Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks

Öllu starfs­fólki Sæ­ferða var sagt upp eft­ir að Vega­gerð­in hafn­aði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í ferju­sigl­ing­ar yf­ir Breiða­fjörð. Þar á með­al var starfs­fólk sem ekki vinn­ur á Breiða­fjarð­ar­ferj­unni Baldri held­ur á skemmti­ferða­skip­inu Sæ­rúnu. Úlf­ar Hauks­son, véla­stjóri á Baldri, seg­ir upp­sagn­irn­ar hafa kom­ið mis­jafn­lega við fólk og hann eigi erfitt með að skilja að ekki sé hægt að halda úti skemmti­ferða­sigl­ing­um frá Stykk­is­hólmi.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks
Segja rekstrinum sjálfhætt Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir ekki forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins án ferjusiglinga. Mynd: Helgi Seljan

Uppsagnir starfsmanna Sæferða, sem réttlættar voru með því að ekki hefðu náðst samningar um rekstur fyrirtækisins á nýrri ferju á Breiðafirði, náðu einnig til starfsfólks sem eingöngu hefur unnið á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Samkvæmt framkvæmdastjóra Sæferða er rekstur ferju á Breiðafirði grundvöllur tilvistar fyrirtækisins. Starfsmaður Sæferða segist hins vegar klóra sér í kollinum yfir því að ekki sé hægt að reka farþegaferju á Breiðafirði þegar til landsins komi árlega þrjár milljónir ferðafólks.

Sæferðir, sem rekið hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur, sögðu í síðustu viku upp öllum fastráðnum starfsmönnum sínum, 22 talsins, í ljósi þess að Vegagerðin hafnaði tilboði fyrirtækisins í rekstur skipsins Rastar sem taka á við af Baldri í haust. Sæferðir, sem eru að fullu í eigu Eimskipa, voru eina fyrirtækið sem bauð í siglingarnar á firðinum með hinu nýja skipi sem Vegagerðin samdi um kaup á í byrjun síðasta mánaðar.

Sæferðir hafa sinnt ferjusiglingum yfir Breiðafjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Til stóð að leggja ferjusiglingar af á firðinum þegar samningur Vegagerðarinnar við Sæferðir rynni út í vor sem leið en ákveðið var að breyta þeirri ákvörðun og var þá einkum vísað í breytingar á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum með mikilli uppbyggingu laxeldis þar. Langstærsti hluti þjónustu Baldurs yfir vetrarmánuðina hefur falist í flutningi á vörubílum með fullfermi af laxi frá fyrirtækjunum. Til eru þeir sem velt hafa því upp hvort eðlilegt sé að hið opinbera niðurgreiði slíka flutninga fyrir einkafyrirtæki, að stórum hluta í erlendri eigu, með því að halda úti ferjusiglingum.

Hafa áhyggjur af hafnarmannvirkjum

Sæferðir hafa nú selt Baldur sem verður í siglingum á Breiðafirði fram til 15. október. Í stað Baldurs kemur ferjan Röst, smíðuð 1991, sem hefur þann helsta kost umfram Baldur að vera með tvær vélar. Síðastliðin tvö ár hefur Baldur í tvígang orðið vélarvana úti í Breiðafirðinum með tilheyrandi óþægindum og hættu.

Röstin er styttra skip en Baldur, en breiðara. Mun Röstin geta tekið fimm stóra flutningabíla en hægt hefur verið að setja sex bíla í Baldur.  Þá hafa menn sem Heimildin hefur rætt við lýst áhyggjum sínum af hafnarmannvirkjum sem til staðar eru í Stykkishólmi annars vegar og á Brjánslæk hins vegar. Áhyggjurnar snúast fyrst og fremst að því hvort ekjubrýr á báðum stöðum, sem voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur er, muni passa fyrir Röstina. Röstin, rétt eins og Baldur, er svokallað RoRo-skip, það er skip þar sem farartækjum er keyrt um borð í. Til samaburðar eru þau skip sem híft er upp í kölluð LoLo-skip. Það er því mikilvægt að ekjubrýrnar virki fyrir umrædd skip. Sökum þess að Röstin er breiðari en Baldur hafa menn áhyggjur af því að innkeyrsluhornið inn í skipið verði þröngt, einkum þegar lágt er í sjó.

Ekjubrýrnar ekki hannaðar fyrir svo stórt skipEkjubrýr í Stykkishólmi og Brjánslæk voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur. Röstin, sem taka á við af Baldri, er enn breiðari.

Hefur trú á að saman náist

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir að óformlegar viðræður séu hafnar við Vegagerðina um samninga um rekstur á Röstinni. „Óformlegar viðræður eru hafnar og við eigum fund saman í næstu viku þannig að þetta er bara í farvegi. Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt en starfsfólkið verður áfram í Stykkishólmi, það býr þar. Nýr rekstraraðili hlýtur þá að setja sig í samband við þetta fólk og falast eftir kröftum þess. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel að vinna með Vegagerðinni og ég hef alveg trú á að okkur takist að finna einhverja lausn á þessu, við þurfum bara að bera saman bækur okkar og sjá í hverju mismunurinn liggur.“

„Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt“
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir
framkvæmdastýra Sæferða

Spurð hvort uppsagnirnar hafi komið illa við starfsfólk Sæferða vill Jóhanna ekki kannast við það. „Ég myndi ekki segja að það hafi komið illa við fólk. Jú, einhverjum kom þetta á óvart en einhverjir aðrir reiknuðu með þessu af því það var svo langt liðið á birtingu útboðsins. Starfsfólkið hefur verið mjög vel upplýst og verður það áfram.“

Uppsagnirnar komu á óvart

Úlfar Hauksson, vélstjóri á Baldri, er ekki tilbúinn til að taka alveg undir með Jóhönnu. „Ég get alveg sagt þér að þetta fór misjafnlega ofan í fólk. Þessi uppsögn, á þessum tímapunkti, hún kom mér frekar á óvart og ég held að hún hafi komið flestum á óvart. Það hefur auðvitað verið rosaleg óvissa um þetta og fólk átti allt eins von á því að þessar siglingar yrðu lagðar af, það hefði til dæmis ekkert komið mér á óvart.“

„Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess“
Úlfar Hauksson
vélstjóri á Baldri, um þörf á þjónustu við íbúa Flateyjar

Úlfar bendir í því samhengi á að þó að búseta sé í Flatey sé ljóst að hægt sé að þjónusta íbúa þar með minni tilkostnaði en með því að reka ferju af sama tagi og Baldur eða Röstina. „Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess.“

Sem fyrr segir var það ekki aðeins starfsfólk Sæferða sem vinna á Baldri sem fékk uppsagnarbréf heldur einnig starfsfólk á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Særún tekur allt að 115 farþega og siglir skoðunarferðir um eyjarnar á Breiðafirði, þar sem sjá má fugla og seli, jafnvel háhyrninga og aðra hvali. Þá er ferskt sjávarfang veitt á meðan á siglingunni stendur og farþegum boðið að smakka á.

Úlfar segir að það komi á óvart að því starfsfólki hafi verið sagt upp einnig. „Eimskip hefur gefið það út að það sé enginn grundvöllur fyrir rekstri Sæferða ef ferjusiglingarnar eru ekki hluti af því. Ég klóra mér svolítið í hausnum yfir því, það koma þrjár milljónir ferðamanna til landsins á ári og Stykkishólmur er í tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, með öllum infrastrúktúr. Ég á erfitt með að trúa að ekki sé hægt að reka ferðaþjónustusiglingar í slíkum aðstæðum.“

Eykur öryggiSökum þess að Röstin er búin tveimur vélum mun það auka öryggi í ferjusiglingunum. Baldur, sem hér sést á innstíminu 3. ágúst, er aðeins búinn einni vél og hefur orðið vélarvana á Breiðafirði í tvígang seinustu tvö ár.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár