Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dyrnar á fangelsinu opnar en engin leið að ganga út um þær

Í dag eru tvö ár lið­in síð­an talíban­ar náðu full­um völd­um yf­ir heimalandi Zöhru Hussaini. Kyn­systr­um henn­ar sem enn búa þar er neit­að um sjálf­sögð mann­rétt­indi eins og ferða­frelsi, mennt­un og at­vinnu. Á sama tíma hafa ís­lensk stjórn­völd hert út­lend­inga­lög þannig að Ís­lend­ing­ar taka nú jafn illa á móti fólki á flótta og Ír­an­ir, að mati Zöhru sem sjálf dvaldi í Ír­an sem barn á flótta.

Dyrnar á fangelsinu opnar en engin leið að ganga út um þær
Ófriður „Lífi fyrir konur í Afganistan er lokið,“ segir Zahra sem lýsir veruleika kvenna í Afganistan sem fangelsi með opnar dyr. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Zahra Hussaini var stödd í vinnu á íslenskum leikskóla þegar fréttir af yfirtöku talíbana í Afganistan bárust fyrir tveimur árum síðan. Þó hún væri langt í burtu frá átökunum í heimalandinu brast hún í grát. Zahra vann ekki meira þann daginn. 

Í huga hennar fóru að spilast minningar af því sem fjölskylda hennar hafði gengið í gegnum í heimalandinu þegar þau bjuggu þar. Minningar af stöðugum flótta undan talíbönum, því að týnast í fjöllunum á slíkum flótta og missa fjölda ástvina í átökunum. 

Hún óttaðist um líf systkina sinna og vina sem voru enn úti. Sum þeirra höfðu starfað með erlendum aðilum og önnur verið aðgerðasinnar. 

„Við misstum marga aktívista og ungt fólk í Afganistan því þau voru að vinna með útlendingum eða stjórnvöldum,“ segir Zahra.

Hún fór strax að aðstoða foreldra sína og systkini að komast til Íslands, en þá bjó hún hér ásamt systur sinni og bróður. …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár