Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skatttekjur af sölu Kerecis dugi fyrir vegabótum til Ísafjarðar

Guð­mund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og for­stjóri Kerec­is, rit­ar harð­orða um­sögn um sam­göngu­áætlun stjórn­valda og seg­ir Vest­firð­inga sitja eft­ir sem jað­ar­sett­an hóp þjóð­ar­inn­ar, sem ekki njóti boð­legra sam­gangna, þrátt fyr­ir að skila fram­lagi til þjóð­ar­fram­leiðsl­unn­ar langt um­fram íbúa­fjölda. Hann vill sjá „Vest­fjarðalínu“ verða að veru­leika.

Skatttekjur af sölu Kerecis dugi fyrir vegabótum til Ísafjarðar
Samgöngumál Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, segir í umsögn fyrir hönd fyrirtækisins um samgönguáætlun áranna 2024-2038, að ef áætlunin nái fram að ganga verði Vestfirðingar áfram „jaðarsettur hópur þjóðarinnar sem ekki nýtur sömu samgangna og aðrir þegnar landsins“.

Í umsögn fyrirtækisins, sem send var inn í samráðsgátt stjórnvalda, segir að láglendisvegur milli megin byggðarlaga Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins, svokölluð „Vestfjarðalína“, sé nauðsynleg fyrir áframhaldandi vöxt Kerecis og annarra vaxtarsprota á Vestfjörðum.

Með Vestfjarðalínunni er átt við gerð þriggja meginjarðgangna um Bröttubrekku, Klettsháls og Dynjandisheiði og svo þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengi Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisvegi við „Vestfjarðalínuna“.

Fram kemur í umsögn Guðmundar að færa megi rök fyrir því að „skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf“ og að „jarðgangafeimni Íslendinga“ hafi verið vandræðaleg svo áratugum skipti.

„Eitt svæsnasta dæmið er gerð Bolungarvíkurganga þar sem stjórnvöld voru alltof lengi að taka af skarið og mokuðu í staðinn peningum í vonlausan veg um Óshlíð sem allir vissu að yrði aldrei annað en stórhættuleg og botnlaus peningahít. Það lítur út fyrir að endurtaka eigi þau mistök með því að gera ekki einu sinni ráð fyrir undirbúningsvinnu fyrir jarðgangagerð sem myndi tryggja láglendisveg frá Ísafirði til Reykjavíkur, að ónefndum nauðsynlegum vegbótum í öðrum landshlutum,“ segir í umsögninni.

Aukin umsvif kalli á betri samgöngur

Í umsögninni kemur einnig fram að aukin umsvif sem fyrirhuguð eru í starfsemi Kerecis auki mikilvægi greiðra samgangna, enda sé það „lykilforsenda að vörur komist með greiðum hætti að vestan og á erlenda markaði með skjótum og fyrirsjáanlegum hætti“.

„Þá er ljóst að mannaflaþörf Kerecis á Ísafirði verður tæpast mætt ef mannlíf á Vestfjörðum þróast ekki í takt við tímann – ef fólk kemst ekki ferða sinni þegar því hentar í leit að menningu, afþreyingu eða læknisþjónustu, samskiptum við ástvini í öðrum landshlutum eða þarf að erindast erlendis,“ segir einnig í umsögn Guðmundar Fertrams um samgönguáætlun.

„Sorglegt“ að annað flugvallarstæði fyrir Ísafjörð sé ekki til skoðunar

Í umsögninni segir Guðmundur einnig að það sé eðlileg krafa að samgöngur til Ísafjarðar séu sambærilegar samgöngum til Akureyrar. Þessi höfuðstaðir landshlutanna gegni mikilvægu hlutverki og brýnt sé að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem eigi að auka lífsgæði íbúa.

Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur. Flugsamgöngur vestur eru ótryggar af þeirri einföldu ástæðu að flugvallarstæðið stenst ekki kröfur flugmálayfirvalda nútímans nema í mjög góðu veðri. Það er vinsælt að kenna veðri um það þegar flug fellur niður, en staðreyndin er sú að í þeim vindi og skyggni þar sem flug fellur niður á Ísafirði væri vel flugfært á öðrum áætlunarflugvöllum landsins. Það er sorglegt að ekki sé gert ráð fyrir skoðun á öðru flugvallarstæði í samgönguáætlun, en það er full þörf á að opna umræðu um málið ekki síðar en núna,“ segir í umsögn Kerecis um samgönguáætlunina.

Tekjur af einu þorskflaki séu allt að 10 þúsund dalir

Í umsögn Guðmundar kemur fram að framlag Vestfjarða til þjóðarframleiðslunnar sé langt umfram íbúðafjölda og segir hannn að verðmætin sem vestfisk fagþekking skapi sé að sumu leyti fordæmalaus. „Starfsfólk Kerecis er gott dæmi um það, því þorskflak sem áður fór í ruslið er nú selt úr landi fyrir allt að tíu þúsund dollara stykkið,“ skrifar Guðmundur.

Það er ógnarhá upphæð, en Heimildin sagði frá því fyrir skemmstu að fyrirtækið skapaði tekjur upp á 400-500 dollara, 50-70 þúsund krónur, úr hverju þorskroði sem fyrirtækið notaði til þess að framleiða lækningavörur sínar. 

Í svari sem Kerecis veitti Heimildinni þá kom fram að erfitt væri að setja nákvæma tölu á tekjurnar af hverju þorskroði. Hins vegar lægi fyrir að tekjur Kerecis auki útflutningsverðmæti af þorskafurðum um gróflega 10 prósent. Í fyrra voru fluttar út þorskaafurðir fyrir um 141 milljarð króna.

Orðrétt sagði um tekjurnar af hverju þorskroði í svari Kerecis til Heimildarinnar: „Svarið við þessu er svolítið flókið, enda nýtist roðið misvel og svo eru framleiddar margar mismunandi vörur til útflutnings (þótt hráefnið og tæknin sé ávallt sú sama). Stóra myndin er hins vegar sú, að fyrirtækið er að nýta 0,01% af því roði sem fellur til vegna vinnslu á íslenskum þorski. Með þessu litla hlutfalli er Kerecis að auka útflutningsverðmætin af þorskstofninum um ca 10% þannig að framlegðin af hverju roði er umtalsverð. Kostnaður við framleiðslu, dreifingu og sölu er á hinn bóginn líka umtalsverður og umbreytingarferlið, frá því að þorskur er dreginn úr hafi og sáraroð kemst í hendurnar á samstarfsaðilum í USA, er kannski um 3 mánuðir.“ 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynjúlfur Sæmundsson skrifaði
    Góð og vekjandi grein. Þar er t.d. haldið fram að skatttekjur af sölu Kerecis gætu dugað til að koma vegasamgöngum frá Ísafirði til Reykjavíkur í viðunandi horf. En hvað gera misvitur stjórnvöld við þennan óvænta glaðning?
    0
    • Jón Eiríksson skrifaði
      Samgöngur eru einhver mikilvægast grunnstoð hvers samfélags. Það skildu Rómverjar, sem byrjuðu venjulega á varanlegri vegagerð - og svo komu vatnsveitur (heilbrigðismál). Þannig er mikilvægi þessara málaflokka ekki nýtt af nálinni. Það þarf að efla skilning og vilja stjórnvalda hér í þssum málaflokkum. Þau mega ekki stjórnast af hreppapólitík og atkvæðaveiðum til eins kjörtímabils. Það er búið að tala um samgönguáætlun fyrir Vestfirði í að minnsta kosti þrjá aldarfjórðunga, þvarga um Teigssók í áratugi, og það hefur aldrei verið farið í alvöru yfir besrtu lausnina, jarðgöng. Tímann hefði mátt nota til jarðgangagerðar. Hún er kannske ekki ódýrust til skamms tíma, en við munum líklega sitja uppi með aðeins ódýrari lausn með umhverfisspjöllum og tökum umhverfisáhættu með firðina í Barðastrandasýslum. Fyrst Færeyingar geta fjármagnað sín jarðgöng sjálfir án framlags frá Dönum, hvers vegna er það ekki hægt hér? Kannske eru lögfræðingar og dýralæknar ekki endilega með góða heildarsýn í þessum málaflokki þó þeir geti séð um bókhald og almennan rekstur, en ábyrgðin liggur auðvitað hjá stjórnmálamönnum á Alþingi.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár