Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Krabbamein kemur öllum við“

Rúm­lega 150 kíló­metra hlaup er framund­an hjá ung­um kon­um sem all­ar hafa greinst með krabba­mein á síð­ustu ár­um. Þær skipta kíló­metr­un­um á milli sín og safna áheit­um fyr­ir end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöð­ina Ljós­ið. Sól­veig Ása Tryggva­dótt­ir, ein ljósa­systra, seg­ir krabba­mein stærra en bara ein­stak­ling­ur­inn sem fær það og þar af leið­andi komi það öll­um við.

„Krabbamein kemur öllum við“
Ljósasystur Hlaupa rúmlega 150 kílómetra sín á milli í Reykjavikurmaraþoninu.

Sextán konur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein snemma á lífsleiðinni ætla að hlaupa rúmlega 150 kílómetra sín á milli í Reykjavíkurmaraþoninu. Þær hlaupa til styrktar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar, þar sem þær kynntust og sóttu dýrmætan stuðning hvor annarrar. Markmið ungu kvennanna, sem allar eru undir 45 ára, er að safna 2,5 milljónum króna.

Sólveig ÁsaHleypur 10 kílómetra næstu helgi.

Sólveig Ása Tryggvadóttir er ein þeirra. „Ég fór fyrst í Ljósið í lok ágúst á síðasta ári eftir greiningu og mér var tekið ótrúlega vel.“ Hún lýsir staðnum sem heimilislegum og segir starfsfólkið allt bera hjartað á réttum stað. Þar sem hópa- og aldurskipt er í Ljósinu fór Sólveig inn í hóp kvenna á aldrinum 18-45 ára. Þær náðu vel saman og segir Sólveig vinaböndin hafa styrkst sérstaklega í leirgerð. 

Stuðningurinn mikilvægur

„Það að greinast með krabbamein þegar maður er á þessum aldri er svakalegt og það eru fáir sem hafa upplifað það. Þess vegna er mikilvægt að geta deilt reynslu sinni og hafa grundvöll til að geta hitt konur í sömu stöðu,“ segir Sólveig. Konurnar ræða ýmislegt er viðkemur þessu lífsbreytandi ferli sín á milli, til dæmis lyfjameðferðirnar, áhrifin á fjölskylduna og hvenær hár byrjar að vaxa aftur. „Eins og í öllu erfiðu sem þú tekur þér fyrir hendur, þá munar um það að hafa einhvern sem skilur og sannarlega veit hvað þú ert að ganga í gegnum.“ 

„Eins og í öllu erfiðu sem þú tekur þér fyrir hendur, þá munar um það að hafa einhvern sem skilur og sannarlega veit hvað þú ert að ganga í gegnum.“
Sólveig Ása Tryggvadóttir

Sjálf er Sólveig í endurhæfingu og viðhaldsmeðferð sem stendur. „Ég er búin með stóru lyfjameðferðina og er í uppbyggingu núna.“ Konurnar eru allar á mismunandi stöðum í ferlinu og eru því með ólík hlaupamarkmið. Flestar ætla 10 kílómetra, sumar á undir klukkustund á meðan aðrar ætla að ganga. Þó að Ljósasystur vilji safna sem mestu fyrir Ljósið að þá fannst þeim 2,5 milljónir raunhæf upphæð, en þær vildu gefa til baka og styrkja starfsemi miðstöðvarinnar. Fyrir aðeins þremur árum síðan fór Ljósið á fjárlög sem dekka launakostnað fastra starfsmanna en annars er miðstöðin rekin á styrkjum og framlögum einstaklinga og fyrirtækja. 

JafningjastuðningurSólveig segir það mikilvægt að geta sótt í stuðning og hvatningu Ljósasystra sinna.

„Ef ég tala fyrir mig, með fullri virðingu fyrir lyfjum og læknum, að þá er helmingur bataferlis míns Ljósinu að þakka. Það er gríðarleg andleg áskorun að verða svona veik, í rauninni er hún til jafns við líkamlegu veikindin. Þess vegna er þessi stuðningur svo mikilvægur,“ segir Sólveig.

Aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein geta líka sótt þjónustu í Ljósinu, til dæmis með því að fara á aðstandendanámskeið. „Það er mjög mikilvægt vegna þess að krabbamein kemur öllum við. Krabbamein er stórt, það er meira en einstaklingurinn sem fær það.“

„Krabbamein er stórt, það er meira en einstaklingurinn sem fær það.“
Sólveig Ása Tryggvadóttir

Ljósasystur eru spenntar að takast á við hlaupa áskorunina næstu helgi og hvetja hvor aðra dyggilega áfram. „Ég hef einu sinni hlaupið sjálf en aldrei svona í hópi. Það er hrikalega gaman og við erum fullar af metnaði,“ segir Sólveig og brosir. Með henni munu Anna Lilja Gunnarsdóttir, Agnes Ferró, Aníta Sól Jónsdóttir, Bára O'brien Ragnhildardóttir, Dagbjört Eilíf Baldvinsdóttir, Erna Elínbjörg Láru Skúladóttir, Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hulda Halldóra Tryggvadóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Kristjana Kona Traustadóttir hlaupa. Þær hafa þegar safnað 2.458.500 milljónum króna. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár