Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Athvarf frá öllu áreitinu - „Við vonum að þetta verði normið“

Lít­ið ljós, eyrnatapp­ar og mjúk­ir púð­ar er með­al þess sem finna má í skyn­rým­inu Svig­rúm sem sett var upp í Iðnó vegna Hinseg­in daga. Þar er hægt að finna at­hvarf frá mann­mergð og há­værri tónlist, og ein­fald­lega hlaða batte­rí­in. Mó­berg Or­dal von­ar að skyn­rými sem þetta sé fram­tíð­in þeg­ar kem­ur að að­geng­is­mál­um, líkt og tákn­mál­stúlk­ar og ramp­ar.

„Þú ert stödd inni í Svigrúmi, Sensory Space, sem að við settum upp á Hinsegin dögum til að auka aðgengi skynsegin fólks og fólks með skynúrvinnsluvanda, eða í rauninni allra sem þurfa smá pásu, að hátíðarhöldunum,“ segir Móberg Ordal, eitt af þeim sem komu að hönnun Svigrúms sem er opið í Pride Center í Iðnó yfir Hinsegin daga. 

Skynsegin fólk, sem á ensku kallast neurodivergent, er til að mynda þau sem eru með einhverfu, ADHD eða kvíðaraskanir. Rýmið er þó öllum opið og ekkert þarf að útskýra af hverju fólk vill nýta sér það.

Mannmergð, hávaði og annað áreiti verður einfaldlega sumum um of og þá getur verið gott að leita í skynrými sem þetta til að fá smá hvíld og hlaða batteríin. 

Nauðsynlegt að fá hvíldMaría Logn Kristínar- Ólafsdóttir, Móberg Ordal og Kaamos Metsikkö sáu um útfærslu á hvíldarrýminu Svigrúm.

Hlutlaust og rólegt umhverfi

Svigrúm er á 2. hæð í Iðnó, á hægri hönd þegar gengið er inn í stóra salinn. Í rýminu er dregið úr utanaðkomandi skynáreiti á borð við ljós, hljóð og lykt, til að skapa hlutlaust og rólegt umhverfi sem gerir fólki kleift að slaka á og stilla sig af. 

Rýmið er hólfað niður til að hægt sé að vera út af fyrir sig, í því eru þægileg sæti, púðar, teppi og þyngingarteppi sem fólki er velkomið að nota. Gluggarnir eru opnir til að halda súrefnisflæði, draga úr lykt og koma í veg fyrir að of heitt verði í rýminu. Á borði við innganginn í rýmið má finna eyrnatappa og heyrnarhlífar, ásamt ýmiskonar fikt-dóti sem nota má til skynörvunar, svokallaðs stimming, meðan fólk er í rýminu.

Hugmyndin kemur frá Taugatjaldinu

Skynrýmið Svigrúm byggir á hugmynd Jaakko Jäntti sem ber heitið Neuro-Tent, eða Taugatjaldið. Það setti hann fyrst upp á finnskri teknótónlistarhátíð fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að mæta þörfum einhverfra teknóaðdáenda og tónlistarfólks.

Víða í skólum um allan heim er einnig farið að setja upp skynrými sem börn geta leitað í til að erill og áreiti skóladagsins verði þeim ekki um megn. En fullorðið fólk þarf oft líka hvíld.

Jaakko er vinur Kaamos Metsikkö sem einnig kom að hönnuninni í Iðnó. Kaamos segir þau hafa getað litið til Taugatjaldsins sem fyrirmyndar og það hafi verið hjálplegt. Þau séu einnig þakklát fyrir að hafa fengið aðgang að þessu herbergi á vegum Hinsegin daga.

„Þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur“
Móberg Ordal

Móberg segir skynrýmið hafa verið merkilega vel sótt. „Við vissum ekki alveg við hverju var að búast, hvort við ættum að gera ráð fyrir traffík allan daginn en kannski að enginn kæmi. Við hugsuðum að það eru táknmálstúlkar hér á öllum viðburðum og það eru rampar fyrir aðgengi, og það eru ekkert alltaf einhverjir sem þurfa rampinn eða þurfa táknmálstúlkinn en þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur,“ segir Móberg.

Vonar að skynrými séu framtíðin

María Logn Kristínar- Ólafsdóttir segir Svigrúm hugsað sem hvíldarrými. „Þannig að það sem er mikið af frammi reynum við að hafa lítið af hér inni, þannig að við erum ekki með diskókúlur og ekki með háværa tónlist, og reynum að vera með þögn,“ segir hún. Raunar eru gerðar undantekningar fyrir einmitt þetta viðtal því dregið var eilítið frá gluggunum og gerð undanþága frá þagnarreglunni.

Hún segir að það einfaldlega að boðið sé upp á skynrými á viðburðum geti orðið til þess að fólk mæti sem annars hefði ekki treyst sér til þess. Kannski þurfi viðkomandi ekki að nýta rýmið, en það veiti hugarró að einfaldlega vita af því. 

Svigrúm verður opið á meðan hátíðardagskrá Hinsegin daga stendur yfir, og gera þau ráð fyrir að loka annað hvort á laugardagskvöld eða að morgni sunnudags. „Þá eru hvort eð er allir heima að hvíla sig,“ segir Móberg.

Spurt hvort skynrými sem þetta á viðburðum séu framtíðin segir hán: „Við vonum að þetta verði normið, rétt eins og táknmálstúlkar og rampar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár