Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Veðsetning íslenskra hlutabréfa aldrei verið hlutfallslega minni

Mikl­ar lækk­an­ir á virði hluta­bréfa stórra fé­laga og miklu hærri vext­ir, sem gera lán­töku mun dýr­ari, hafa gert það að verk­um að sí­fellt færri fjár­fest­ar halda á veð­sett­um hluta­bréf­um.

Veðsetning íslenskra hlutabréfa aldrei verið hlutfallslega minni
Brimrót Alls hefur úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, sem stýrt er af Magnúsi Harðarsyni, lækkað um rúmlega 15 prósent á einu ári. Það félag sem hefur lækkað mest í virði á síðustu mánuðum er Alvotech, sem er stýrt af Róberti Wessman. Mynd: Nasdaq Iceland

Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa sem ganga kaupum og sölum á íslenskum hlutabréfamarkaði var 161,1 milljarður króna í lok júní síðastliðins. Það hefur ekki verið minna síðan í júní 2020 eða í þrjú ár. í millitíðinni hefur félögum á markaði fjölgað umtalsvert, sem ætti undir eðlilegum kringumstæðum að auka markaðsvirði veðsettra hlutabréfa. Má þar nefna skráningu Íslandsbanka, Síldarvinnslunnar og Alvotech en sameiginlegt markaðsvirði þeirra er yfir 810 milljarðar króna. Þar fyrir utan hafa Nova, Play, Amaroq Minerals, Ölgerðin og Hampiðjan bæst í hóp skráðra fyrirtækja. Þessar skráningar hafa hækkað heildarmarkaðsvirði skráðra félaga verulega

Um mitt þetta ár voru einungis 8,15 prósent allra hlutabréfa í Kauphöllinni veðsett. Það er lægsta hlutfall veðsettra hlutabréfa síðan að íslenskur hlutabréfamarkaður var endurreistur á árunum eftir bankahrunið. Þegar hlutfall veðsetningar var sem mest, í lok árs 2019 og byrjun árs 2020, var það næstum 16 prósent. Þá voru, líkt og áður sagði, félögin sem …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf koma Lífeyrisjóðirnir og kaupa upp hvaða drasl sem er. Þessvegna ætti SA alls ekki að koma neitt að stjórn Lífeyrissjóða. Enda sjáum við að Lífeyrissjóðirnir eru reknir eins og vogunarsjóðir og það er hlutur sem getur ekki endað vel, það verður stór skellur þegar launafólk kemst að því að eftirlaunasjóðirnir eru gufaðir upp til "peninga himna".
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu