Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans

Fólk úr fjöl­skyld­unni sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra rað­ar sér í efstu sex sæt­in yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana sam­kvæmt sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar.

Vísisfjölskyldan raðar sér í efstu sæti tekjulistans
Skattakóngur Pétur Hafsteinn Pálsson er skattakóngur Íslands árið 2022. Systir hans, Svanhvít Daðey, er skattadrottning. Þau seldu hlut sinn í útgerðinni Vísi í fyrra.

Pétur Hafsteinn Pálsson, sem var stærsti hluthafi í útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík er það var selt Síldarvinnslunni á 31 milljarð króna í fyrra er skattakóngur ársins 2022. Heildarárstekjur hans námu tæplega 4,1 milljörðum króna og greiddi hann samanlagt tæpar 903 milljónir í skatt. Fjármagnstekjur hans á árinu námu rúmlega 4 milljörðum og af þeim greiddi hann 893 milljónir í fjármagnstekjuskatt.   

Á hæla honum á hátekjulistanum, sem unninn er af blaðamönnum Heimildarinnar upp úr álagningaskrám Skattsins, fylgja aðrir úr fjölskyldunni sem áttu Vísi, bæði systkini og mágar.

Í öðru sæti listans er Sveinn Ari Guðjónsson, eiginmaður Sólnýjar Pálsdóttur, systur Péturs. Fjármagnstekjur hans voru um 3,2 milljarðar í fyrra og greiddi hann um 707,5 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Heildarárstekjur Sveins Ara voru rúmlega 3.232 milljónir króna.

Ágúst Þór Ingólfsson, eiginmaður Kristínar Elísabetar Pálsdóttur, er þriðji tekjuhæsti Íslendingur síðasta árs en aðeins litlu munar á tekjum hans og svila hans, Sveini. Ágúst greiddi rúmlega 712,5 milljónir í skatta þar af um 2,6 milljónir í tekjuskatt, um 2,2 í útsvar en rúmar 707,7 milljónir í fjármagnstekjuskatt.  

Svanhvít Daðey Pálsdóttir er skattadrottning Íslands árið 2022. Hún seldi líkt og systkini hennar hlut sinn í Vísi og námu heildarárstekjur hennar rúmum 3,2 milljörðum. Langstærsti hluti þeirra tekna eru fjármagnstekjur eða 3.215 milljónir króna. Svanhvít greiddi tæpar 710 milljónir í skatt, þar af 707 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Systir hennar Margrét Pálsdóttir var fimmti tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Heildarárstekjur hennar voru rétt undir tekjum Svanhvítar systur hennar. Hins vegar voru launatekjur hennar á mánuði aðeins um 285 þúsund krónur eða undir skattleysismörkum og greiddi hún því engan tekjuskatt.

Páll Jóhann Pálsson er sjötti ríkasti Íslendingurinn samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarárstekjur hans voru á svipuðu reki og annarra í fjölskyldunni, ef frá er talinn skattakóngurinn Pétur bróðir hans, eða rétt undir 3,2 milljarði. Páll Jóhann greiddi rúmar 705 milljónir króna í skatt á árinu, þar af tæpar 700 milljónir af fjármagnstekjum sínum sem námu 3.175 milljónum króna.

FjárfestirDavíð Helgason.

Fara þarf alla leið niður í sjöunda sæti hátekjulistans til að sjá nöfn sem ekki tengjast Vísis-fjölskyldunni. Í því sæti er Davíð Helgason, fjárfestir og stofnandi Unity. Heildarárstekjur hans námu tæplega 2,2 milljörðum á síðasta ári og þar af voru fjármagnstekjur hans rúmlega 1,7 milljarðar. Davíð greiddi 576 milljónir í skatta hér á landi í fyrra, þar af tæplega 133 milljónir í tekjuskatt og rúmar 383 í fjármagnstekjuskatt.

Jóhann Ólafur Jónsson, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og einn af stofnendum þess, var með sjöundu hæstu tekjur landsmanna í fyrra eða um 1.379 milljónir í heildarárstekjur sem fyrst og fremst eru tilkomnar vegna fjármagnstekna. Hann greiddi um 310 milljónir í skatta, þar af um 295 milljónir í fjármagnstekjuskatt.

Annata þróar og selur viðskiptalausnir byggðar á skýjalausn Microsoft, Azure, og tengdum kerfum, fyrir bifreiða- og tækjaiðnaðinn, m.a. Toyota, Volvo og Volkswagen. Í byrjun síðasta árs eignaðist framtakssjóðurinn VEX og fleiri um helmingshlut í fyrirtækinu. Jóhann lét af störfum forstjóra og tók við sem stjórnarformaður.

Guðmundur A. Kristjánsson er í áttunda sæti tekjulista ársins 2022 með 1,2 milljarða í heildarárstekjur. Guðmundur seldi hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í fyrra ásamt systkinum sínum til Jakobs Valgeirs ehf. Fjármagnstekjur hans námu tæplega 2 milljörðum og af þeim greiddi hann tæpar 264 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Samanlagðar skattgreiðslur hans voru 268 milljónir.

HluthafinnHreggviður Jónsson er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar.

Hreggviður Jónsson greiddi tæplega 235 milljónir króna í skatta í fyrra. Heildarárstekjur hans voru rúmlega 1.049 milljónirHreggviður er stærsti hluthafi Veritas-samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum.

Í tíunda sæti hátekjulistans er tónskáldið Atli Örvarsson. Atli hefur lengi starfað í Bandaríkjunum og samið tónlist fyrir marga þekkta sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Atli greiddi tæplega 240 milljónir króna í skatta hér á landi í fyrra. Heildartekjur hans námu rúmlega milljarði og af þeim voru fjármagnstekjur um 988 milljónir.

Heimildin mun halda áfram að fjalla um tekjur Íslendinga á næstu dögum og í næstu viku kemur út sérstakt hátekjublað.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Nýhættur að skúra þegar hann fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna
5
Viðtal

Nýhætt­ur að skúra þeg­ar hann fékk til­nefn­ingu til Ósk­ar­s­verð­launa

„Fang­ar hjart­að“ var skrif­að um Ljós­brot í Over­ly Ho­nest Movie Reviews – í einni af fjöl­mörg­um lof­sam­leg­um um­fjöll­un­um um mynd­ina – og þau orð lýsa henni vel. Mynd­in er nú sýnd á Ís­landi, um leið og hún fer sig­ur­för um heim­inn. „Ég geri það sem ég vil. Það hef­ur ver­ið mitt móttó,“ seg­ir leik­stjór­inn Rún­ar Rún­ars­son sem var á fyrsta ári í kvik­mynda­skóla þeg­ar hann var til­nefnd­ur til Ósk­ar­s­verð­laun­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
5
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
7
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
10
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár