Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dyrnar á fangelsinu opnar en engin leið að ganga út um þær

Í dag eru tvö ár lið­in síð­an talíban­ar náðu full­um völd­um yf­ir heimalandi Zöhru Hussaini. Kyn­systr­um henn­ar sem enn búa þar er neit­að um sjálf­sögð mann­rétt­indi eins og ferða­frelsi, mennt­un og at­vinnu. Á sama tíma hafa ís­lensk stjórn­völd hert út­lend­inga­lög þannig að Ís­lend­ing­ar taka nú jafn illa á móti fólki á flótta og Ír­an­ir, að mati Zöhru sem sjálf dvaldi í Ír­an sem barn á flótta.

Dyrnar á fangelsinu opnar en engin leið að ganga út um þær
Ófriður „Lífi fyrir konur í Afganistan er lokið,“ segir Zahra sem lýsir veruleika kvenna í Afganistan sem fangelsi með opnar dyr. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Zahra Hussaini var stödd í vinnu á íslenskum leikskóla þegar fréttir af yfirtöku talíbana í Afganistan bárust fyrir tveimur árum síðan. Þó hún væri langt í burtu frá átökunum í heimalandinu brast hún í grát. Zahra vann ekki meira þann daginn. 

Í huga hennar fóru að spilast minningar af því sem fjölskylda hennar hafði gengið í gegnum í heimalandinu þegar þau bjuggu þar. Minningar af stöðugum flótta undan talíbönum, því að týnast í fjöllunum á slíkum flótta og missa fjölda ástvina í átökunum. 

Hún óttaðist um líf systkina sinna og vina sem voru enn úti. Sum þeirra höfðu starfað með erlendum aðilum og önnur verið aðgerðasinnar. 

„Við misstum marga aktívista og ungt fólk í Afganistan því þau voru að vinna með útlendingum eða stjórnvöldum,“ segir Zahra.

Hún fór strax að aðstoða foreldra sína og systkini að komast til Íslands, en þá bjó hún hér ásamt systur sinni og bróður. …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár