Zahra Hussaini var stödd í vinnu á íslenskum leikskóla þegar fréttir af yfirtöku talíbana í Afganistan bárust fyrir tveimur árum síðan. Þó hún væri langt í burtu frá átökunum í heimalandinu brast hún í grát. Zahra vann ekki meira þann daginn.
Í huga hennar fóru að spilast minningar af því sem fjölskylda hennar hafði gengið í gegnum í heimalandinu þegar þau bjuggu þar. Minningar af stöðugum flótta undan talíbönum, því að týnast í fjöllunum á slíkum flótta og missa fjölda ástvina í átökunum.
Hún óttaðist um líf systkina sinna og vina sem voru enn úti. Sum þeirra höfðu starfað með erlendum aðilum og önnur verið aðgerðasinnar.
„Við misstum marga aktívista og ungt fólk í Afganistan því þau voru að vinna með útlendingum eða stjórnvöldum,“ segir Zahra.
Hún fór strax að aðstoða foreldra sína og systkini að komast til Íslands, en þá bjó hún hér ásamt systur sinni og bróður. …
Athugasemdir