fór Jakob Ellemann- Jensen í veikindaleyfi. Staðgengill hans á ráðherrastóli var flokksbróðirinn Troels Lund Poulsen.

Rangar eða engar upplýsingar

Nokkru eftir að Jakob Ellemann-Jensen fór í veikindaleyfið komst vefmiðillinn Altinget yfir gögn varðandi vopnainnkaupin. Þar kom fram að þingmenn höfðu fengið rangar, eða engar, upplýsingar um málið. Þingmenn vissu til dæmis ekki um óskir vopnaframleiðenda í Frakklandi og Suður-Kóreu um að gera tilboð, og að beiðnum þessara framleiðenda hefði ekki verið svarað. Þingmenn vissu ekki heldur um „sáttasamkomulagið“ við ELBIT.

Alvarlegast var þó, að mati þingmanna, sú staðreynd að Jakob Ellemann- Jensen hafði sagt þinginu ósatt varðandi tímamörkin á tilboðinu frá ELBIT. Fresturinn til að svara tilboðinu var ekki örfáir sólarhringar, eins og ráðherrann sagði, heldur nokkrir mánuðir. Það er þetta atriði sem setti allt í háaloft. Staðgengilsráðherrann Troels Lund Poulsen óskaði strax þegar málið komst upp eftir greinargerð og þar var allt það sem áður var nefnt staðfest. 

Rak ráðuneytisstjórann og vill ítarlega rannsókn

Jakob Ellemann-Jensen fékk ekki mikinn vinnufrið eftir að hann kom til starfa í varnarmálaráðuneytinu í byrjun þessa mánaðar (ágúst). Á fréttamannafundi 8. ágúst greindi hann frá því að hann hefði beðið þingið afsökunar á að hafa sagt þinginu ósatt, hann væri sá sem bæri ábyrgðina. Ráðherrann upplýsti jafnframt að hann hefði óskað eftir sérstakri greinargerð frá ráðuneytisstjóranum Morten Bæk um málsatvik. Þegar hún kom í hendur ráðherrans, og fjölmiðlar hafa komist yfir, reyndi ráðuneytisstjórinn að koma sökinni á undirmenn sína í ráðuneytinu og  FMI.

Þú ert rekinn

Þetta yfirklór ráðuneytisstjórans (orðalag danskra fjölmiðla) hrökk þó skammt og 11. ágúst rak Jakob Ellemann-Jensen Morten Bæk úr starfi. Morten Bæk varð ráðuneytisstjóri í varnarmálaráðuneytinu árið 2020, en gegndi áður starfi ráðuneytisstjóra í umhverfis- og loftslagsráðuneytinu.

Danskir stjórnmálaskýrendur segja sumir hverjir að með brottrekstri ráðuneytisstjórans reyni ráðherrann að frýja sig ábyrgð. Þótt það að segja þinginu ósatt sé mjög alvarlegt, er að mati stjórnmálaskýrenda, ekki líklegt að það kosti Jakob Ellemann- Jensen ráðherrastólinn, ástæðan er sú að stjórnin er meirihlutastjórn, sem er reyndar óvenjulegt í Danmörku. 

Jakob Ellemann-Jensen hefur greint frá því að hann hafi þegar ákveðið að fram skuli fara ítarleg rannsókn á vopnakaupamálinu og hún verði í höndum utanaðkomandi aðila.

Ekki einsdæmi

Vopnakaupamálið er ekki eina vandræðamálið sem tengist varnarmálaráðuneytinu og stofnunum þess. Listinn er langur en hér eru örfá dæmi.

Í september árið 2009 birtist á netinu, á arabísku, einskonar svindlútgáfa af bókinni „Jæger – krig með eliten“ sem fyrrverandi hermaður hafði skrifað. Í ljós kom að yfirmaður tölvumála hjá varnarmálaráðinu (Forsvarskommandoen) hafði „skrifað“.  Sá fékk reisupassann.

Annað dæmi: Danska þingið fékk margsinnis rangar upplýsingar um afdrif íraskra fanga sem höfðu verið fangar herja bandamanna. Danski herinn hafði „puntað uppá“ meðferðina sem fangarnir fengu, hún var margfalt verri en herinn greindi frá í upplýsingum til þingsins.

Árið 2020 skilað eftirlitsnefnd skýrslu um starfsemi Leyniþjónustu hersins, FE. Lars Findsen forstjóri Leyniþjónustunnar var sendur heim og sömuleiðis ráðuneytisstjórinn í varnarmálaráðuneytinu. Þeir voru síðar saklausir fundnir en Lars Findsen var síðar ákærður fyrir að segja fjölmiðlafólki, og mömmu sinni, frá ríkisleyndarmálum. Málaferlin hefjast í október næstkomandi. Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra er ákærður fyrir sömu sakir, þau málaferli hefjast í nóvember á þessu ári.

Stóra gatið

Á síðustu 10 árum hefur danska ríkisendurskoðunin margsinnis gagnrýnt óreiðu og stjórnleysi í fjármálum hersins og varnarmálaráðuneytisins. Rannsókn sem fram fór í maí á þessu ári leiddi í ljós „gat“ uppá 38 milljarða danskra króna. Stjórnmálaskýrandi dagblaðsins Politiken sagði eina skýringu á „gatinu“ vera ákvarðanir stjórnmálamanna um að senda hermenn til útlanda, án þess að fjármagn fylgdi. Yfirstjórn hersins hefði slegið saman hælunum og notað peninga sem áttu að fara í viðhald á tækjum og húsum hersins. Afleiðingin er sú að tækja- og húsakostur hersins hefur setið á hakanum.

Í ágúst 2020 var háttsettur yfirmaður í hernum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að að misnota stöðu sína og brot á þagnarskyldu. Hann hafði í krafti stöðu sinnar séð til þess að kærasta hans fékk stöðuhækkun innan hersins.

Dæmin eru fleiri, en vopnakaupamálið, sem er aðalefni þessa pistils, er það nýjasta.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár