Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Athvarf frá öllu áreitinu - „Við vonum að þetta verði normið“

Lít­ið ljós, eyrnatapp­ar og mjúk­ir púð­ar er með­al þess sem finna má í skyn­rým­inu Svig­rúm sem sett var upp í Iðnó vegna Hinseg­in daga. Þar er hægt að finna at­hvarf frá mann­mergð og há­værri tónlist, og ein­fald­lega hlaða batte­rí­in. Mó­berg Or­dal von­ar að skyn­rými sem þetta sé fram­tíð­in þeg­ar kem­ur að að­geng­is­mál­um, líkt og tákn­mál­stúlk­ar og ramp­ar.

„Þú ert stödd inni í Svigrúmi, Sensory Space, sem að við settum upp á Hinsegin dögum til að auka aðgengi skynsegin fólks og fólks með skynúrvinnsluvanda, eða í rauninni allra sem þurfa smá pásu, að hátíðarhöldunum,“ segir Móberg Ordal, eitt af þeim sem komu að hönnun Svigrúms sem er opið í Pride Center í Iðnó yfir Hinsegin daga. 

Skynsegin fólk, sem á ensku kallast neurodivergent, er til að mynda þau sem eru með einhverfu, ADHD eða kvíðaraskanir. Rýmið er þó öllum opið og ekkert þarf að útskýra af hverju fólk vill nýta sér það.

Mannmergð, hávaði og annað áreiti verður einfaldlega sumum um of og þá getur verið gott að leita í skynrými sem þetta til að fá smá hvíld og hlaða batteríin. 

Nauðsynlegt að fá hvíldMaría Logn Kristínar- Ólafsdóttir, Móberg Ordal og Kaamos Metsikkö sáu um útfærslu á hvíldarrýminu Svigrúm.

Hlutlaust og rólegt umhverfi

Svigrúm er á 2. hæð í Iðnó, á hægri hönd þegar gengið er inn í stóra salinn. Í rýminu er dregið úr utanaðkomandi skynáreiti á borð við ljós, hljóð og lykt, til að skapa hlutlaust og rólegt umhverfi sem gerir fólki kleift að slaka á og stilla sig af. 

Rýmið er hólfað niður til að hægt sé að vera út af fyrir sig, í því eru þægileg sæti, púðar, teppi og þyngingarteppi sem fólki er velkomið að nota. Gluggarnir eru opnir til að halda súrefnisflæði, draga úr lykt og koma í veg fyrir að of heitt verði í rýminu. Á borði við innganginn í rýmið má finna eyrnatappa og heyrnarhlífar, ásamt ýmiskonar fikt-dóti sem nota má til skynörvunar, svokallaðs stimming, meðan fólk er í rýminu.

Hugmyndin kemur frá Taugatjaldinu

Skynrýmið Svigrúm byggir á hugmynd Jaakko Jäntti sem ber heitið Neuro-Tent, eða Taugatjaldið. Það setti hann fyrst upp á finnskri teknótónlistarhátíð fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að mæta þörfum einhverfra teknóaðdáenda og tónlistarfólks.

Víða í skólum um allan heim er einnig farið að setja upp skynrými sem börn geta leitað í til að erill og áreiti skóladagsins verði þeim ekki um megn. En fullorðið fólk þarf oft líka hvíld.

Jaakko er vinur Kaamos Metsikkö sem einnig kom að hönnuninni í Iðnó. Kaamos segir þau hafa getað litið til Taugatjaldsins sem fyrirmyndar og það hafi verið hjálplegt. Þau séu einnig þakklát fyrir að hafa fengið aðgang að þessu herbergi á vegum Hinsegin daga.

„Þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur“
Móberg Ordal

Móberg segir skynrýmið hafa verið merkilega vel sótt. „Við vissum ekki alveg við hverju var að búast, hvort við ættum að gera ráð fyrir traffík allan daginn en kannski að enginn kæmi. Við hugsuðum að það eru táknmálstúlkar hér á öllum viðburðum og það eru rampar fyrir aðgengi, og það eru ekkert alltaf einhverjir sem þurfa rampinn eða þurfa táknmálstúlkinn en þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur,“ segir Móberg.

Vonar að skynrými séu framtíðin

María Logn Kristínar- Ólafsdóttir segir Svigrúm hugsað sem hvíldarrými. „Þannig að það sem er mikið af frammi reynum við að hafa lítið af hér inni, þannig að við erum ekki með diskókúlur og ekki með háværa tónlist, og reynum að vera með þögn,“ segir hún. Raunar eru gerðar undantekningar fyrir einmitt þetta viðtal því dregið var eilítið frá gluggunum og gerð undanþága frá þagnarreglunni.

Hún segir að það einfaldlega að boðið sé upp á skynrými á viðburðum geti orðið til þess að fólk mæti sem annars hefði ekki treyst sér til þess. Kannski þurfi viðkomandi ekki að nýta rýmið, en það veiti hugarró að einfaldlega vita af því. 

Svigrúm verður opið á meðan hátíðardagskrá Hinsegin daga stendur yfir, og gera þau ráð fyrir að loka annað hvort á laugardagskvöld eða að morgni sunnudags. „Þá eru hvort eð er allir heima að hvíla sig,“ segir Móberg.

Spurt hvort skynrými sem þetta á viðburðum séu framtíðin segir hán: „Við vonum að þetta verði normið, rétt eins og táknmálstúlkar og rampar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár